Látum þær endast

Nýjustu tölvurnar eru flottar en til hvers að kaupa sér nýja tölvu annað hvert ár. Virkuðu ekki stýrikerfin eða ritvinnsluforritin fyrir tveimur árum?

Ef þú lest þetta er það vegna þess að elsta tölvan í flotanum fór í gang! Í því herbergi sem þetta er upphaflega skrifað á pappír eru 4,5 tölvur, nokkuð margir harðir diskar, svona 50 metrar af snúrum, Hvannadalshnjúkur af geisladiskum auk annarra fylgihluta. Samt hafa tilraunir til að ræsa yngri tölvur ekki virkað, þetta er því líklega seinasta vonin til að skrifa þennan pistil. Sú elsta er með gamalt stýrikerfi (win 98) og hefur ekki verið ræst síðan 2002 en þó er samt smá von um að pistillinn birtist á réttum tíma.

Það sem er af tölvum í þessu herbergi eru tölvur sem undirritaður hefur safnað að sér á undförnum árum, bæði eigin og frá öðrum sem hafa verið gefnar vegna slappleika. Flestar hafa mátt þola einhverskonar “aflimum” eða þá að þær eru opnar og vírar standa úr þeim. En það er auðvitað það sem alvöru nördar vilja sjá: prentplötur. En það er ein spurning sem þetta vekur en hún er um líftíma tölvanna sem er ekkert ofboðslega langur.

Samsæriskenningamenn eru duglegir að plotta gegn hugbúnaðarrisunum. Afhverju er þurfum við tölvur annað hvert ár? Gátum við ekki notað Windows, Word, bókhaldsforritið okkar eða önnur forrit fyrir tveimur árum? Vorum við ekki jafn ánægð með nýju tölvuna okkar þá eins og við erum með okkar nýju tölvu í dag. Eða af hverju er tveggja ára tölvan okkar svona léleg núna? Bara af því að önnur betri er til?

Undanfarið hafa aðilar verið að benda á kostnaðinn við þetta. Í rannsókn sem gerð var á hráefnum sem ein tölva þurfti kom í ljós að hún þarf um 2 tonn á hráefni. Þar af eru 1,8 tonn af vatni Að gera einn 1,3 gramma minniskubb þarf 1,3 kg af jarðefnaolíu en í það heila þarf 240 kg til að framleiða tölvu. Evrópusambandið hefur áhyggjur af þessu og ætlar að krefjast endurvinnslu á tölvum fyrir næsta ár, og aðrir tala um að þetta sé “næsta stóra umhverfismál”.

Verðlag á tölvum gerir það mjög einfalt einfaldlega að kaupa nýja tölvu. Oftast dugar hins vegar að kaupa nýja íhluti eins og örgjörva og/eða móðurborð. Oft er heldur ekki þörf fyrir þær tölvur sem við viljum fá. Eldri tölvur duga oft mjög vel fyrir þá vinnu sem við erum að nota þær í og gildir þá stundum að seint koma sumir en koma þó.

————-

Partalistinn

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.