Skoðanakannanir sýna að meirihluti Japana er andvígur því að halda Ólympíuleikana í sumar. Hluti af skýringunni er auðvitað heimsfaraldurinn, en það er meira. Þetta er alþjóðleg þróun. Æ oftar falla hugmyndir um risaviðburði í borgum í grýttan jarðveg meðal íbúanna. Stjórnmálamennirnir fíla kannski umtalið en fólkinu finnst þetta bruðl. Þetta er ekkert nýtt í sögulegu […]
Category: Deiglupistlar
Ofsóknir og mannréttindabrot gegn friðsömum mótmælendum eru viðvarandi og á síðustu mánuðum hefur Tsikhanouskaya hitt ráðamenn helstu Evrópuríkja til þess að vekja athygli á ástandinu.
Stjórnvöld þurfa að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir svo hægt sé að viðhalda þeim lífsgæðum og velferð sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi.
Ef marka má samfélagsmiðla hefur áhugi á laxveiði aldrei verið meiri á Íslandi. Raunar má halda því fram miðað við það sem fram kemur á sömu miðlum að aldrei hafi verið skemmtilegra að veiða lax. Ennfremur bendir allt til þess að íslenskir veiðimenn hafi aldrei verið flottari og félagsskapurinn aldrei betri. Allt þetta á sama tíma og veiðin hefur bara eiginlega aldrei verið verri.
Við norrænu ríkjunum blasa sömu áskoranir og ógnir þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Öll ríkin hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að efla varnarviðbúnað sinn og verja til þess sífellt hærra hlutfalli landsframleiðslunnar. Það er ekki að ástæðulausu.
Eldgosið á Reykjanesi er löngu hætt að vera krúttlegur lítill ræfill eins og því var fyrst lýst. Þótt það eigi enn langt í land með að teljast til stærstu gosa þá er engu að síður um að ræða meiriháttar náttúruhamfarir.
Viðamiklar rannsóknir, sem fela í sér geymslu á hættulegum veirum eða erfðabreytingar á þeim, virðast bjóða meiri hættu heim en þær afstýra. Hér þarf heimsbyggðin og vísindasamfélagið að líta mjög í eigin barm áður en haldið er áfram á þeirri braut sem við vorum á fyrir faraldurinn.
Til áréttingar fyrir þá sem hafa verið andlega fjarverandi síðustu áratugina þá er stjórnvöldum aldrei heimilt að beita svelti eða vosbúð sem refsingu eða viðurlögum.
Árið 46 fyrir Krist er talið eitt það lengsta í sögunni. Það var árið áður en Júlíus Cesar tók til í dagatalinu. Þá þurfti að stemma af nokkra mánuði til að láta allt passa að nýju og árið endaði að vera 445 daga langt. Það var svo sem engin nýlunda. Á þessum tíma voru dagatöl […]
Línur í íslenskri pólitík eru sjaldan eins skýrar eins og í afstöðu flokkanna til sölu ríkiseigna. Mikil andstaða við sölu Íslandsbanka í aðdraganda nýlegs útboðs á 35% hlut ríkisins lýsir viðhorfi stöðnunar og afturhalds sem hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum.
Covid þokunni er að létta og bjartari tímar eru framundan.Landsmenn eru sloppnir af heimaskrifstofunni og úr (flestum) samkomutakmörkunum og taka sumri fagnandi.
Fyrsta skrefið í einkavæðingu Íslandsbanka gekk sennilega betur fyrir sig en nokkur hafði þorað að vona. Tvennt vakti sérstaka athygli.
Mín besta fjárfesting í lífinu hingað til er hvorki íbúðin sem ég á né meistaranámið mitt í London. Það er hugræna atferlismeðferðin sem ég fór í þegar ég var 24 ára sumarið 2009.
Meðan báturinn lekur og gæti sokkið er mikilvægara að ausa úr honum og stöðva lekann heldur en að rífast um það hverjum það er að kenna að gatið kom á kjölinn. En nú er búið að stöðva lekann víðast á Vesturlöndum og uppgjörið fer að hefjast.
Nýafstaðinn leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins markar ákveðin tímamót í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Á fundinum samþykktu leiðtogar bandalagsríkjanna þrjátíu framtíðarstefnu sem felur í sér enn nánara samstarf á sviði öryggismála en hingað til.
Hann var ekki sérlega merkilegur fótboltinn sem Skotar og Englendingar léku á þjóðarleikvangi hinna síðarnefndu í kvöld þegar þjóðirnar mættust á Evrópumótinu í fótbolta. Miklu merkilegri er saga þessara þjóða þegar knattspyrnan er annars vegar og hvernig aldagamlar erjur þeirra voru beinlínis upptaktur fyrir leikinn.
Fyrir nokkrum árum var lagður fallegur göngu- og hjólastígur frá Kjarnaskógi á Akureyri til Hrafnagilshverfis í Eyjafjarðarsveit. Stígurinn er um 7 km langur. Hann kostaði tæpar 200 milljónir króna á sínum tíma.
Frá því fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2010 hefur hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum aukist úr 2% í 7%. Þróunin sýnir glöggt hvernig skýr markmið, metnaður og fjárfesting geta innleitt breytingar sem margir töldu útilokaðar – ekki síst í blautu og vindasömu Reykjavík. En við ætlum að gera enn betur.
Ég myndi seint teljast til þeirra sem kvarta undan mönnum og málefnum á opinberum vettvangi. Ég kvarta ekki í þjónum á veitingastöðum, hreyti ekki í starfsfólk stórmarkaða, bölva þjónustufólki sem talar ensku eða neitt slíkt. Það er því algjörlega úr karakter þegar ég geri það sem ég er að fara að gera núna.
Rangar eða falsaðar fréttir berast t.d. að meðaltali sex sinnum hraðar en réttar og staðreyndar fréttir og rangar eða falsaðar fréttir um stjórnmál dreifast þar best.