Norræn vídd í varnarsamstarfi

Við norrænu ríkjunum blasa sömu áskoranir og ógnir þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Öll ríkin hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að efla varnarviðbúnað sinn og verja til þess sífellt hærra hlutfalli landsframleiðslunnar. Það er ekki að ástæðulausu.

Öryggismál á norðurslóðum eru í brennidepli nú sem aldrei fyrr. Aukin áhugi stórvelda heimsins á þessum heimshluta, samhliða hugsanlegum nýjum siglingaleiðum, auk nýrrar stöðu í Evrópu eftir hernám Rússa á Krímskaga árið 2014, hefur valdið því að norrænu ríkin öll sem eitt hafa eflt samstarf sín á milli þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.

Þrjú norrænu ríkjanna, Ísland, Danmörk og Noregur, eru innan raða NATO sem áfram er þungamiðja og burðarás í vörnum þessara ríkja. Hin tvö ríkin, Svíþjóð og Finnland, sem standa utan bandalagsins, taka engu að síður mjög virkan þátt í starfi þess sem sérstök samstarfsríki. Þetta samstarf er ekki bara mikilvægt fyrir NATO og hvert og eitt norrænu ríkjanna heldur er það einnig lykilþáttur í sameiginlegu varnarsamstarfi norrænu ríkjanna.

Formlegt samstarf á sviði varnar- og öryggismála byggir á samkomulagi frá árinu 2009 sem skammstafað er NORDEFCO (Nordic Defence Cooperation). Öll norrænu ríkin eru formlegir aðildar að samkomulaginu og hittast varnarmálaráðherrar ríkjanna tvisvar á ári að jafnaði, en auk þess er mjög náið samstarf milli embættismanna og sérfræðinga aðildarríkjanna árið um kring.

Í dag hófst í Helsinki fundur norrænu varnarmálaráðherranna undir merkjum NORDEFCO og er staða og framvinda samstarfsverkefna, samstarfið við Bandaríkin, fjölþáttaógnir og horfur í alþjóðamálum efst á baugi fundarins.

Við norrænu ríkjunum blasa sömu áskoranir og ógnir þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Öll ríkin hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að efla varnarviðbúnað sinn og verja til þess sífellt hærra hlutfalli landsframleiðslunnar. Það er ekki að ástæðulausu. Öll norrænu ríkin hafa sömuleiðis verið að efla varnir sínar þegar kemur að netöryggismál og skilningur á þeim málaflokki er mikill meðal almennings og ráðamanna í ríkjunum. Ísland má ekki vera eftirbátur annarra í því efni.

Þótt aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin sé og verði áfram þungamiðjan í vörnum í Íslands þá er hin norræna vídd í okkar öryggisumhverfi sífellt mikilvægari. Það er þess vegna áríðandi að áfram verði pólitísk samstaða um það hér á landi að styrkja og efla þetta samstarf.

Latest posts by Diljá Mist Einarsdóttir (see all)

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Diljá hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2006.