Afbrotahagfræði

sdfdÁ undanförnum árum hefur kastljós hagfræðinga í auknum mæli beinst að þeim hvötum sem liggja að baki afbrotum.

Miðlægar kjörskrár

Þegar kemur að tækniframförum í kosningum hefur áherslan í fjölmiðlum og umræðunni nánast eingöngu snúist um rafrænar kosningar. Hins vegar bíður tæknin upp á aðra möguleika sem ekki síður eru áhugaverðir. Einn möguleikinn er miðlæg kjörskrá, en með henni geta kjósendur farið inn á hvaða kjörstað sem er innan kjördæmisins og kosið.

Hvort segja kýr mu eða mö?

Upp er komin skemmtileg umræða í sveitum landsins og víðar. Hún snýst um það hvort kýr bauli „mu“ eða „mö“, og sýnist sitt hverjum. Umræða þessi er angi af pælingum sem stundum hafa skotið upp í huga pistlahöfunds, þ.e. er hægt að yfirfæra dýrahljóð yfir á mannamál?

Eignarréttur að saur í salernum

Í landyfirréttardómi frá 1913 bls. 155 var fullyrt að salernasaur yrði tæplega talinn með eignum þeim, er féllu undir þáverandi eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Sú fullyrðing er og var fræðilega röng.

Fasteignabomban

Á undanförnum 12 mánuðum hefur vísitala fasteignaverðs íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúm 24%. Í síðustu viku var velta þinglýstra kaupsamninga vegna fasteignaviðskipta rúmlega 4,8 milljarðar króna.

Heilræði í umferð

Hefur þú gefið séns í dag?Umferðarmenning á Íslandi hefur ekki verið mjög fyrirferðamikil í umræðunni, nema ef vera skildi fyrir atbeina útvarps umferðarráðs (umferðarstofu). Hins vegar er full ástæða til þess að ræða þessi mál, sérstaklega í ljósi þess að umferðarmenningi á Íslandi er að mörgu leyti mjög slæm.

Allir njóta góðs af traustri stjórn ríkisfjármála

Stöðug hækkun á lánshæfismati ríkisins sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig stefna og fjármálastjórn núverandi ríkisstjórnar hefur í för með sér ábata fyrir alla landsmenn.

Áhættufjárfestingar á elliheimili

Nú á síðustu dögum hefur George Bush, forseti Bandaríkjanna, eytt miklum tíma í að sannfæra jafnt kjósendur sem þingmenn um ágæti nýrrar áætlunar sem á að koma í veg fyrir vanda bandaríska ellilífeyriskerfisins.

Frjálslegt snið

sdfdÍ helgarnesti dagsins er fjallað um þingsályktunartillögu Frjálslyndara þess efnis að slakað verði á reglum um klæðaburð þingmanna og að á Alþingi verði héðan í frá Öskudagur alla daga vikunnar.

Ölráða

Flestir hafa eflaust heyrt af því að beiðni Bobbys Fishers um íslenskan ríkisborgararétt er nú til meðferðar hjá Allsherjarnefnd Alþingis. En það er annað mál sem nefndin skeggræðir um þessar mundir sem sá sem þetta skrifar fylgist með af mun meiri áhuga. Þetta er auðvitað frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttu og fleiri þingmanna lækkun áfengiskaupaaldurs á niður í 18 ár.

Stjórnmál sem barátta rándýrs og hjarðar

Í umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu hefur komið fram að þróun stjórnmála á Íslandi sé á þann veg að rödd einstakra þingmanna fái ekki að hljóma. Þvi hefur verið haldið fram að stjórnmálaflokkar láti stjórnast af leiðtogaræði og ráðherrar og formenn stjórnmálaflokka ráði lögum og ráðum. Flokksmenn verði að hlýða sér hærra settum ætli þeir að ná brautargengi innan flokks síns.

Breyttir bíla-tímar

Allir sem hafa sest upp í bíl frá Toyota vita að þar er hágæða bifreið á ferð. En hvað með fyrirtækið bakvið bílinn?

Valið er augljóst

Í dag og á morgun fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningarnar snúast um hvort Vaka fái að halda áfram á réttri braut í hagsmunabaráttu fyrir stúdenta eða hvort gamlar og úreltar baráttuaðferðir verði teknar upp á nýjan leik.

Þegar Lúxemburg gleymdist

Það er vandasamt verk að búa til kosningakerfi. Því miður er það allt of algengt að það sé gert af nefndum stjórnmálamanna og lögfræðinga og án samráðs við stærðfræðimenntaða sérfræðinga. Í besta falli koma þeir að ferlinu seint og þá sem álitsgjafar. Þetta er álíka viturlegt og ef menn hefðu látið þingforseta teikna viðbyggingu við Alþingi og síðan leyft verkfræðingum og arkítektum að senda inn athugasemdir.

Val á nýjum rektor

Rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason, hefur tilkynnt að hann hyggi ekki á að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í embættinu. Háskólinn hefur markað sér metnaðarfulla stefnu um að taka sér stöðu sem rannsóknarháskóli á alþjóðlegan mælikvarða — hvernig ætti slík stefnumótun að hafa áhrif á það ferli sem felst í því að velja nýjan rektor?

Auglýsingar

Áreiti vegna auglýsinga hérna í Bandaríkjunum er alveg ótrúlegt. Það er endalaust verið að reyna að selja manni allt milli himins og jarðar og það er erfiðara en að komast ósnertur niður laugarveginn á Þorláksmessu að komast undan árásunum. Hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi, á skiltum, í pósti, bæklingum, blöðum, í gegnum síma eða annars staðar. Maður er hvergi óhultur.

Burt með þig!

Það er alltaf jafnóþolandi þegar stjórnmálamenn þora ekki að taka á vandanum heldur reyna að bræða saman málamyndatillögur til að reyna að sætta ólík sjónarmið. Í síðustu viku setti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri fram eina slíka. Reykjavíkurflugvöllur skal víkja að hluta til en vera áfram að hluta til.

Borgaraflokkarnir í samstarf við róttæka vinstrimenn?

Flest bendir til þess að ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen haldi velli í þingkosningunum í Danmörku sem fara fram á þriðjudag. Nýjustu kannanir sýna sterka stöðu Danska þjóðarflokksins og ljóst er að hann vill hafa meiri áhrif á stefnu stjórnarinnar á næsta kjörtímabili.

Þulalaus enskur bolti

Útvarpsréttarnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að útsendingar Skjás Eins á knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni með lýsingu á ensku samræmdust ekki ákvæðum útvarpslaga. Afleiðing þessa úrskurðar var sú að í gær sýndi Skjár Einn leik Crystal Palace og Bolton eingöngu með umhverfishljóðum af vellinum.

Hvert stefnir Bush?

Síðastliðinn miðvikudag lagði George Bush línurnar í fyrstu stefnuræðu sinni sem endurkjörinn forseti Bandaríkjanna og því ekki úr vegi að athuga hvað hann ætlar þjóð sinni næsta árið eða svo.