Madonna

Óvægir gagnrýnendur hafa bent á að hana skorti framúrskarandi hæfileika í dansi, söng og lagasmíðum. Hver skyldi vera leyndardómurinn á bak við velgengni einnar dáðustu poppsöngkonu okkar tíma?

Enn af „sameiningu“ Kópavogs og Reykjavíkur



Flosi Eiríksson sendi hér inn á Deigluna aðsent bréf til þess að gera athugasemdir við nokkrar „staðreynarvillur“ eins og hann kallar þær varðandi dæmi sem ég tók í grein minni um sameiningar sveitafélaganna. Við Flosi erum sammála um ýmislegt eins og ágæti Kópavogs, mikilvægi samkeppni og glæsileika Salsins en á nokkrum stöðum ber á milli.

Friðarverðlaun Nóbels

Wangari Maathai, baráttukona frá Afríku, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Val Nóbelsnefndarinnar var kynnt í síðustu viku og er að margra mati töluvert umdeilt. Wangari Maathai er fyrsta konan frá Afríku og fyrsta baráttumanneskjan fyrir umhverfismálum til að hljóta friðarverðlaun Nóbels.

Strákarnir okkar

Stemmningin í íslensku efnahagslífi er eins og á góðum rokktónleikum. Fasteignaverð hefur hækkað nær látlaust síðan 1997 og hlutabréfaverð hefur hækkað upp úr öllu valdi frá ársbyrjun 2003. Kjöraðstæður hafa verið fyrir hendi, mikið fjármagn í umferð, lágir vextir og stöðug króna.

Kínamúrar

Í Fréttablaðinu þann 13. október síðastliðinn birtist grein varðandi hagmunaárekstra milli deilda KB banka. Svokölluðum Kínamúrum er ætlað að koma í veg fyrir að bankar nýti sér upplýsingar til að ná forskoti á aðra fjárfesta.

Litla prófið mitt

Í pólitískri umræðu miða menn oft alla umræðuna út frá því sem er. Þeir sem leggja til breytingar þurfa að útskýra hvað það er við núverandi ástand sem sé svona slæmt. Ég held að öllum væri hollt að leggja fyrir sjálfa sig lítið próf og spyrja sig: „Ef málunum væri öfugt háttað, mundi ég vilja skipta til baka?“

Hringekja Össurar

Nú um helgina ásakaði Össur Skarphéðinsson Sjálfstæðisfólk um að vilja notfæra sér verkfall kennara til þess að benda á nýjar rekstrarlausnir við Skólakerfið. Slíkum ásökunum er auðvitað ekki hægt að svara en rifja má upp að Össur hefur sjálfur verið talsmaður markaðslausna við samfélagsþjónustu.

Ný stjarna í sambandið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við Tyrkland og búist er við því að leiðtogar sambandsríkjanna staðfesti þá ákvörðun í desember næstkomandi. Ákvörðunin er umdeild og það skyldi engan undra því hún gæti í tímans rás stuðlað að breyttri heimsmynd.

Varhugaverðar stuðningsyfirlýsingar í BNA

Svo sem varla hefur farið fram hjá neinum munu eiga sér stað forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir u.þ.b. tvær vikur. Það er viðtekin venja í Bandaríkjunum að stóru dagblöðin stilli sér upp á bak við einn frambjóðanda fyrir kosningar. Pistlahöfundur telur það varhugavert að fjölmiðlar beiti sér með þessum hætti til að hafa áhrif á úrslit kosninga.

Við hvað eiga eldri bændur þá að vinna?

Aukið viðskiptafrelsi og afnám ríkisstyrkja kemur ekki öllum að góðu. Slík stefna er því tvíræð frá siðferðilegu sjónarmiði.

Hentihommar

Fólki virðist finnast það hræðilegt að aðilar sem séu ekki „alvörupar“ geti notað sér kosti hjúskapar á „fölskum forsendum“. Umræðan um hentihjónabönd hefur þannig skotið upp kollinum hér sem annars staðar. En er nóg að nema staðar þar? Þarf ekki að tækla hentisamkynhneigð líka?

Apótekari eða skottulæknir?

Flest förum við reglulega í apótek til að kaupa tannkrem, magnyl, eða þá einhver lyf sem læknir hefur ávísað okkur. En í apótekinu má líka finna aðra hluti, svo sem náttúruleg þynnkumeðul, brennsluaukandi pillur, náttúrumeðul við appelsínuhúð og svefnaukandi efni í sama stíl. En eru þetta vörur sem eiga heima á hillum apóteka?

Fyrir ástina á leiknum

Ég er ein af þeim sem hef aldrei skilið öll lætin í kringum fótbolta og hef velt því fyrir mér hvort þessi ólæknandi baktería gæti hreinlega ekki verið heilsuspillandi. Ég hef bara aldrei skilið þetta. Því finnst mér það í líkingu við það að einhver af mínum listrænt steingeldu vinum segðist hafa fundið fegurðina í ballet, að segja frá því að ég hef séð ljósið í fótbolta.

Draumaríki Skandífasistans

Sumir spá í bolla, aðrir stjörnumerki og fleiri ráða drauma. Greinarhöfundur spáir í stórmyndina Demolition Man.

Kappræður og kosningar

Þriðju og síðustu kappræður forsetaframbjóðendanna John Kerry og George W. Bush fóru fram í nótt. Staðsetning þeirra í þetta skiptið var táknræn. Þær voru haldnar í þriðja stærsta háskóla Bandaríkjanna, Arizona State, í byggingu sem upphaflega var hönnuð sem tónleikahús og átti að rísa í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Streptokokkakúrinn

Þórður Þórisson (nei, ekki ég!) missti, ef mark er takandi á auglýsingu í dagblöðum landsins, 4,3 kíló á aðeins tveimur dögum – þökk sé Hollywood kúrnum. Það er hins vegar ekkert merkilegt. Þórður Þórarinsson (já ég!) missti næstum tvöfalt fleiri kíló, reyndar á lengri tíma, þökk sé nýjum byltingarkenndum megrunarkúr – streptokokkakúrnum!

Breytingar á kjörmannakerfinu í Colorado?

Samhliða forsetakosningunum nú í nóvember munu íbúar í Colorado kjósa um athyglisverða breytingu á lögum um forsetakjör í fylkinu. Tillagan gerir ráð fyrir að kjörmönnum fylkisins verði í framtíðinni úthlutað með hlutfallskosningu.

DV – morðin

Hver er munurinn á leigumorðingja og atvinnu mannorðsmorðingja? Það er von til þess að koma leigumorðingjanum á bak við lás og slá en ef þú snýst gegn hinum er allt eins víst að þú verðir sjálfur næsta fórnarlamb hans. Erum við virkilega orðin aftur eins og blóðþyrstur lýðurinn í Colosseum til forna?

Bannaðar bækur

Saga Mikhaíls Búlgakovs

Rússneski blaðamaðurinn, leikritahöfundurinn og rithöfundurinn Mikhaíl Búlgakov fæddist árið 1891 í Kiev. Þegar hann var 29 ára gamall ákvað hann að gerast rithöfundur og þá fyrst byrjuðu vandræðin.

Áfengisóþolandi niðurstöður

sdfdVísindamenn við Kentucky-háskóla tilkynntu núverið að konur virðast þola áfengi betur en karlmenn.