Kaupin á eyrinni

Enn berast nýjar fréttir af samskiptum REI og Orkuveitunnar. Ljóst er að málið er flókið, einhverjir hafa gert mistök, og marga grunar að einhverjir hafi sótt óhæfilega harkalega í eignir Orkuveitunnar. En þetta er ekki eina óheppilega fyrirtækjasala undanfarinna ára.

Leyndarmálið gert opinbert

Greinarhöfundur kynnti sér bókina Leyndarmálið (The Secret) og komst að því að það er hreint klúður að láta bráðdrepandi sjúkdóm buga sig.

Verslun með áfengi verði frjáls

Stuðningsmenn ríkiseinokunar beita fyrir sig nýstárlegri röksemdafærslu á Alþingi þessa dagana. Þeir segja ótækt að svo ábatasöm verslun verði í höndum annarra en ríkisins. Þarf frekari vitnana við?

Nýr meirihluti tekur við borgarstjórn

Skjótt skipast veður í lofti. Í dag tekur við nýr fjögrra flokka meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, undir forystu Dags B. Eggertssonar. Það eru tíðindi þegar fjórir flokkar (eða fimm ef Íslandshreyfingin er talin með) taka ákvörðun um að fara í samstarf – það þarf meira en málamiðlun, það þarf nánast teningakast til að komast að niðurstöðu í málum.

Sundraðir falla menn

Fyrir rúmum fimmtán mánuðum gengu sjálfstæðismenn í Reykjavík til meirihlutasamstarfs með öðrum flokki í borgarstjórn í fyrsta sinn í sögunni. Samstarfið byggði á naumum meirihluta þar sem eini borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hafði oddaatkvæði. Meirihlutinn féll þegar sá fulltrúi ákvað að söðla um. Þetta eru staðreyndir og verður ekki um þær deilt. Um ástæður þess að fulltrúi framsóknarmanna í borgarstjórn ákvað að mynda nýjan meirihluta með vinstrimönnum eru hins vegar áhöld uppi.

Hagsmunir fyrirtækja í almannaeigu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að margt hefur gengið á í borgarmálum síðustu tvær vikurnar. Uppruni þeirrar ólgu er í tveimur opinberum fyrirtækjum, Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest og samningum þeirra og viðskiptum, bæði sín á milli og við aðra. Ekki eru allir sammála um réttmæti þessara viðskiptagjörninga en flestir virðast sammála um að fullhratt hafi verið farið.

Meðhjálp til kvenna frá félagsmálaráðherra

Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er nú í opnu umsagnarferli á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins. Ef þetta frumvarp verður að lögum mun það verða lögfest að konur séu annars flokks borgarar sem þurfi meðhjálp, og það frá femínistanum sjálfum Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hvernig dregur hið opinbera sig út úr atvinnustarfsemi?

Burtséð frá þeirri málsmeðferð sem viðhöfð var í tengslum við sameiningu REI og GGE vekur stofnun REI og þróun þess upp spurningar um hlutverk hins opinbera í atvinnustarfsemi. Innan Orkuveitunnar hefur lengi verið unnið að verkefnum á erlendri grundu án þess þó að stofnað hafi verið um það sérstakt félag eða fyrirtæki. Með stofnun REI var þessi starfsemi afmörkuð í eitt félag og eðlilegt hefði verið fyrir borgina að draga sig smám saman út úr félaginu. Í septemberbyrjun var hins vegar ákveðið að breyta um kúrs og blása félagið upp af fjármagni og eignum.

Sendiherra friðar

I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you, I love you. Þessi orð voru sögð oft í gær við tendrun á friðarljósinu í Viðey og eru þau merki þess að súlan standi fyrir ást.

Bandalag lýðræðisríkja?

Sú hugmynd sem John McCain varpaði fram síðastliðið vor, að yrði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna, myndi hann vinna að því að koma á fót bandalagi lýðræðisríkja virðist því miður ekki ætla að daga uppi innan um fjölmargar aðrar slæmar tillögur um utanríkismál sem komið hafa frá repúblikönum undanfarna mánuði. Og er af nægu að taka í þeim efnum.

