Um síðustu helgi komst í heimsfréttirnar það uppátæki bandarísku söngkonunnar Britneyjar Spears að hafa gifst í skyndi æskuvini sínum Jasoni Alexander og látið ógilda hjúskapinn aðeins tveimur dögum síðar. Þar sem höfundur þessa pistils er mikill áhugamaður um glens og gamansemi fýsti hann að vita hvort slíkt sprell sem þeirra skötuhjúa Britneyjar og Jasonar væri mögulegt hérlendis.
Category: Deiglupistlar
Hvert kynferðisbrotamálið kemur nú á fætur öðru, og hin hryllilegustu þeirra snúa að kynferðislegri misnotkun á íslenskum börnum. Síðustu vikur og mánuði hafa fjölmiðlar landsins verið undirlagðir af fréttum um barnaníðinga, nú síðast í gær. Það vekur upp reiði að heyra um enn eitt málið af þessu tagi.
Ísland mun hugsanlega vera þátttakandi í geimferðaáætlun Evrópu sem stýrt er af Geimferðastofnun Evrópu. Iðntæknistofnun Íslands kannar nú hvaða fjárhagslegan og tæknilegan ávinning íslenskt atvinnulíf og rannsóknaumhverfi hefur af samvinnu við stofnunina.
Ef heppnin er með okkur getur næsta ár verið ár mikillra breytinga í áfengismálum. Frumvarp um lækkun áfengiskaupaaldurs liggur óafgreitt frá seinasta þingi og annað um afnám einkaleyfis á smásölu á bjór og léttvín einnig. Til að málin deyi ekki í umfjöllun þingsins er nauðsynlegt að fólk veiti þeim athygli og tjái sig um þau svo þingmennirnir finni fyrir þrýstingi utan úr þjóðfélaginu.
Ef viðhalda hefði átt sérstöðu stofnfjárbréfa umfram hlutabréf hefði vel mátt ímynda sér að við breytingu sparisjóða í hlutafélög yrði til hlutafé í tveimur flokkum. Stofnfjárhafar fengju þá hlutabréf í A-flokki en menningarsjóðurinn í B-flokki. Munurinn á þessum flokkum væri sá að bréf í A-flokki ættu rétt á arðgreiðslum en bréf í B-flokki ekki.
Gamaldags sveitarómantík er ríkjandi sem lýsir sér í því að mörgum finnst að sparisjóðirnir eigi að vera ósnertanlegir þar sem þeir séu tæki almúgans til að viðhalda samkeppni á bankamarkaði. Þeir hinir sömu telja jafnframt að sparisjóðirnir séu nauðsynlegir til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins.
Núverandi baráttuaðgerðir í baráttunni gegn vímuefnum hafa minnkað neyslu verulega. En þær hafa á hinn bóginn líklega aukið verulega glæpi og annan samfélagslegan kostnað sem neyslu fylgir. Það er áleitin spurning hvort baráttan sé þess virði.
Fyrir þá sem áhuga hafa á stjórnmálum var árið 2003 viðburðarríkt, bæði hér heima og erlendis. Kosningaár er ávallt sérstakt fyrir áhugamenn um stjórnmál en margt bendir til að árið 2004 verði jafnvel enn viðburðaríkara. Í eftirfarandi pistli verður sjónum beint að árinu 2004 og reynt að spá um hvernig umhorfs verður á hinu pólitíska sviði hér heima á árinu.
Eins og áður mun hin heimsþekkta og óskeikula völva, Vala Kazcinski, spá fyrir um komandi ár 2004. Vala hefur nú þegar, þrátt fyrir, stuttan starfsaldur skipað sér á sess með ekki ómerkari spámönnum en Nostradamusi, Múhameð og Svani Kristjánssyni – og hún er ekki síður umdeild. Vala er óskeikul völva og ofurnæmur spámiðill – og óvenjulega spádjörf í ár.
