Hverjir hagnast mest á alþjóðavæðingu?

Efasemdamenn alþjóðavæðingar lifa gjarnan í þeirri trú að ábatar alþjóðavæðingar falli einungis í skaut vesturvelda og stórfyrirtækja sem nýti sér ódýrt vinnuafl í þróunarlöndum til þess að græða. Gallin er bara sá staðreyndirnar tala allt öðru máli.

Efasemdamenn alþjóðavæðingar lifa gjarnan í þeirri trú að ábatar alþjóðavæðingar falli einungis í skaut vesturvelda og stórfyrirtækja sem nýti sér ódýrt vinnuafl í þróunarlöndum til þess að græða. Gallin er bara sá staðreyndirnar tala allt öðru máli.

Grundvallarþátturinn til að skilja ábata frjálsra viðskipta milli landa er sá að allar þjóðir búa yfir hlutfallslegum yfirburðum í framleiðslu á mismunandi afurðum. Þannig geta Íslendingar veitt fisk með minni tilkostnaði en Spánverjar. Að sama skapi geta Spánverjar ræktað ólífur með minni tilkostnaði en Íslendingar. Báðar þjóðirnar hagnast á því að sérhæfa sig í framleiðslu á vörum sem þeir geta framleitt með minni tilkostnaði en aðrir og flytja inn aðrar vörur.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ALLAR þjóðir búa yfir þessu hlutfallslegu framleiðsluyfirburðum. Þannig rækta bændur í Úganda blóm með litlum tilkostnaði og selja til Evrópu. Með þessu geta þeir keypt föt og mat fyrir ávinninginn í stað þess að reyna að vera sjálfum sér nógir um framleiðsluna. Ef Evrópuþjóðir koma í veg fyrir innflutning blóma frá Úganda í nafni verndarstefnu þarlends landbúnaðar eru þeir að dæma bændur í Úganda til fátæktar og sjálfþurftarbúskapar.

Við vitum öll að verkamenn í fátækum ríkjum fá ekki jafn mikið greitt og verkamenn á vesturlöndum. Gjarnan heyrast sögur af pakistönskum börnum sem handsauma fótbolta í verksmiðjum Adidas. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta ástand er einungis millibilsástand sem þessi ríki þurfa að fara í gegnum til þess að komast úr algjörri fátækt til ríkidæmis. Svipað ástand mátti finna í öllum löndum Evrópu þegar þau voru á leið sinni til iðnvæðingar á 19. öldinni. Jafnvel á Íslandi þurftu börn að vinna frá unga aldri og vinnulöggjöfin var lítil sem engin en með batnandi efnahag hurfu þessi vandamál smátt og smátt.

Staðreyndin er sú að í dag eru mörg fátæk ríki stödd á þessum sama stað og vesturveldin voru forðum. Þau hafa ekki efni á því að hafa jafn stranga vinnu- eða umhverfislöggjöf. Alþjóðavæðingin er leiðin til aukins hagvaxtar fyrir þessi ríki. Með auknum hagvexti kemur velmegun og vilji til þess að bæta vinnu- og umhverfismál.

En hversu langan tíma mun það taka þessi ríki að ná ríkidæmi vesturlandanna? Ekki lengi, svo framarlega sem að þau séu tilbúin til að taka alþjóðavæðingunni opnum örmum. Þannig hafa rannsóknir sýnt að þróunarríki sem opna efnahags- og viðskiptaumhverfi sitt gagnvart umheiminum upplifa að jafnaði fimm sinnum hraðari hagvöxt heldur en þau sem loka sig af. Að sama skapi er hagvöxtur mun hraðari hjá fátækum opnum hagkerfum en hjá ríkum hagkerfum, þannig fer munurinn milli þeirra minnkandi. Fátæk lokuð hagkerfi vaxa hins vegar hægar en þau ríku þannig að munurinn fer vaxandi. Gott dæmi um þetta er efnahagsþróunin í Ghana og Suður Kóreu.

Upp úr 1970 voru lífsgæði í Ghana og Suður-Kóreu afar svipuð og var landsframleiðsla á mann $ 250 í Ghana og $ 260 í Suður-Kóreu. Árið 1998 var staðan orðin allt önnur. Suður-Kórea var orðið 12 stærsta hagkerfi heims með landsframleiðslu $ 8.600 á mann með um 8% hagvöxt á árunum 1968 – 1998. Ghana var enn á meðal fátækustu ríkja heims með um $ 390 landsframleiðslu og 1,5 % hagvöxt á árunum 1968 – 1998. Ástæðan fyrir þessum mikla mun var að Suður-Kórea opnaði algjörlega efnahagskeri sitt á meðan að Ghana einangraði sig frá umheiminum.

Niðurstaðan er sú að þegar við kaupum blóm, fótbolta eða föt framleidd í fátækum ríkjum þá erum við að hjálpa þeim. Með því að hefta innflutning á vörum þeirra í krafti innlendrar verndarstefnu þá erum við svipta íbúa þessara landa lífsviðurværi þeirra og neyta þeim um það tækifæri að fá að komast til betri lífskjara. Næst þegar þú leiðir hugann að því hvar varan sem þú keyptir var framleidd hugsaðu um þá sem þú hjálpaðir með kaupum á henni.

Latest posts by Ýmir Örn Finnbogason (see all)