Þegar Kristinn H. Gunnarsson hafði rétt fyrir sér

Byggðaþróun á Íslandi er með þeim hætti að það er bæði óþarft og óskynsamlegt að fara bera fé að fólki til að fá það til að flytja á mölina. Landsbyggðin hefur nóg að vandræðum fyrir.

Vika liðin

Alþingi kom saman fyrir viku síðan. Umræður um fjárlagafrumvarpið 2008 voru fyrirferðarmiklar í síðustu viku eðli máls samkvæmt. Minna hefur farið fyrir hinum 67 þingmálum sem lögð hafa verið fram. Kastljósi fjölmiðlanna hefur skiljanlega frekar verið beint að fráleiddri þátttöku OR í áhættufjárfestingum víða um heim. Önnur ástæða er sú að flest þingmálin eru æði óspennandi. Þó er nokkur mál sem vert er að gefa gaum að.

Einstök upplifun

Þýska leik- og söngkonan Hanna Schygulla, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum Rainers Wernes Fassbinders, kom til landsins á dögunum til að veita heiðursverðlaunum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinnar viðtöku. Hún hélt einnig tónleika á Nasa sem pistlahöfundur var svo heppinn að detta inn á, en tónleikarnir voru alveg hreint einstök upplifun.

Einkarekin fangelsi?

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur nýlega velt upp þeirri spurningu hvort ríkið eigi að sækjast eftir því að einkaaðili reisi fangelsi á Íslandi. Þetta er áhugaverð spurning sem snertir þá grundvallarspurningu: Hvað er æskilegt starfsvið hins opinbera? Á hið opinbera að reka fangelsi? Á það að reka spítala, slökkvilið, lögreglu og svo framvegis.

Reykjavíkurborg í útrás

Fyrir nokkrum árum var í fréttaskýringaþættinum 60 minutes fjallað um fyrirtækið Montana Power. Sagan gekk út á það að stjórnendur orkufyrirtækis voru orðnir frekar leiðir á því að stjórna fyrirtæki í stöðugum rekstri sem gerði ekkert annað en að útvega orku á hagstæðu verði. Þeir hófu því umbreytingarferli til þess að gera fyrirtæki meira spennandi til framtíðar. Í stuttu máli leiddi leiði þessara manna til gjaldþrots fyrirtækisins nokkrum árum seinna.

Munkarnir í Búrma

Hverjir eru þessir skrýtnu litlu kallar í kuflum sem virðast vera að gera allt vitlaust í Búrma? Hvernig stendur á því að þeim tekst að standa uppí hárinu á herforingjastjórninni, betur en nokkrum öðrum? Hér er dregin upp örmynd af stórmerkilegum þjóðfélagshópi.

Fangelsismál í ólestri

Það er lítið hugsað um fangelsismál á Íslandi og svo virðist vera sem einungis þeir sem sjálfir hafa setið inni, aðstandendur fanga eða þeir sem hafa starfað við fangelsismál séu þeir einu sem láta sig þessi mál varða. Fangelsismál eru hinsvegar ekki einkamál þessa fólks, þetta snertir okkur öll.

Vonlaust aðhald

Það eru ekki miklar líkur til þess að hin veika stjórnarandstaða veiti ríkisstjórnarflokkunum nokkuð aðhald við afgreiðslu fjárlaga á haustdögum – þó full þörf virðist vera á.

Falin vandamál í ríkisrekstrinum

Velmegunarvandamál er hugtak sem oft skýtur upp kollinum í almennri umræðu á Íslandi. Uppgangur íslenska hagkerfisins fer varla framhjá neinum og skynsamlegar ráðstafanir, umbætur í ríkisrekstri og síðast en ekki síst framtak einkaðila hefur orðið til þess að við erum nú á meðal ríkustu þjóða heims.

José Mourinho

Það ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að nýverið lét José Mourinho af störfum sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Chelsea FC. Mourinho þótti vægast sagt litríkur á ferli sínum í Englandi og verður einna mest saknað af ensku pressunni.