Fortíðardýrkun

Í allri þessari umræðu um 18. og 19. aldar götumynd Laugarvegsins fannst mér nokkuð mikilvægt að líta á fyrirbæri sem kallast fortíðardýrkun. Hvers vegna er það svona ríkt í mannssálinni að halda að það sem á undan er farið sé betra? Er eitthvað til í þess háttar kenningum og hvaðan koma þær?

Í allri þessari umræðu um 18. og 19. aldar götumynd Laugarvegsins fannst mér nokkuð mikilvægt að líta á fyrirbæri sem kallast fortíðardýrkun. Hvers vegna er það svona ríkt í mannssálinni að halda að það sem á undan er farið sé betra? Er eitthvað til í þess háttar kenningum og hvaðan koma þær?

Fortíðardýrkun er hægt að rækja langt aftur í aldir. Forn-Grikkir trúðu því að nútímamaðurinnn væri fimmta tegund manna er guðirnir sköpuðu. Hinar fjórar er á undan komu voru allar fullkomnari en sú er á eftir kom. Hægt er að sjá þessa forndýrkun í ýmsum grískum þjóðsögum, t.d. sögunni um Atlantis. Menn segja að þetta sé að miklu leiti komið frá þeirri staðreynd að fortíð forn-grísks þjóðfélags var lítið þekkt sökum þess að þá var sagnaritun ekki til.

Þessi tegund fortíðardýrkunar var rík í gegnum aldirnar. Segja má að hún nái ákveðnu hámarki í endurreisninni. Með henni högnuðust hin vestrænu ríki á þekkingu hins forna menningarheims en þó má með engu móti segja að vísindalegar framfarir hafi verið engar á miðöldum, þvert á móti.

Þegar komið er fram á tuttugustu öldina hefur hin klassíska fortíðadýrkun tekið miklum breytingum. Í stað þess að líta á fortíðna sem hápunkt menningar þá fara menn að líta fram á veginn. Framtíðardýrkun kemur þá fram. Hin fullkomnu samfélög eru ekki lengur hin forna Atlantis heldur frekar uppfundnir heimar, líkt og sá er finnst í Star Trek.

Þegar líður svo á seinni hluta tuttugustu aldarinnar fara Bandaríkjamenn, sérstaklega, að koma fram með fortíðadýrkun á eigin gullöld. Þannig er algengt að margir í BNA líti á að 6. áratugurinn og allt sem með honum fylgdi hafi verið gott. Í þessu tilviki eruð það helst fólk sem hefur áhyggjur af siðfræði nútíma-þjóðfélagsins, t.d. ákveðnir kristnir söfnuðir.

En það sem vill oft gleymast þegar litið er aftur um öxl er hið slæma. Það er sjaldan talað um stöðu kvenna í Aþenu 700 f.Kr. en á þeim tíma gátu konur ekki farið einar út úr húsi. Þrælar voru líka stór hluti af sögu mannsins lengi vel. Það þarf þó ekki að fara svo langt aftur til að sjá hve mikið samfélagið hefur breyst. Ég mæli til dæmis með að fólk horfi á þætti sem heita “Mad Men” er nýlega voru útnefndir til Emmy verðlauna. Þar kemur fram algjörlega ný sýn á 6. áratugnum í Bandaríkjunum sem var fullur af kvennafyrirlitningu og kynþáttahatri.

Þó það sé margt slæmt í fortíðinni þá er einnig margt gott þar að finna. Það er nú á hennar öxlum sem við stöndum í dag. Samt verðum við að horfast í augu við það að eftir hundrað ár verður líklegast litið á nútíðina sem góða tíma. Engin stór stríð, eins og heimsstyrjaldirnar, hafa geisað í 50 ár og við erum búin að búa við einstaklega mikið góðæri undanfarið, þó því sé nú að ljúka. Er því ekki nauðsynlegt þegar litið er á byggð í borg eins og Reykjavík að því gamla sé blandað saman við hið nýja?

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.