Jói og vinir hans

Þættirnir Vinir hófu göngu sína í september 1994 og fjölluðu í byrjun um sex einstaklinga á þrítugsaldrinum, líf þeirra og ástir í New York. Ekki þarf að fjölyrða mikið um efnistök þáttanna því þau eru nánast öllum Íslendingum undir sjötugu kunn.

Jói, Jóna og Mikki

Þættirnir Vinir hófu göngu sína í september 1994 og fjölluðu í byrjun um sex einstaklinga á þrítugsaldrinum, líf þeirra og ástir í New York. Ekki þarf að fjölyrða mikið um efnistök þáttanna því þau eru nánast öllum Íslendingum undir sjötugu kunn.

Þættirnir urðu fljótt geysivinsælir og héldu sæti sínu á toppnum sem vinsælustu þættirnir með mest áhorf í nánast öll þau 10 ár sem þeir voru framleiddir. Fljótlega eftir frumsýningu þeirra vildu stjörnurnar fá hærri laun (Who can blame them – þau voru bara með u.þ.b. $10 þús. hvert í byrjun). En sú tækni sem stjörnur þáttanna notuðu við kjarasamninganna var ný af nálinni. Þau gerðu öll sömu kröfurnar og stóðu saman um þær en fram að því hafði yfirleitt verið ein stjarna í helstu þáttum sem hafði hæst launin. En framleiðslu þáttanna var hætt vorið 2004 og var síðasti þátturinn sýndur í maí það ár. Þá fjölluðu þættirnir reyndar um sex einstaklinga á fertugsaldrinum, líf þeirra og ástir í New York.

Þau Marta Kauffman og David Crane skrifuðu fyrstu þættina og ýttu þeim úr vör þannig að ætli það megi ekki segja að þau séu foreldrar sexmenninganna. En gæti þeim hafa þótt vænna um eitt barnið sitt, Joey eða Jóa?. Þau hafa sennilega hugsað með sér að ekki væri hægt annað en að reyna að mjólka kúnna á meðan hún gaf eitthvað og þættirnir „Jói“ urðu til.

Matt LeBlanc lék Jóa í Vinum og var að sjálfsögðu fyrsti kostur í hlutverk hans í hinum nýju þáttum. Þættirnir hefjast á því að Jói flytur frá New York til Los Angeles – draumaborgar leikarans og freistar gæfunnar. Þar hittir hann fyrir systur sína, Ginu (Drea de Matteo) eða Jónu og son hennar Michael (Paulo Costanzo) eða Mikka.

Jóna er hárgreiðslukona að reyna að koma sér áfram í Hollywood og Mikki er nörd fjölskyldunnar, allt öðruvísi en allir aðrir meðlimir hennar. Önnur persóna í þáttunum er Alex (Andrea Anders), nágranni Jóa. Líf þessara 4 einstaklinga fléttast síðan skemmtilega saman á óhóflega kómískan máta á köflum. Þegar maður horfir á þessa þætti og fylgist með Jóa í tilraunum sínum til að komast áfram á framabrautinni í Hollywood þá hugsar maður hvort það geti í raun og veru verið til einhver sem jafn vitlaus og hann. Hann er það vitlaus, en hver veit hvað til er í ameríku. Fyndinn er hann.

Eftir að hafa horft á fyrstu seríu þá verð ég að segja að nokkuð vel hefur tekist til með framleiðslu þáttanna. Þeir þjóna sínu hlutverki sem gamanþættir sem hægt er að horfa á án þess að hugsa mikið nokkuð vel. Það rekast á misraunveruleg atvik úr lífi aðalpersónanna og einhvernvegin er alltaf hægt að finna húmorinn í leiðinda uppákomum sem við öll könnumst við. Auðvitað er engin leið að samsvara sig með þessu fólki en gaman er að horfa.

Þættirnir eru ekki nálægt því jafngóðir og Friends en á meðan maður er að venjast því – og maður er enn að venjast því – að Vinirnir eru farnir, þá er flott að geta gírað sig niður og horft á Jóa.

Latest posts by Jón Helgi Erlendsson (see all)