Verslunareigendur vilja ganga svo langt að setja örflögur í vörurnar svo hægt sé að fylgjast með notkun og afdrifum þeirra, eftir að heim er komið. Með þessu væri hægt að afla vitneskju um neytendur varanna sem slær öllum markaðsrannsóknum við.
Fátt er betra í skammdeginu en að lesa góða bók. Jólin eru sérstaklega góður tími til þess arna, enda er bókin algeng jólagjöf og nokkur tími gefst yfir hátíðarnar við þessa iðju.
Flest ung pör kannast við þann höfuðverk sem fylgir skipulagningu á hátíðadagskránni yfir jólin. Aðfangadagur hér, jóladagur þar og svo framvegis. En þær ákvarðanir sem pör þurfa að taka eru þó léttvægar miðað við vandræðin sem fráskildir foreldrar þurfa að eiga við. Og þar hallar því miður allt of oft á föðurinn.
Það er ekki sérlega bjart útlitið yfir Evrópusambandinu í augnablikinu. Nú í lok ársins virðist sem öll hin jákvæða þróun, sem átt hefur sér stað með stækkun bandalagsins í austur, sé teflt í tvísýnu vegna þess hversu erfiðlega það gengur að komast að niðurstöðu um leikreglur innan sambandsins – og einnig hvernig skilgreina þann grundvöll sem það er reist á.
Miðað við þróun síðustu ára er sennilega kominn tími til að setja plön um frekari samruna Evrópu á hilluna um sinn.
Á jólunum minnumst við fæðingar lítils barns. Flestir þekkja söguna af fæðingu þessa barns. Færri þekkja spádóminn um fæðingu þessa barns. Spádóm þennan er að finna í spádómsbók Jesaja. Á jólunum fögnum við því einnig að uppfyllt var loforð það sem þar kemur fram og gefið hafði verið okkur til handa.
Hvernig les upplýst fólk á 21. öldinni Biblíuna? Er Biblían höfundarverk Guðs eða safn hugleiðinga og frásagna fólks sem leitaði sannleikans og leitaði Guðs í lífi sínu og í mannkynssögunni?
Um þetta fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson í jólahugvekju sinni á Deiglunni. Deiglan óskar lesendum sínum gleðilegra og friðsælla jóla.
Á sjálfri Þorláksmessu nær jólaösin hámarki. Fólk þýtur um allan bæ: þarf að borða fisk sem búið er að pissa á, þarf að klára að kaupa í matinn, klára að kaupa gjafirnar, skreyta jólatréð og svo njóta hinnar ósviknu jólastemningar í miðborg Reykjavíkur um kvöldið.
Frá því svokölluð „Stasi skýrsla“ var kynnt og lögð fyrir forseta Frakklands, Jacques Chirac þann 11. desember síðastliðinn biðu Frakkar með eftirvæntingu eftir viðbrögðum forsetans. Í skýrslunni er lagt til að trúarmerki, sem eru augljós og vekja athygli, verði bönnuð í opinberum skólum. Jacques Chirac ávarpaði þjóðina á miðvikudaginn um efni skýrslunnar og kynnti stefnu sína um aðskilnað ríkis og kirkju.
Á Íslandi í dag búa margir hópar fólks, þjóðflokkar ef svo mætti kalla. Við höfum t.a.m. ríkt fólk og fátækt fólk, innfædda og fólk af erlendum uppruna, konur og karla, börn og fullorðna og svo fjölskyldufólk og piparsveina. Piparsveinar eru nefnilega sér þjóðflokkur.
Afrakstur leitar að tónlistarheimildum í gömlum íslenskum handritum þykja sýna svo ekki verði um villst að á Íslandi hafi verið sungið frá fjöru til fjalla á öldum áður. Hver er hinn íslenski hljómur, og hvað segir hann um söngóða þjóð?
Davíð Oddsson heldur því fram í Vísbendingu að sektun olíufélaganna fyrir samráð komi bara niður á neytendum því olíufélögin hækki bara verðið hjá sér. Getur þetta verið rétt?
