Á Íslandi er það helst í fréttum sem ekki gerist. Daglega halda almannavarnayfirvöld blaðamannafundi til að greina frá faraldri sem ekki geisar hér á landi. Það er helst að fréttir af eldgosi sem ekki er byrjað og enginn getur sagt um hvort eða hvenær það hefst dragi athyglina frá því sem ekki er að gerast í útbreiðslu og veikindum vegna kórónuveirunnar.
 
		
 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		