Samkeppni og samleggðaráhrif

Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt og ritað um starfsemi Samkeppnisstofnunar. Eins og í svo mörgum öðrum málum sem komið hafa upp á síðustu misserum hefur umfjöllun flestra ungra hægrimanna um starfsemi samkeppnisstofnunar endurspeglað einstaklega lítinn skilning þeirra á eðli markaða og barnslega ofurtrú þeirra á frelsi á öllum sviðum.

Á undanförnum misserum hefur mikið verið rætt og ritað um starfsemi Samkeppnisstofnunar. Eins og í svo mörgum öðrum málum sem komið hafa upp á síðustu misserum hefur umfjöllun flestra ungra hægrimanna um starfsemi Samkeppnisstofnunar endurspeglað einstaklega lítinn skilning þeirra á eðli markaða og barnslega ofurtrú þeirra á frelsi á öllum sviðum.

Ungir hægrimenn hafa til dæmis flestir fordæmt úrskurð samkeppnisstofnunar um að sameining Landsbanka og Búnaðarbanka myndi ekki standast lög. Hafa þeir haldið því fram að með úrskurðinum sé verið að koma í veg fyrir umtalsverð samlegðaráhrif sem koma myndu neytendum til góða í formi bættra viðskiptakjara.

Það mætti halda að ungir hægrimenn telji að bankarnir séu einhvers konar góðgerðarstofnanir sem skila auknum hagnaði vegna samlegðaráhrifa samviskusamlega til viðskiptavina sinna af einskærri góðmennsku. Nei, bankarnir eru engar góðgerðarstofnanir. Þeir eru fyrirtæki sem leitast við að hámarka hagnað sinn (a.m.k. verða þeir það þegar búið er að selja þá til einkaaðila). Lægri kostnaður bætir því að öðru óbreyttu ekki viðskiptakjör neytenda heldur eykur einfaldlega hagnað bankanna.

Viðskiptakjörin sem bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum ráðast ekki af kostnaði þeirra heldur af samkeppninni sem ríkir um viðskiptavini þeirra. Banki býður viðskiptavini sínum eins slæm viðskiptakjör og hann kemst upp með án þess að missa viðskiptavininn vegna þess að þannig hámarkar hann hagnað sinn. Sameining Landsbankans og Búnaðarbankans myndi minnka samkeppni um fjármálaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja og þess vegna leiða til þess að bankarnir byðu viðskiptavinum sínum verri viðskiptakjör ekki betri. Sameiningin myndi því auka hagnað bankanna bæði vegna samlegðaráhrifanna en einnig á kostnað viðskiptavina bankanna vegna minni samkeppni. Þessi atriði virðast ungir hægrimenn ekki skilja.

Reyndar grunar mig að sumir ungir hægrimenn skilji þessa röksemdafærslu alveg. Ástæða þess að þeir berjast gegn sameiningu bankanna er að í þeirra augum er óheft frelsi frelsisins vegna mikilvægara markmið en aukin hagsæld. Því á ríkið í þeirra augum ekki að setja aðilum á markaði skorður þótt það leiði til aukinnar hagsældar.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.