Af kjörum ljósmæðra og lögfræðinga

Ljósmæður hafa nú samþykkt að með yfirgnæfandi meirihluta heimild til verkfallsboðunar. Það er því ljóst að náist ekki samkomulag fyrir 4. september kemur til verkfalls hjá ljósmæðrum. Pirringur ljósmæðra er skiljanlegur ef marka má fréttaflutning og upplýsingar á heimasíðu ljósmæðrafélags Íslands. Svo virðist sem ljósmæðrum sé raðað í launaflokk hjá ríkinu miðað við að menntun þeirra sé 4 ára háskólanám. Til að hljóta starfsréttindi sem ljósmóðir þarf hins vegar samkvæmt lögum að ljúka 6 ára námi, kandídatsprófi í ljósmóðurfræðum. Slíkt nám tekur tvö ár (120 e.) eftir að hafa lokið 4 ára BS námi í hjúkrunarfræði (240 e.).

Grafið undan alþjóðalögum í Georgíu

Á meðan heimsbyggðin fylgdist með upphafi Ólympíuleikanna í Kína gerði rússneski herinn vel skipulagða leifturinnrás í hið fullvalda nágrannaríki sitt, Georgíu. Ásakanir um hvoru megin átökin hófust hafa gengið báða bóga og ekki er fullljóst hver fer þar með rétt mál. Virðing fyrir alþjóðalögum og úrlausn vandamála með diplómatískum samningum standa veikari eftir.

Að sparka eins og stelpa

Hversu oft hefur viðlíkingin ,,þú sparkar eins og stelpa” verið notuð til að lýsa lélegri hæfni einhvers til að sparka í bolta? Eru stelpur svona lélegar í knattspyrnu, kvennaboltinn leiðinlegur og fótbolti bara fyrir kallana?

Einn heimur og annar draumur

Það viðhorf er að verða útbreitt að gagnrýni á mannréttindamál sé metin eftir því hvort viðkomandi hafi efni á slíkri gagnrýni en ekki út frá gagnrýninni sjálfri. Þetta gengur svo langt að þjóðir með langa og rótgróna mannréttindahefð eiga helst ekki segja neitt um alvarleg mannréttindabrot annars staðar, því þær hafa ekki efni á því. Þetta heyrist meðal annars í umræðunni um Ólympíuleikana í Kína sem notast við slagorðið One World, One Dream.

Ótrúlegur hagvöxtur kínverska hagkerfisins

Jón Steinsson skrifaði pistil á Deigluna þann 17. apríl 2003 sem ber heitið „Ótrúlegur hagvöxtur kínverska hagkerfisins“. Jón segir í pistilinum það sé úreltur hugsunarháttur að hugsa enn um Kína sem kommúnistaríki. Efnahagsumbótunum hafi fleygt: „svo mikið fram að kínverska hagkerfið [sé] í dag að mörgu leyti nær því að vera frjálst markaðshagkerfi en sum hagkerfi í Evrópu“.

Eini leikurinn í stöðunni

Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur aftur náð saman, báðir flokkar með nýja leiðtoga í brúnni. Þó að ýmislegt í verkum fyrrum borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi verið gagnrýnisvert þá var sá meirihluti einnig sá farsælasti á tímabilinu og má leiða að því líkur að svo geti orðið nú.

Kínverskur kirkjugarður

Andri Óttarsson skrifaði pistil á Deigluna þann 10. september 2003 þar sem hann rifjaði upp hvernig Ayn Rand lýsti ástandinu í Sovétríkjunum árið 1936 og líkir því við ástandið í Kína nú á dögum. Hann hvetur fólk til að hlusta heldur á frásagnir kínverskra flóttamanna heldur en kínverskra ráðamanna.

Af hverju kapítalismi leiðir ekki endilega til lýðræðis

Í umræðunni um hvaða framtíð bíði Kína er því of lítill gaumur gefinn að á næstu áratugum muni hagkerfi landsins halda áfram að vaxa á svipuðum hraða, en á sama tíma fylgi engar verulegar pólitískar umbætur í kjölfarið.

Skotnar snyrtivörur

Berglind Hallgrímsdóttir skrifaði pistilinn „Skotnar snyrtivörur“ á Deigluna þann 6. október 2005 þar sem hún fjallaði um sölu Kínverja á collageni í snyrtivörur en kínverskir framleiðendur collagens viðurkenna að það er unnið úr föngum eftir að þeir eru líflátnir. Þó að ekki sé ljóst hvort að Evrópskar vörur innihaldi collagen úr látnum kínverskum föngum þá ættu vestræn ríki ekki að eiga viðskipti með vörur þar sem mannréttindi eru brotin við framleiðslu þeirra.

