Vonlaust aðhald

Það eru ekki miklar líkur til þess að hin veika stjórnarandstaða veiti ríkisstjórnarflokkunum nokkuð aðhald við afgreiðslu fjárlaga á haustdögum – þó full þörf virðist vera á.

Það eru ekki miklar líkur til þess að hin veika stjórnarandstaða veiti ríkisstjórnarflokkunum nokkuð aðhald við afgreiðslu fjárlaga á haustdögum – þó full þörf virðist vera á.

Stjórnarandstöðuflokkarnir eru öllu líklegri til að vilja bæta hressilega við fjárlögin með alls konar gæluverkefnum, hreppapólitík og öðrum duttlungum. Sjálfstæðismenn verða því að standa fast á sínu og þeir sem þar innan borðs hafa barist fyrir minnkandi ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum verða að stíga á bremsuna við afgreiðslu fjárlaga.

Til að nefna einhverja punkta úr þeim fjárlögum sem fyrir liggja, þá má geta þess að byggja á brú til meginlands Evrópu – eða svo mætti ætla miðað við að fjárfesting í vegakerfi er nálægt því að þrefaldast á milli ára, eykst úr 9 milljörðum í 25 milljarða. Þá aukast framlög til flugvalla um 500% eða úr 360 milljónum í 1,8 milljarða.

Nær hefði verið að eitthvað af þessum fjármunum yrði varið í laun lægst launuðustu ríkisstarfsmannanna, en þar aukast útgjöldin úr 105 milljörðum í 113 milljarða. Vissulega þó nokkur aukning en ekkert í líkingu við það sem leggja á til vegamála.

Á landsfundi sambands ungra sjálfstæðismanna á haustdögum voru samþykktar ýmsar tillögur er snéru að skattamálum. Ein þeirra sem vert er að nefna í tengslum við fjárlagagerð er að Alþingi þurfi að samþykkja heildarupphæð fjárlaga áður en breytingartillögur yrðu leyfðar við einstaka liði frumvarpsins. Með þessu yrðu þingmenn að leggja til útgjaldaskerðingu til móts við hverja þá útgjaldahugmynd sem lögð er fram. Nægar eru þær víst fyrir – þó frumvarpið bólgni ekki enn meir út í meðförum þingsins.

Óskandi hefði verið að sjá grennra frumvarp og jafnvel með einhverjum fyrirboðum um skattalækkanir á komandi vetri, svo er þó ekki. Mikilvægt er að ríkisstjórnarflokkarnir með sjálfstæðislfokkinn í broddi fylkingar missi sig ekki í eyðslukapphlaupinu á næstu dögum, það er þó ekki síður mikilvægt að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisumsvifum missi ekki allan trúvergðuleika í umræðunni sem framundan er.

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.