Sömu lög fyrir alla?

Kanadamenn standa frammi fyrir um margt merkilegu álitaefni þessa dagana, sem vakið hefur heitar umræður og ekki síður spurningar um fordóma í þjóðfélaginu. Hópur múslima vill fá að styðjast við löggjöf múslima sín á milli.

Köld vatnsgusa

Almenningur í aðildarríkjum ESB sýndi algjört áhugaleysi á sameiginlegum stjórnmálum sambandsins í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþingsins. Hver eru skilaboðin til evrópskra stjórnmálamanna?

Það er að hefjast hátíð!

Þetta ár, eins og öll önnur ár, kemur 17. júní, og hann nálgast óðfluga. Dagskráin í höfuðborginni er vegleg í ár enda ekki við öðru að búast á ári 100 ára afmælis heimastjórnar. Pistlahöfundur hefur nú sjaldnast eytt þessum merka degi í Reykjavík, enda mikil flökkukind og flestum sumrum ævinnar verið eytt annars staðar en í borginni. Það er þó eitt sem víst er og það er að 17. júní fer aldrei fram hjá manni sé maður á annað borð staddur á landinu. Íslendingar sjá um það!

Gleymdur merkisdagur

Ritstjórn Morgunblaðsins skammaði stúdenta heldur harkalega í leiðara þann 6. júní sl. Þar sagði m.a. að stúdentum hefði verið treyst fyrir því að halda fullveldisdaginn, 1. desember, í heiðri en aldrei náð deginum á flug. Tilefnið var sjómannadagurinn og hátíðarhöld í kringum hann.

einkamal.is

Það er langur vegur frá þeim dögum þegar piltar báðu feður um hönd stúlkna til dagsins í dag þar sem umtalsverður hluti þeirra sem þreifa sig áfram í tilhugalífinu leita á náðir stefnumótamiðlunar á netinu. Frat eða frábært mál?

Skammhlaup í rafmagnslýðræði

Georgíumaður nokkur, J. V. Djugashvili að nafni, lagði stund á tilraunastjórnskipun á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Eftir honum eru höfð fleyg orð: „Það er ekki fjöldi atkvæða sem telur, heldur hver telur atkvæðin.“

List eða tímaeyðsla?

Er knattspyrna list eða sóun á tíma og peningum? Pistlahöfundi er Evrópumótið í knattspyrnu hugleikið að þessu sinni.

VLFÁF

Það hefur sjaldan gefið neitt góða raun að ætla sér að koma einhverju í verk á föstudögum. Þeir sem standa í fyrirtækjarekstri eða hvers konar bissness vita hve ómögulegt það er að fá starfsfólk til hrista úr sér uppsafnaða áfengisspennu vikunnar og koma einhverju, bara einhverju í verk.

Fyrir fimmtán árum

4. júní síðastliðinn var atburðanna á Torgi hins himneska friðar minnst um allan heim. Á þessum degi fyrir 15 árum hafði fjöldi fólks komið saman á torginu af frumkvæði stúdenta, til að krefjast umbóta í átt til lýðræðis og til að gagnrýna stjórn kommúnista í Kína.

Genalækningar…framtíðin eða fjarlægur draumur?

Genalækningar eru sú lækningameðferð sem hvað mestar vonir hafa verið bundnar við í framþróun læknavísinda á liðnum árum. En eru þær framtíðin, eða bara fjarlægur draumur?

Viðvarandi ábyrgðarleysi kennaraforystunnar

Að óbreyttu hefst enn eitt kennaraverkfallið 20. september næstkomandi. Hugarfar forystumanna kennara í baráttu fyrir bættum kjörum skjólstæðinga sinna er í senn úrelt og skaðlegt.

Útflutningur hugbúnaðar

Á þriðjudaginn birti Seðlabanki Íslands árlega skýrslu sína um útflutning hugbúnaðarfyrirtækja árið 2003. Miðað við þessar tölur frá Seðlabankanum má segja að íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum hafi ekki gengið of vel að selja sínar vörur á erlendri grundu. Sé þetta skoðað í alþjóðlegu samhengi kemur Ísland betur út.

Kaffihúsastrompar

Af hverju er sumu fólki sama þótt ég reyki, og leyfi öðrum að reykja heima hjá mér, en vill alfarið banna mér að reykja, og leyfa öðrum að reykja, í öðru húsnæði í minni eigu, einfaldlega vegna þess að þar rek ég kaffihús?

Málskot og þjóðaratkvæði

Eftir örfáar vikur verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, hin fyrsta í sögu lýðveldisins. Mikilvæg álitamál eru uppi varðandi atkvæðagreiðsluna og málskotsréttinn sem forsendu hennar.

Skilvirkar netundirskriftir

Undanfarið hefur töluvert verið rætt um undirskriftalista á netinu og virkni þeirra. Yfirleitt hefur þetta verið undir merkjum þess að listarnir séu töluvert óöruggari en það sem gengur og gerist almennt með slíka lista.

75% vitleysa

Þær hugmyndir sem fram eru komnar um lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslum eru afar vitlausar. Í þessu tilfelli er auðvelt fyrir alla kjósendur að átta sig á hversu vitlausir þessir ólíku þröskuldar eru: Jafnvitlausir og prósentutalan sem til þeirra svarar.

Hreinn bögglingur

Frá því að forsetinn beitti neitunarvaldi sínu á fjölmiðlalögin í síðustu viku eru nokkur atriði sem hafa verið að bögglast fyrir þjóðinni. Í fyrsta lagi hefur undanfarin ár og áratugi ævinlega verið talað um neitunarvald forsetans til dæmis skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði bók fyrir tíu árum síðan um þróun íslensku stjórnarskrárinnar þar sem talað er um þennan rétt sem neitunarvald eða synjunarvald, en í sjálfu sér skiptir það ekki máli þar sem að neita og synja er í sjálfu sér sami hluturinn.

Ronald Reagan

Ronald Reagan, ein elskaðasta en jafnframt umdeildasta persóna síðustu áratuga, lést í gær eftir áralanga baráttu við Alzheimer’s sjúkdóm. Hann var 93 ára að aldri. Hans verður minnst fyrir mikla mælsku, húmor og sem öflugs baráttumanns fyrir frjálshyggju og gegn kommúnisma.

Misnotkun á málskotsrétti

Síðastliðinn miðvikudag varð grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipan. Ekki var það stjórnarskrárgjafinn sem stóð að þeirri breytingu heldur tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson um breytinguna á blaðamannafundi á Bessastöðum.

Endurtekin saga?

Rúmlega milljón manns hefur verið hrakin frá heimilum sínum og eru á flótta og allt að þrjátíu þúsund hafa drepist í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan.