Saga af barni sem dettur ofaní húsgrunn

Hugsaðu þér að þú sért að ganga meðfram fáfarinni götu þegar þú kemur að húsgrunni sem er fullur af vatni. Ástæða þess að þú ert þarna á gangi er að þú ert á leiðinni á fund. Þetta er mikilvægur fundur fyrir þig og þú ert klædd(ur) í jakkaföt/buxnadragt og góða skó. Þegar þú lítur yfir húsgrunninn sérðu að ungt barn er að leika sér í grunninum. Allt í einu gerist það að barnið dettur út í vatnið. Þér verður fljótt ljóst að barnið sem er ósynt er í töluverðri hættu. Jafnframt verður þér ljóst að enginn annar en þú getur komið barninu til hjálpar. Án þess að hugsa þig tvisvar um stekkur þú út í grunninn og bjargar barninu frá drukknun. … Eða hvað?

Hugsaðu þér að þú sért að ganga meðfram fáfarinni götu þegar þú kemur að húsgrunni sem er fullur af vatni. Ástæða þess að þú ert þarna á gangi er að þú ert á leiðinni á fund. Þetta er mikilvægur fundur fyrir þig og þú ert klædd(ur) í jakkaföt/buxnadragt og góða skó. Þegar þú lítur yfir húsgrunninn sérðu að ungt barn er að leika sér í grunninum. Allt í einu gerist það að barnið dettur út í vatnið. Þér verður fljótt ljóst að barnið sem er ósynt er í töluverðri hættu. Jafnframt verður þér ljóst að enginn annar en þú getur komið barninu til hjálpar. Án þess að hugsa þig tvisvar um stekkur þú út í grunninn og bjargar barninu frá drukknun. … Eða hvað?

Nú eru 12.000 kr. skórnir þínir ónýtir fyrir vikið, buxurnar, sem kostuðu aðrar 8.000 kr., rifnar þar sem þær flæktust utaní járntein í öllum æsingnum og í þokkabót verðurðu sein(n) á fundinn. Það var kannski ekki þess virði að vera að leggja þetta á sig eftir allt saman. … Eða hvað?

Nei, hvaða endemis vitleysa! Hvaða heilvita maður með vott af siðferði hlýtur að meta líf barns meira en skitnar 20.000 kr. … Er það ekki annars?

Nú er ég viss um að hver einn og einasti sem les þessa grein er á þeirri skoðun að sá sem setur það fyrir sig að bjarga barni úr bráðum lífsháska vegna þess að það kostar hann buxur og skó er ekkert annað en siðlaust illmenni. Og ég er jafn viss um það að flestir myndu bregðast við á svipaðan hátt jafnvel þótt barnið væri ekki beint fyrir framan augun á þeim. Ef þau vissu að einhvers staðar væri barn í slíkri neyð sem hægt væri að bjarga með ekki meiri tilkostnaði en 20.000 kr. myndu flestir gera það. … Eða hvað?

Allir vita að slík börn eru til í þriðja heiminum (og það í þúsundatali) þótt flestir kjósi að gleyma tilvist þeirra. Og fæst gefum við að jafnaði 20.000 kr. í þróunaraðstoð þótt sú upphæð gæti hæglega nýst til þess að bjarga lífi margra barna sem þjást af auðlæknanlegum sjúkdómum eins og lömunarveiki eða malaríu. Samt sem áður teljum við hvert annað líklega ekki til siðlausra illmenna. Hvernig stendur á þessum mun? Getur verið að okkur finnist að líf barna í fátækum þróunarríkjum séu minna virði en líf barna sem leika sér í húsgrunnum á Íslandi? Getur verið að okkur finnist líf slíkra barna ekki einu sinni 20.000 kr. virði? Er ekki í raun hræsni að telja þann sem lætur barnið drukkna siðlaust illmenni en eyða síðan sjálf(ur) tugum ef ekki hundruðum þúsunda í að kaupa sér stærri og fleiri sjónvörp, dýrari og flottari bíla, ný föt vegna þess að þau sem maður á eru ekki lengur í tísku, o.s.fr., á meðan börn deyja sem annars hefði verið unnt að bjarga.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.