Um rétt til að sjá það sem annar á

Sumum nægir það að R-listinn hafi eitthvað á sinni stefnuskrá til að vera á móti því. Þannig hafa VefÞjóðviljinn og sumir sjálfstæðismenn fundið hinni svokölluðu þéttingu byggðar allt til foráttu. En þrátt fyrir að byggðastefna R-listans hafi ekki verið farsæl er þétting byggðar engu að síður góð hugmynd. Vandinn er sá að henni hefur ekki verið fylgt.

Sumum nægir það að R-listinn hafi eitthvað á sinni stefnuskrá til að vera á móti því. Þannig hefur VefÞjóðviljinn og sumir Sjálfstæðismenn fundið hinni svokölluðu þéttingu byggðar allt til foráttu. En þrátt fyrir að byggðastefna R-listans hafi ekki verið farsæl er þétting byggðar engu að síður góð hugmynd. Vandinn er sá að henni hefur ekki verið fylgt.

Það má ekki gleyma einu: Skipulag úthverfa með botnlöngum, safngötum, heilum andskota af grænum svæðum og bílastæðavíðáttum; skipulag sem miðast við bíla en ekki gangandi vegfarendur, slíkt skipulag er á engan hátt „stjórnlausara“ eða „frjálshyggjulegra“.

Einkaaðlilar leitast við að hámarka verðmæti eignar sinnar. Það hjálpar þegar hægt er koma fyrir 50 íbúðum í stað fimm. Þrátt fyrir að íbúð í blokk sé ódýrari en einbýlishús getur fjöldinn vegið þar hæglega upp á móti. Auðvitað ætti það að vera ákvörðun landeigandans hvernig hann ráðstafar því og hvar á því sé byggt (innan marka heilbrigðrar skynsemi).

Opinberir aðilar hafa kannski aðrar hvatir að baki ákvörðunum sínum en að hámarka verðmæti jarðanna og þess sem á þeim er byggt. Þeir geta því spanderað heilu hektörunum í dreifbýlisbyggð í þéttbýli. Nýlegt dæmi um skipulagningu Lundarreitsins í Kópavogi sýnir þetta vel. Eigandinn vildi byggja hátt en bæjarstjórn hlustaði á lýðinn og kom í veg fyrir það. Húrra fyrir frjálshyggjunni!

Mótmæli íslenskra íbúa snúast alltaf um það sama. Útsýni og aftur útsýni. Fólk virðist geta gert endalausar kröfur á að geta séð það sem enginn eða einhver annar á, og fengið kvörtunum sínum sinnt af fullri alvöru. Stjórnmálamenn lesa vælið vandlega yfir og lækka svo „ferlíkið“ um nokkrar hæðir. Og íhaldselítan kinkar kolli: „Útsýninu bjargað.“

Hvers vegna geta menn gert kröfu um það að einhver annar stilli byggingum sínum í hóf bara til þeir njóti útsýnisins sem íbúar þeirrar byggingar mundu ellegar njóta? Nú skal ekki segja að það megi ekki vera neinar takmarkanir á því hvernig menn megi nota lóð sína en hvers vegna geta menn „athugasemdað“ byggingu niður um 2 hæðir bara til að geta varið sína eigin sýn yfir Faxaflóann? Hvers vegna geta menn neytt náungann til að breyta húsinu sína vegna þess að þeim finnst það, of stórt, of ljótt, eða „ekki í stíl“.

Af hverju þurfa nýbúar alltaf að vera réttminni en íbúar?

Lögboðuð þétting byggðar er kannski ekki góð, en það er lögboðinn dreifing ekki síður. Í dag eru í gildi fjölmargar reglur um stærð húss m.t.t. lóðar, fjölda bílastæða, lofthæð, stærð minnsta herbergis, gluggafjölda. Allt reglur sem stuðla að dreifðri byggð.

Allt reglur sem koma í veg fyrir þétta byggð og tryggja mönnum hinn heilaga rétt til útsýnis. Réttinn til að sjá það sem annar á.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.