Er ég tilbúinn í lífið eftir Kófið?

Kurteisishjal er eitur í mínum beinum og hin mesta tímasóun. Þið vitið hvað ég er að tala um. Innihaldslaust blaður í grænmetinu í Bónus við fólk sem maður þekkti einu sinni en þekkir eiginlega ekki lengur og langar ekkert að kynnast aftur. Þarna hef ég aldrei verið félagsfær.

Baráttan fyrir heilbrigðu legi

Það hefur ekki farið fram hjá neinum hversu illa til tókst að færa skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar. Leita þarf lengi að öðrum eins mistökum. Við höfum líklegast öll lesið fréttir af 2000 sýnum í pappakassa og einhverjar okkar hafa hugsað „vá hvað ég er fegin að þetta var ekki ég“. En […]

Hinn ómeðvitaði tilgangur

Þegar slíkur tilgangurinn uppgötvast eftir á og markmiðin sem náðust renna upp fyrir manni, þá fylgir því öðruvísi fullnægja, engu síðri en sú sem fæst við að ná fyrirfram settu marki.

Breytingar breytinganna vegna?

Vegferð okkar hefur verið byggð á ákveðnum grunngildum sem hafa varðað veginn og staðist tímans tönn.

Af jaðrinum

Það eru ekki allir sem taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og enn færri taka þátt í þjóðfélagsumræðunni um þjóðfélagsumræðuna. En öll búum við í umræddu þjóðfélagi og það er mikilvægt að muna eftir þeim sem sitja bara þöglir hjá.

Auður og afl og hús og verðtrygging

Verðtryggðu lánin okkar eru auðvitað svolítið galin. En það má færa rök fyrir því að í gölnu umhverfi þurfi galnar lausnir. Íslenskt efnahagslíf, með sitt einsleita hagkerfi og sjálfstæðan gjaldmiðil, hefur verið eins og korktappi í Norður-Atlantshafinu. Sveiflurnar hafa verið tíðar og ýktar og enginn hefur tekið eftir því nema þessar fáu sálir sem hafa sjálfar stigið ölduna.

Næst: Núllstilla normið

Hvernig getum við beint athygli allra að því að í dag eiga ljót orð, hótanir og níð ekki upp á pallborðið. Hvernig sýnum við fólki að það er ekkert eðlilegt við það að missa kúlið í athugasemdakerfum – eða í heita pottinum ef því er að skipta.

(Háskóla)menntun sem nýtist í starfi

Staða drengja í íslenska skólakerfinu hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið og því miður ekki af góðu heldur vegna þess að opinber gögn sýna að 34,4 prósent drengja geta vart lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla.

Sýndarmennskan og Svarthöfði

Ég sveifla sverðinu af öllu afli en það dugar ekki til. Hann nálgast óðfluga og svo allt í einu, þarna í niðamyrkrinu, gerir hann atlögu. Svarthöfði sjálfur. Ég æpi af hræðslu. Svo hátt að mér bregður eiginlega sjálfri. En svo verður allt svart.

Ósjálfbjarga fólk í þróuðu samfélagi

Einhvers staðar á þessari vegferð allri til aukinnar velmegunar höfum við hætt að treysta á eigið hyggjuvit.

Þegar landið rís

Eyjan í norðri býður upp á alls konar. Hefur bæði tekið og gefið. Þessu er ekki alltaf skipt jafnt og sem betur fer kýs fólk að búa hringinn í kringum landið. Með öllum þeim kostum – og stundum ókostum sem fylgja.

Óbeinu eftirköstin

Andlegar, tilfinningalegar og efnahagslegar afleiðingar af ástandi síðustu mánaða verða, þegar upp er staðið, líklegast mun afdrifaríkari en beinar afleiðingar veirusjúkdómsins. En þær afleiðingar er erfiðara að sjá og mæla.

Báknið stækkar á hálendinu

Mörgum spurningum er ósvarað og frumvarp um Hálendisþjóðgarð ber því miður öll merki um hömlulausa útþennslu hins opinbera án nokkurra röksemda.

Fjölmiðlaóð þjóð

Getur verið að við gleymum því stundum hvers konar hlaðborð við búum við vegna þess að réttirnir eru ekki allir okkur að skapi?

Borgin á hæðinni

Síðustu fjögur ár hafa verið ansi óþægileg, skrýtin, asnaleg, og satt best að segja deyfandi líka – maður er hálfdofinn einhvern veginn eftir þetta allt saman. Loksins er hann farinn þessi appelsínuguli sorakjaftur, þessi megalómaníska karlugla, þetta ofvaxna barn sem er Donald Trump.

Bless (í bili?)

Þann 8. nóvember 2016 var nýgræðingur í stjórnmálum að nafni Donald Trump, fasteignamógúll og fyrrverandi raunveruleikaþáttastjarna kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna. Hann var ekki einusinni með gott hár.

Þá fyrst náum við árangri

Brottflutningur fyrirtækja úr Reykjavík er verulegt áhyggjuefni. Fljótlega verða aðeins fjögur af tíu stærstu fyrirtækjum landsins með höfuðstöðvar í borginni.

Þá hefði hún örugglega fengið kreppuna

Þegar öllu er á botninn hvolft snúast efnahagsmál um hið daglega líf fólks.

Þak yfir höfuðið

Að hafa öruggt húsaskjól er einn grunnurinn sem við byggjum líf okkar á. Hvort sem að við erum gömul, miðaldra, eða ungt fólk að stofna okkar fyrsta heimili, þá viljum við geta fest rætur okkar í traustu undirlagi.

Svartálsgöngin í Tarnowskie Góry – og af hverju vinnan er ekki allt

Gengið er eftir hringstiga, nokkra tugi metra niður í jörðina. Komið er niður að þröngum bátagöngum, sem rúma eins og einn árabát í einu, 1-2 metra að breidd. Beggja vegna eru svartir steinveggir. Hér er dimmt. Ekki góður staður fyrir klástrófóba. Svartálsgöngin (e. Black Trout Adit, pl. Sztolnia Czarnego Pstrąga) í Tarnoskie góry eru um […]