Skrílræðið nýja

Vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa (og íbúa á Austurlandi!) um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur mönnum orðið tíðrætt um það sem sumir kalla „beint“ eða „virkt“ lýðræði, til aðgreiningar frá fulltrúalýðræðinu sem algengast er meðal lýðræðisþjóða.

Baráttan fyrir niðurgreiðslum

Fyrir skömmu voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í viðamikil viðgerðarverkefni á varðskipunum Ægi og Tý. Í ljós kom að pólsk skipasmíðastöð bauð lægst í viðgerðir á báðum skipunum. Pólverjarnir buðu að gera við skipin fyrir 115 milljónir kr. á meðan lægsta tilboðið sem barst frá íslenskum aðila hljóðaði upp á 157 milljónir. Viðbrögð innlendra hagsmunasamtaka við niðurstöðum útboðsins hafa verið eins og við mátti búast. Þau telja að stjórnvöld eigi að láta vinna verkið hér á landi þrátt fyrir það að ríkið þyrfti þá að greiða rúmlega 40 milljónir kr. meira fyrir verkið ef það er gert.

Samkeppni og samleggðaráhrif

Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt og ritað um starfsemi Samkeppnisstofnunar. Eins og í svo mörgum öðrum málum sem komið hafa upp á síðustu misserum hefur umfjöllun flestra ungra hægrimanna um starfsemi samkeppnisstofnunar endurspeglað einstaklega lítinn skilning þeirra á eðli markaða og barnslega ofurtrú þeirra á frelsi á öllum sviðum.

Vaxtaónæmið

Hlutabréf í kauphöllinni við Wall Street í New York ruku upp í gær eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um verulega vaxtalækkun. Sérstaklega eru það bréf í hátæknifyrirtækjum sem hafa hækkað mikið en gengi þeirra hefur verið brösótt að undanförnu.

Höfðingi hættir

Tímamót urðu um áramótin þegar Matthías Johannessen lét af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Fáir hafa sett meiri svip á íslenska fjölmiðlasögu en Mattíhas og hefur hann ásamt Styrmi Gunnarssyni stýrt Morgunblaðinu upp í hærri hæðir en raunin er um aðra íslenska fjölmiðla.

Flugeldar og forsjárhyggja

Fyrir nokkrum dögum skiptust landsmenn á ótöldum milljörðum í formi jólagjafa og rann álagningin af þeim vöruskiptum í vasa kaupmanna.

Verkfallsútvarp allra landsmanna

Hann er með ólíkindum sá áhugi sem fréttastofa Ríkisútvarpsins sýnir vinnudeilum. Ekkert sem við kemur slíkum deilum er of smávægilegt til að komast ekki að í fréttatíma og ekki þarf „fréttin“ að vera ýkja stór eða efnismikil til að komast í fremstu röð.

Liðsinnis leitað á Bessastöðum

Öryrkjabandalag Íslands, öðru nafni Garðar Sverrisson, hyggst nú leita liðsinnis hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í baráttu sinni gegn stjórnvöldum.

Jólin koma, jólin koma…

Á næstu tveimur sólarhringum er útlit fyrir að landsmenn eyði ótöldum milljörðum króna í gleði sinni yfir því, að enn eitt árið ganga jólin í garð.

Gervi um næstu jól

Næst kaupum við gervi, það er skömm að því að vera að fella blessuð trén, sagði konan. Já, það er kannski rétt, sagði karlinn og klóraði sér í hausnum með hálfgert samviskubit.

Úr verkfalli í jólafrí?

Svo gæti farið að samningar í kennaradeilunni takist á næstu dögum og kennarar geti því náðarsamlegast snúið til vinnu á ný, beint inn í tveggja vikna jólafrí.

Ekki þarf að sanna aðdróttanir

Tveir af þremur dómurum Hæstaréttar sýknuðu í dag Sigurð G. Guðjónsson í máli sem Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, höfðaði á hendur Sigurði vegna þess sem hann taldi ærumeiðandi aðdróttanir í sinn garð í blaðagrein.

Saga af barni sem dettur ofaní húsgrunn

Hugsaðu þér að þú sért að ganga meðfram fáfarinni götu þegar þú kemur að húsgrunni sem er fullur af vatni. Ástæða þess að þú ert þarna á gangi er að þú ert á leiðinni á fund. Þetta er mikilvægur fundur fyrir þig og þú ert klædd(ur) í jakkaföt/buxnadragt og góða skó. Þegar þú lítur yfir húsgrunninn sérðu að ungt barn er að leika sér í grunninum. Allt í einu gerist það að barnið dettur út í vatnið. Þér verður fljótt ljóst að barnið sem er ósynt er í töluverðri hættu. Jafnframt verður þér ljóst að enginn annar en þú getur komið barninu til hjálpar. Án þess að hugsa þig tvisvar um stekkur þú út í grunninn og bjargar barninu frá drukknun. … Eða hvað?

Næsti áfangi tímabær

Mönnum verður um þessar mundir tíðrætt um yfirvofandi niðursveiflu í efnahagslífi Íslendinga. Einkennist það tal af einhvers konar dómsdagshræðslu, að fyrr en seinna muni landsmönnum hegnast fyrir efnahagslega syndugt líferni.

Rök fyrir lágum fjármagnstekjuskatti

Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið nokkrum sinnum gert mismunandi skattprósentu fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts á laun að umtalsefni í forystugreinum. Blaðið hefur í raun óskað eftir rökum fyrir því hvers vegna fjármagnstekjur eru skattlagðar með öðrum hætti en launatekjur.

Pylsur og lýðræði

Pylsur eru að margra mati góðar og í huga sumra hreinn herramannsmatur. Pylsa með öllu hefur ákveðinn sess í íslenskri þjóðarsál og viss menningarathöfn að leggja sér hnossgætið til munns.

Hann Ari er lítill

Það getur verið pínlegt að vera ungur en þó er reyndar sérstaklega pínlegt þegar foreldrar, frændfólk og aðrir taka það upp hjá sér að rifja upp hina margvíslegu fávisku og klaufaskap sem einkenna bernskuna. Þetta er þó mun þolanlegra en þegar mæður og ömmur þrástagast á því hvað maður var sætur og krúttlegur sem barn. Þó verður að viðurkennast að það versta sem fyrir nokkurn mann getur komið er að barnaskapur þeirra og krúttlegheit verði efni í skáldskap – og ekki batnar það ef við ljóðið er samið lag og lagið verði að klassískri vögguvísu.

Flestir stóðust prófið

Í vikulegum og margverðlaunuðum sjónvarpsþætti Egils Helgasonar, Silfri Egils, í gær var rætt um framgöngu fjölmiðla í tengslum við vofveiflegan atburð sem þjóðin hefur ekki farið varhluta af síðustu vikur.

Tilviljanir eru ekki til

Tilviljanir eru ekki til í pólitík – allra síst í þeirri bandarísku. Allir atburðir eiga rætur að rekja til ákvarðana sem teknar eru með fyrirfram ákveðna hagsmuni í huga. Þessa staðreynd er afar mikilvægt að hafa í hug þegar skoðuð eru „mótmæli fjólmargra óánægðra“ kjósenda í Flórída-ríki vegna bandarísku forsetakosinganna.

Netið er fimmta valdið

Ekki þarf að fara mörgum orðum um áhrif fjölmiðla á þjóðmálaumræðu, hvort sem er á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar eru oftar en ekki kallaðir fjórða vald þjóðfélagsins, til viðbótar lagasetningar-, dóms- og framkvæmdarvaldi.