Það vantar ekki alltaf bara meira eftirlit

Af og til sprettur upp umræða um búsetu fólks í ólöglegum eða óskráðum híbýlum. Oft er umræðan af réttmætu tilefni. En oft einskorðast hugmyndir að lausnum við meira eftirlit. Opinberum aðilum vantar betri úrræði til að skoða, sekta og loka.

Af og til eru þetta sannarlega þarfar ábendingar. En þær mega ekki vera þær einu. Góðri skráningu er til dæmis oft hægt að ná fram með betri leiðum en valdboði. Allir sem vinna við að safna hagtölum vita að öll gögn tölur sem hafa peningalegar afleiðingar eru nákvæmari en þau sem gera það ekki. Ef fólk fær til dæmis greiddan styrk fyrir að leigja íbúð er það síður líklegt til að gleyma að láta vita af því.

Þrír hópar fólks geta fengið húsaleigubætur fyrir að leigja herbergi: námsmenn á stúdentagörðum, fangar á áfangaheimilum og fíklar á afangaheimilum. Þetta er augljóslega ekki eina fólkið sem leigir herbergi. Margir leigja herbergi vegna tímabundinna aðstæðna eða vegna þess að þeir kjósa að lágmarka tímabundið húsnæðiskostnað sinn. Ef búinn yrði einhver rammi í kringum stuðning handa fólki sem leigir ekki heilar íbúðir myndi örugglega ganga betur að halda skrá utan um hvar fólk raunverulega býr.

Það þarf auðvitað að gera greinarmun á því húsnæði sem er bara fábrotið og því sem er beinlínis hættulegt. En leiðirnar fram á við verða að fela í sér fjölbreyttara framboð og sveigjanlegri löggjöf, ekki bara „meira eftirlit“.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.