Ólympíuleikarnir dýru verði keyptir fyrir Kínverja

Nú standa Ólympíuleikarnir í Peking sem hæst og hafa kínversk stjórnvöld farið hart fram til þess að tryggja að leikarnir séu sem best úr garði gerðir. Ekkert má setja blett á þennan stærsta íþróttaviðburð í heimi, en það er dýru verði keypt fyrir marga Kínverja.

Skyldur stjórnvalda

Brynjólfur Ægir Sævarsson skrifaði pistilinn „Skyldur stjórnvalda“ á Deigluna þann 15. júní 2002 í tilefni af heimsókn forseta Kína til Íslands og ákvörðun íslenskra stjórnvalda að meina friðelskandi fólki eins og fylgismönnum Dalai Lama og iðkendum Falun Gong að koma til landsins á meðan heimsókninni stóð.

Hagvöxtur í Kína – Vöxtur eða mettun?

Það er öllum ljóst að hagvöxtur hefur verið gríðarlegur í Kína undanfarin ár og áratugi og er landið á hraðri siglingu að verða stærsta hagkerfi í heimi. Sá uppgangur og hagvöxtur sem einkennt hefur Kína hefur verið mikið rannsakaður og sitt sýnist oft hverjum um hvernig áframhaldandi þróun muni verða. Verður jafn ör hagvöxtur áfram í Kína á næstu árum eða er vöxturinn búinn að ná efsta punkti og mun hagkerfið mettast á næstunni?

Illska og alræði

Sá sem þekkir ekki söguna, mun framkvæma sömu mistökin aftur. Það er engin ástæða til bjartsýni um að skipan mála í alræðisríkinu Kína sé að færast til betri vegar. Menn mega ekki láta glepjast af skrautsýningu ógnarstjórnarinnar sem nú stendur yfir undir merkjum ólympíuhugsjónarinnar, enda er það ekki fyrsta sinn sem Ólympíufáninn er misnotaður og svívirtur.

Kínverjar og Internetið

Deiglan endurbirtir hér úrvalspistil eftir Þórlind Kjartansson í tilefni Kínavikunnar á Deiglunni. Þórlindur Kjartansson skrifaði pistilinn Kínverjar og Internetið í lok nóvembermánaðar árið 2002. Í pistlinum segir hann m.a. að „Ljóst er að kínversk stjórnvöld munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að koma í veg fyrir að Internetið gagnist þeim sem berjast gegn harðræði stjórnvalda.“

Stórveldið Kína

Á undanförnum árum hafa Kínverjar verið að styrkja stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Uppgangur Kínverja í efnahags- og hermálum gæti leitt til þess að brátt verði Kína að einu mesta stórveldi heimsins.

Göngum alla leið

Gleðigangan er orðinn fastur liður eins og Verslunarmannahelgin, Menningarnótt og 17. júní, í göngunni koma saman jafnt samkynhneigðir og gagnkynhneigðir til þess að gleðjast og halda áfram að berjast fyrir fullu jafnrétti fyrir samkynhneigða.

Þvílíkt og annað eins!

Þá er enn ein Þjóðhátíð í eyjum að baki. En þvílíkt og annað eins! Veltandi ungmenni um allar brekkur, spúandi galli eins og múkkar. Annar hver gestur búinn að míga á sig. Þjóðhátíðargestir ranka við sér á frídegi verslunarmanna og muna lítið sem ekkert eftir helginni en halda að það hafi verið gaman, allavega er allur landinn búinn og þá hlýtur að hafa verið gaman. Þjóðhátíðarpæjurnar drífa sig í apótekið og taka eftirápilluna. Peyjarnir biðja til guðs og allra hans lærisveina og vona að þeir fái ekki símtal í bráð sem mun breyta lífi þeirra að eilífu.

Tilboðsdögum lokið

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um tæpan þriðjung frá áramótum gagnvart helstu gjaldmiðlum. Þrátt fyrir að snarpt gengisfall skili sér í verðbólguskoti sökum dýrari innflutnings í krónum mælt, lá fullkomlega ljóst fyrir að gengi íslensku krónunnar var of sterkt um langa hríð.

Glámbekkur eða ekkert?

Í umræðu um framlagningu skattskráa virðist gleymast að auðveldlega mætti standa vörð um friðhelgi einkalífsins en veita að sama skapi ópersónugreinanlegar upplýsingar um þróun launa í samfélaginu.

Fortíðardýrkun

Í allri þessari umræðu um 18. og 19. aldar götumynd Laugarvegsins fannst mér nokkuð mikilvægt að líta á fyrirbæri sem kallast fortíðardýrkun. Hvers vegna er það svona ríkt í mannssálinni að halda að það sem á undan er farið sé betra? Er eitthvað til í þess háttar kenningum og hvaðan koma þær?