Níundi áratugur síðustu aldar í íslenskum stjórnmálum ætti að nefna áratug Steingríms Hermannssonar. Allan þann áratug sat Steingrímur sem ráðherra í alls fjórum ríkisstjórnum þar af voru tvær ríkistjórnir undir hans forsæti. Steingrímur gegndi þar fyrir utan embætti sjávarútvegs- og samgönguráðherra og utanríkisráðherra.
Það stendur skrifað að góður vinur haldi yfir þér hlífiskildi ef þú biður hann um það. Traustur vinur skýtur þér hins vegar í hvarf að þér forspurðum.
Á síðustu misserum hafa Framsóknarmenn náð merkilega góðum árangri í hvers konar þrasi og innanflokksdeilum. Sjást átökin út um allt innan flokksins. Í apríl náðu Framsóknarmenn síðan ákveðinni “bestun” í þrasi í hinu svokallaða Stóra Kanínumáli.
Ólíkir flokkar í ólíkum löndum beita ólíkum brögðum til að laða til sín kjósendur. Framsóknarflokkurinn hefur nú í tvennum Alþingiskosningum í röð háð baráttu sem felst í því að láta almenning vorkenna sér.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hefur á undanförnum mánuðum gagnrýnt Seðlabanka Íslands ítrekað fyrir að hækka vexti. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vaxtahækkanir Seðlabankans um þessar mundir orsakast alfarið af Kárahnjúkavandanum sem er Halldóri sjálfum að kenna meira en flestum öðrum.
Í ágætri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, segir að Kleppur sé víða. Á sama hátt og geðveiki er ekki bundin við einn stað, er framsóknarmennsku að finna víðar en í Framsóknarflokknum.
Margt hefur breyst frá árinu 1886 þegar 1. maí öðlaðist fyrst sess sem baráttudagur verkalýðsins. Kjör launafólks hafa stórbatnað, vinnutími hefur styst og aðbúnaður og öryggi á vinnustöðum hafa tekið stakkaskiptum. En baráttuaðferðir verkalýðsins hafa lítið breyst. Enn er boðað til verkfalla með jöfnu millibili og þjóðfélagið sett á annan endann. Og enn eru allsherjarsamningar með tilheyrandi verðsamráði reglan. Er ekki kominn tími til þess að reglur um vinnumarkaðinn verði endurnýjaðar í takt við nýja tíma?
Í dag er liðið eitt ár síðan Pólland og níu önnur ríki gengu í Evrópusambandið. Á slíkum tímamótum er við hæfi að líta yfir farinn veg og skoða hvernig til hefur tekist. Skemmst er frá því að segja að spár bölsýnismanna úr röðum ESB-andstæðinga rættust ekki.
Þættirnir Vinir hófu göngu sína í september 1994 og fjölluðu í byrjun um sex einstaklinga á þrítugsaldrinum, líf þeirra og ástir í New York. Ekki þarf að fjölyrða mikið um efnistök þáttanna því þau eru nánast öllum Íslendingum undir sjötugu kunn.
Vatnaskil urðu í umræðu um læknavísindi í vikunni þegar bresku lagalávarðarnir komust að þeirri niðurstöðu að löglegt væri að búa til sérhönnuð börn og er helgarnesti dagsins sérhannað í tilefni dagsins.
Þingmenn Framsóknarflokksins ganga nú um sem hvítþvegnir englar eftir að hafa birt opinberlega sérvaldar upplýsingar um fjárhagsmálefni sín.
Hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur vart farið framhjá neinum og hefur þróunin verið ævintýri líkust. Skiptar skoðanir eru um hversu jákvæð þróunin er og ekki er úr vegi að velta því fyrir sér hverjir hagnist á hækkununum og hverjar séu afleiðingar hennar.
Efasemdamenn alþjóðavæðingar lifa gjarnan í þeirri trú að ábatar alþjóðavæðingar falli einungis í skaut vesturvelda og stórfyrirtækja sem nýti sér ódýrt vinnuafl í þróunarlöndum til þess að græða. Gallin er bara sá staðreyndirnar tala allt öðru máli.
Undanfarið hefur verið töluverð umræða um lén með íslenskum stöfum og að aðilar hafi ekki verið að nýta sér að skráningu á lénum með séríslenskum stöfum. Fyrirtæki hefur tekið að sér að benda á þetta með því að skrá nokkur algeng lén eins og RÚV.is og senda áminningar í fjölmiðlum.
Nú á að fara reisa nýja flugstöð í Vatnsmýri, sem verður vafalaust falleg viðbót við hraðbrautina sem þar er nú verið að leggja. Af atburðum undanfarinna vikna má sjá að borgarfulltrúar meirihlutans hafa endanlega gefist upp á því að breyta Reykjavík úr sveit í borg. Þar með er líka farin eina ástæðan sem hugsanlega gat fengið vel gefið fólk til að kjósa R-listann.
Og Vodafone auglýsir nú grimmt nýja þjónustu, „Og 1″, og vísar þá væntanlega til þægindanna við að vera með allt á einum stað. En hvers vegna ætli það sé sem fyrirtæki leggja mikið upp úr því að auglýsa einfaldar gjaldskrár, en miklu minna úr því að bjóða upp á þær?
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst um helgina. Landslag deildarinnar hefur tekið töluveröum stakkaskiptum fra því á síðasta keppnistímabili og ber þar hæst flutningur Shaquille O’Neal til Miami frá Los Angeles. Í upphafi úrslitakeppninnar er við hæfi að spá í spilin og athuga hvaða lið eru sigurstranglegust.
Í gær var liðinn áratugur frá því að núverandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst. Það sannast á verkum þessarar ríkisstjórnar að þá farnast heildinni best þegar einstaklingunum er gefið frelsi til að finna kröftum sínum viðnám.
Þegar menn heyra nafn Benjamíns Franklins tengja þeir það stundum við forsetaembætti Bandaríkjanna. Hann gengdi þó aldrei því embætti en hefur verið talinn einn klárasti og mikilsmetnasti bandaríkjamaður allra tíma. Hér verður farið gróflega yfir helstu æviatriði.
Það er róstursamt í Suður-Ameríku og í helgarnesti dagsins er fjallað um fyrrum forseta Ekvador sem snéri nýverið úr útlegð vegna spillingarmála.