NBA: Í upphafi skal endinn skoða

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst um helgina. Landslag deildarinnar hefur tekið töluveröum stakkaskiptum fra því á síðasta keppnistímabili og ber þar hæst flutningur Shaquille O’Neal til Miami frá Los Angeles. Í upphafi úrslitakeppninnar er við hæfi að spá í spilin og athuga hvaða lið eru sigurstranglegust.

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst um helgina. Landslag deildarinnar hefur tekið töluveröum stakkaskiptum fra því á síðasta keppnistímabili og ber þar hæst flutningur Shaquille O’Neal til Miami frá Los Angeles. Í upphafi úrslitakeppninnar er við hæfi að spá í spilin og athuga hvaða lið eru sigurstranglegust.

Í vesturdeildinni bar það einna helst til tíðinda i vetur að lið Los Angeles Lakers, með Kobe Bryant í broddi fylkingar, komst ekki i úrslitakeppnina. Brottahvarf Shaquille O’Neal sem og annarra lykilmanna eins og Karl Malone hefur vegið þungt ásamt því sem félagið hefur verið i vandrædum med þjálfara á tímabilinu eftir að Phil Jackson lét af störfum (eða var ekki endurráðinn) eftir síðasta tímabil. Í framhjáhlaupi er rétt að benda körfuboltaáhugamonnum á bók Phil Jackson “The last season” sem kom út á síðasta ári. Þar fjallar hann um síðasta tímabil sitt hjá Lakers og er óhætt að segja að bókin sé hin fróðlegasta lesning fyrir okkur áhugamennina.

En nóg um það, snúum okkur að úrslitakeppni þessa tímabils. Lið Phoenix Suns hefur verið geysilega sterkt í deildinni í vetur og spilað mikinn og skemmtilegan sóknarbolta. Það eru því margir sem vilja sjá það ná langt í keppninni. Hins vegar hafa spekingar bent á að úrslitakeppnin snúist fyrst og fremst um sterkan varnarleik og þar gæti Phoenix lent í vandræðum a seinni stigum keppninnar. Hvað sem því líður er nánast öruggt að Phoenix mun sigra Memphis Grizzlies örugglega i fyrstu umferðinni. Spá 4-1.

Það verður Texas slagur þegar lið Dallas og Houston mætast. Þessi félög voru með fjórða og fimmta besta vinningshlutfallið í vesturdeildinni og státa bæði af nokkrum sterkum einstaklingum. Hjá Houston er fremstur í flokki skormaskínan Tracy McCraðy ásamt kínverska turninum Yao Ming en hjá Dallas eru það Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Michael Finley sem draga vagninn. Þessi viðureign getur farið á hvorn veginn sem er, en ég hallast að sigri Houston 4-2.

Seattle (3) og Sacramento (6) mætast i þriðju viðureigninni. Seattle liðið hefur komið talsvert á óvart í vetur með góðum árangri meðan Sacromento liðið hefur strögglað talsvert eftir nokkur ágæt undanfarin ár. Sacramento losaði í vetur sig við sína helstu stjörnu undanfarinna ára, Chris Webber og er því ljóst að forsvarsmenn liðsins ætla að byggja upp nýtt lið a næstu árum. Seattle vinnur þetta nokkuð örugglega 4-1.

Síðasta viðureignin í Vesturdeildinni er á milli San Antonio (2) og Denver (7). Denver hefur ekki riðið feitum hesti frá úrslitakeppni undanfarinna ára og sjaldnast komist i keppnina. Ungstjarnan Carmelo Anthony hefur rifið liðið upp úr öldudal og nú er svo komið að liðið hefur á að skipa nokkuð þéttum hópi leikmanna. San Antonio hefur hins vegar á að skipa afmælisbarni dagsins Tim Duncan. Duncan hefur reyndar verið meiddur seinni hluta tímabilsins og gæti það sett strik í reikninginn ef hann er ekki alveg heill heilsu. Liðin mættust fjórum sinnum i vetur og unnu sitt hvora tvo leikina. San Antoino mun klára þetta i fimm leikjum.

Þá að austurstrondinni. Fyrsta viðureignin er milli meistara Austurdeildarinnar, Miami Heat og New Jersey Nets sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti i úrslitakeppninni. Þo svo að Miami sé með mun betra vinningshlutfall en New Jersey, þá gæti þetta orðið ein af áhugaverðari viðureignum fyrstu umferðarinnar. Þetta er vegna þess að New Jersey hefur á að skipa tveimur af stærstu stjörnum deildarinnar Vince Carter og Jason Kidd. Að auki hefur liðið í fórum sinum Richard Jefferson, ungan leikmann sem leiðir liðið í stigaskori næst á eftir Carter. En Miami hefur Shrek NBA körfuboltans sín megin, Shaquille O’Neal. Ef að hann kemst í gírinn og beitir sér að fullu er ljóst að Miami mun ná langt. Dwayne Wade hefur verið að spila gríðarlega vel fyrir félagið í vetur og reynsluboltinn Eddie Jones gæti reynst félaginu dýrmætur. Miami hefur á að skipa nokkuð breiðum hópi leikmanna á meðan New Jersey leggur sitt traust að mestu á áðurnefnda þrjá leikmenn. Ég spái því að þessi viðureign fari í sjö leiki, en Miami hafi þetta.

Viðureign Chicago(4) og Washington (5) er einnig áhugaverð. Í fyrsta skipti síðan leiðir Micheal Jordan og Chicago Bulls skildu hefur Chicago sæmilegu liði á að skipa. Þeir eru ekki með neinn afgerandi leikmann en liðið er jafnt og breiddin ágæt. Hjá Washington fara þeir Gilbert Arenas og Larry Hughes fyrir sínu liði ásamt Antawn Jamison. Hér veðja ég að reynslan muni ganga í lið með Washington og þeir muni sigra í sex leikjum 4-2.

Boston (3) mætir Indiana Pacers (6) í áhugaverðum slag. Flestum körfuknattleiksáhugamonnum er sjálfsagt í fersku minni þegar hálft Indiana liðið var dæmt í keppnisbann síðasta haust vegna slagsmála við áhorfendur í Detroit. Það er mjög erfitt að spá um hvað gerist í þessari viðureign þar sem bæði félög hafa öfluga leikmenn í sínum röðum og sömuleiðis bærilega breidd. Hérna kastaði ég krónu og ákvað í kjölfarið að veðja Indiana í sex leikjum.

Síðasta viðureignin er svo á milli meistaranna í Detroit (2) og Philadelphia (7). Þessi viðureign er áhugaverð á svipaðan hátt og viðureign Miami og New Jersey. Detroit hefur mun betra vinningshlutfall en Sixers hafa Allan Iverson og Chris Webber. Hvort það muni nægja Philadelphia gegn gríðarsterku liði Detroit er óliklegt, en það mun í öllu falli gefa einvíginu meira skemmtanagildi. Að auki verður einvígið áhugaverðara fyrir þær sakir að fyrrum þjálfari Sixers, Larry Brown, er núna við stjórnvölinn hjá Detroit. Spá 4-1 fyrir Detriot.

Pistillinn var skrifaður fyrir fyrstu leiki fyrstu umferðar.

Latest posts by Birgir Hrafn Hafsteinsson (see all)