Vegbrjótar

Þegar fyrstu vefnaðarvélarnar litu dagsins ljós í upphafi iðnbyltingar tóku einhverjir verkamenn sig til og skemmdu þær enda töldu þeir vélarnar vera hafa af sér atvinnu. Voru þeir kallaðir vélbrjótar. En þótt okkur nútímafólki finnst þessi tiltekna andstaða við framfarir hafa verið fáranleg og þótt vélbrjótarnir sjálfir hafi orðið einhvers konar brjóstumkennanlegir kjánar mannkynssögunnar þá lifa hugmyndir þeirra, og lifa vel.

Ruslpóstur 10 ára

Nú eru um 10 ár liðin síðan að lítil lögfræðistofa í Arizona sendi út fjöldapóst á nokkrar spjallrásir þar sem þjónusta hennar var auglýst. Þar með hófst saga ruslpóstsins.

Fundarstjóri, góðir gestir

Hádegisverðarfundur var haldinn í hádeginu í Iðnó um frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Að fundinum stóð sami hópur og hefur staðið að undirskriftasöfnun gegn frumvarpinu á vef Deiglunnar, www.deiglan.com/undirskrift. Hér er birt ræða Andra Óttarssonar, lögmanns og aðstoðarritstjóra Deiglunnar, sem hann flutti á fundinum.

Loksins, loksins

Í vikunni var tilkynnt að Þjóðminjasafnið yrði opnað aftur þann 1. september á þessu ári eftir sex ára viðgerðartíma. Engu hefur verið til sparað enda hafa framkvæmdirnar kostað um milljarð króna

Stjórnunarhættir fyrirtækja

Nýjasta fyrirbærið sem náð hefur fótfestu hér á landi er hugtakið „stjórnunarhættir fyrirtækja“ eða Corporate Governance eins og það heitir á frummálinu.

Blindir fá sýn

Flest okkar sem þetta lesum, gerum það á stórum og góðum skjá í fullum litum og með öllum þeim þægindum sem því fylgir. Við vefhönnun gleymast oft að ekki eru allir svo heppnir , en einn hópur sem netið getur gefið mikið frelsi verður oft útundan, en þetta eru blindir einstaklingar.

Er Eurovision besta kosningakerfið?

Hvaða kosningakerfi er líklegast til að skila niðurstöðu sem endurspeglar best skoðanir kjósenda. Er það ef til vill kerfi sem svipar til Eurovision kosningarinnar sem allir kannast við – en af hverju „deux points“?

Frestum kosningum

Tíðindi síðustu vikna frá Afganistan hafa ekki verið ánægjuleg. Deilur á milli héraðshöfðingja hafa blossað upp með þeim afleiðingum að tugir manna hafa farist. Afganska stjórnin virðist veikburða og brá á það ráð að fresta fyrirhuguðum kosningum um nokkra mánuði. Við nánari athugun gætu það hins vegar reynst bestu tíðindi sem borist hafa frá Afganistan í lengri tíma.

Ráðherraleg óhlýðni

Í síðustu viku komst áfrýjunarnefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefði átt að ráða ákveðinn kvenkyns umsækjanda sem hæstaréttardómara í stað þess sem var ráðinn. Sagði áfrýjunarnefndin að kvenkyns umsækjandinn hefði verið mun hæfari til starfans.

Þjáningar Krists eru hluti fagnaðarerindisins

Kvikmynd Mel Gibson, The Passion of the Christ, hefur vakið óvænta athygli og fengið marga til að hugsa um hluti sem ef til vill höfðu ekki vakið sérstakan áhuga þeirra eða athygli áður. Pistlahöfundur segir að það að minnast þjáninga Krists á föstudaginn langa og hinnar fyrstu útdeilingar sakramentanna á skírdag sé jafn óaðskiljanlegur hluti af fagnaðarerindinu og fæðing Krists sem minnst er á jólum.

Páskahugvekja

„Við þurfum að vanda okkur alla daga og allar stundir í samskiptum okkar hvert við annað. Mesta ógnin í samskiptum manna og þjóða er trúarofstæki og þjóðernishroki,” segir Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson meðal annars í páskahugvekju á Deiglunni. Hann segist ekki hafa séð myndina – en er búinn að lesa bókina.

Annars flokks Íslendingar

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 96/2002. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að aðrar og strangari reglur gildi um útlendinga á ýmsum sviðum en Íslendinga.

Andmælum útlendingafrumvarpi

Vefrit og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafa myndað þverpólitíska samstöðu til að vekja athygli á meinlegum göllum í þingskjali 749.

Farðu beinustu leið í steininn!

Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um reynslulausn fanga eftir hina miklu umræðu upp á síðkastið en almenningi hefur skyndilega orðið það ljóst að það er erfiðleikum bundið að taka fanga sem brjóta skilyrði reynslulausnar aftur af götunni.

Anselm af Kantaraborg

Því verður varla haldið fram, að hann sé í hópi þekktustu heimspekinga sögunnar. En þrátt fyrir það, þá var Anselm af Kantaraborg einn merkasti heimspekingur miðaldar, og sönnun hans fyrir tilvist Guðs er án efa ein sú hugvitssamlegasta sem sett hefur verið fram.

Endalaust af olíu

Með reglulegu millbili birtast greinar þar sem því er spáð að olíubirgðir heimsins muni klárast innan nokkurra áratuga. En einhvern veginn fær maður aldrei á tilfininguna að þessar spár séu að rætast. Eldsneytisverð á Íslandi er ekki hátt vegna þess að olían sé fágæt munaðarvara heldur vegna þess hversu ofboðslega eldsneyti er skattlagt.

Óvænt uppspretta frelsis

Já, þetta er nú orðin meiri óvænta frjálslyndisuppsprettan, sjálft Alþingi Íslendinga. Frumvarp um lækkun áfengiskaupaaldurs er á góðri leið með að fljúga í gegn og annað, um afnám einkasölu á bjór og léttvín, hefur verið lagt fram. Það er gott að vera áfengisfrelsislúði í dag.

Um rétt til að sjá það sem annar á

Sumum nægir það að R-listinn hafi eitthvað á sinni stefnuskrá til að vera á móti því. Þannig hafa VefÞjóðviljinn og sumir sjálfstæðismenn fundið hinni svokölluðu þéttingu byggðar allt til foráttu. En þrátt fyrir að byggðastefna R-listans hafi ekki verið farsæl er þétting byggðar engu að síður góð hugmynd. Vandinn er sá að henni hefur ekki verið fylgt.

Menntamál Íslands

Síðastliðið haust flutti Páll Skúlason, rektor HÍ, ræðu við útskrift þar sem hann talaði um fjárhagsvanda skólans. Páll hafði verið á milli steins og sleggju…

Einkarekinn her

Í kjölfar morða á starfsmönnum bandarísks

öryggisfyrirtækis í Falluja í Írak í síðustu viku hefur kastljósið beinst að einkareknum her- eða öryggisfyrirtækjum sem eru annað eða þriðja stærsta „heraflið“ í Írak í dag með um 10 – 11 þúsund starfsmenn eða svipaðan fjölda og breski herinn.