Kurteisishjal er eitur í mínum beinum og hin mesta tímasóun. Þið vitið hvað ég er að tala um. Innihaldslaust blaður í grænmetinu í Bónus við fólk sem maður þekkti einu sinni en þekkir eiginlega ekki lengur og langar ekkert að kynnast aftur. Þarna hef ég aldrei verið félagsfær.
