Andmælum útlendingafrumvarpi

Vefrit og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafa myndað þverpólitíska samstöðu til að vekja athygli á meinlegum göllum í þingskjali 749.

Stöndum vörð um mannréttindi og virðingu fyrir réttindum einstaklinga óháð þjóðerni.

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga. Helsta tilefnið er sagt vera stækkun Evrópusambandsins til austurs. Núgildandi löggjöf um útlendinga er nokkuð ströng og þurfa innflytjendur og útlendingar sem dvelja hér lengur en þrjá mánuði að uppfylla fjölmörg skilyrði. Það er því langt frá því auðvelt fyrir útlendinga að setjast að hér á landi og tæplega hætta á að stækkun Evrópusambandsins opni flóðgáttir.

Nú hafa vefrit og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka myndað þverpólitíska samstöðu til að mótmæla ýmsu sem kemur fram í frumvarpi ráðherra, þingskjali 749. Deiglan hafði samband við Toshiki Toma, stjórnarmann í Fjölmenningarráði og Tatjana Latinovic, fulltrúa í stjórn Félags kvenna af erlendum uppruna, en þau félög sendu sameiginlegt álit á frumvarpinu til allsherjarnefndar Alþingis. Toshiki Toma hafði þegar hafið söfnun undirskrifta á heimasíðu sinni og Sigurður Hólm ásamt Kolbeini Stefánssyni á vefnum Skoðun.is. Deiglan leitaði liðsinnis ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna og helstu vefritanna til að mynda þverpólitíska samstöðu gegn frumvarpinu.

Niðurstaðan varð sameiginleg undirskriftasöfnun til stuðnings áliti Fjölmenningarráðs og Félags kvenna af erlendum uppruna (skammstafað WOMEN) ásamt kröfu þess efnis að Alþingi samþykki frumvarpið ekki í núverandi mynd.

Deiglan hvetur lesendur sína til að taka þátt í söfnuninni og fá sem flesta vini og vinnufélaga til þátttöku. Frumvarpið brýtur gróflega gegn mannréttindum innflytjenda og því verðum við að sýna samstöðu gegn því.

Farið á heimasíðu söfnunarinnar og lesið þar um efnisatriði frumvarpsins.

Hér má sjá gildandi útlendingalög og hér er hið slæma þingskjal nr. 749.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Bjarni Ólafsson og Brynjólfur Ægir Sævarsson. Ritstjórn Deiglunnar þakkar þátttakendum í verkefninu fyrir skjót viðbrögð og tekur fram að enn hafa ekki allir viðmælendur getað gefið endanlegt samþykki fyrir þátttöku vegna páskaleyfa. Verkefnið var sett af stað með mjög skömmum fyrirvara.

Eins og kom fram í upphafi og dyggir lesendur vita, hefur Deiglan fjallað mikið um málefni innflytjenda. Hér eru tenglar í nokkra slíka pistla eftir ritstjórn og ýmsa höfunda:

Skoðun Deiglunnar

Haturberar hét röð pistla um fordóma og klisjur sem notaðar hafa verið gegn útlendingum. Nr. 1, 2, 3,4 og 5

Taka útlendingar vinnu frá Íslendingum?

Um breska rannsókn á áhrifum erlends vinnuafls

Atvinnuleyfi eiga að vera í höndum launþega, ekki vinnuveitanda

Um málflutning flokks framfarasinna

Um málflutning þjóðernissinna

Um móttökur innflytjenda

Um uppgang útlendingahaturs í október 2002

Um könnun DV á viðhorfi til útlendinga

Um skyldunám útlendinga í íslensku

Um breytingu á lögum um ríkisborgararétt í apríl 2002

Um deilur Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Illuga Jökulssonar um málfrelsi rasista

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)