Auglýst eftir pabba

sdfdAbraham gat Ísak, Ísak gat Jakob, Jakob gat Júdam og Al Gore gat internetið. Hingað til hefur helgarnestið verið algjörlega sannfært um að Al Gore hafi fundið upp internetið, og að honum ættum við öll að þakka þetta undursamlega fróðleikstæki sem netið er í raun og veru.

Dagur í lífi Turing-prófs fallista

Breski stærðfræðingurinn Alan Turing hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Eitt af eftirminnilegri verkum hans var framsetning á prófi sem sker úr um hvort tölva hafi náð mannlegri greind. Hugmyndin er sáraeinföld: Maður skiptist á skriflegum skilaboðum við ósýnilegan viðræðenda (t.d. með tölvupósti eða tölvuspjalli). Ef maðurinn getur ekki gert greinarmun á því hvort hann er að ræða við tölvu eða manneskju, þá hefur tölvan staðist Turing-próf.

Þú ert númer 504 í röðinni…

Mun einkavæðing Símans verða til bættrar þjónustu eða heldur stofnanabragurinn áfram að ríða húsum?

Kosið um flugvöllinn

Eitt af stóru málunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor verður án ef framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar.

Þið platið mig ekki, kveðja Jói

Kosningaréttur einstaklinga er eitt öflugasta tæki sem þeir hafa yfir að ráða til að fá breytingar í gegn á hinu pólitíska landslagi.

Piparsveinn á ástarfleyi

Íslendingar virðast ekki ætla að vera neinir eftirbátar Bandaríkjamanna í þáttagerð. Innan tíðar munu hefja göngu sína hérlendis a.m.k. tveir þættir þar sem hugmyndir þeirra vestra eru fluttar hingað heim.

Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna fallinn frá

William Rehnquist, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, lést á laugardag, áttræður að aldri. Rehnquist átti langan og farsælan feril að baki, en hann sat í Hæstaréttinum frá 1972 og var forseti Hæstaréttar frá 1986. Völd Bandarískra Hæstaréttardómara eru mjög mikil og ljóst er að skipan eftirmanns hans verður umdeild.

Bjór í búðir fyrir 2006!

Baráttumenn frelsis, mannréttinda og almennrar gleði hafa lengi barist fyrir því að afnema einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis á Íslandi.

Iðnaðarleyndarmál frítt til Kínverja

Sókn Kínverja á vestræna markaði með kaupum á fyrirtækjum eins og Unocal og Maytag er efni margra blaðagreina upp á síðkastið. Ekki hefur verið hægt að opna dagblað án þess að heyra hve efnahagsvöxturinn í Kína hefur verið mikill eða hvaða kínverska bílafyrirtæki er næsta Toyota. En minna fer fyrir umræðu um ásókn kínverja í iðnaðarleyndarmál vestrænna fyrirtækja – sama hvernig farið er að.

Óafsakanlegt aðgerðaleysi

sdfdAfleiðingar fellibylsins Katrínar eru skelfilegar og verri en nokkurn óraði fyrir en þær afsaka þó alls ekki vítavert aðgerðaleysi bandaríkjaforseta og stjórnvalda í landinu.

Innflutningskvótar á pottaplöntur eru tímaskekkja

Innflutingskvóti fyrir einni pottaplöntu kostar 178 kr. Fyrir eitt kg af alifugli kostar innflutingskvóti 393 kr. Neytendur líða fyrir þessa innflutningstolla í formi hærra vöruverðs. Og hvaða rök eru eiginlega fyrir því að vernda innlenda framleiðslu á pottaplöntum og alifugli?

Borgaraleg fréttamennska

Í árdaga bloggins var mikið talað um hugtakið borgaraleg fréttamennska. Jafnvel var gengið svo langt að segja að bloggið myndi gera hefðbundna fjölmiðla óþarfa. Bloggarar myndu bjóða upp á fréttir beint frá viðburðum, sem væru óháðar valdi ritstjórna, eiganda eða annarra hugsanlegra áhrifavalda.

Gangavitleysa

sdfdHugmynd um Héðinsfjarðargöng sem tengja ættu Siglufjörð og Ólafsfjörð, hlýtur að teljast með ævintýralegri hugmyndum íslenskrar samgöngusögu.

Kínverski risinn mætti Íslendingum

Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætti liði Kínverja síðastliðinn sunnudag í Xian í fyrri leik liðanna af tveimur í Kína og fór seinni leikurinn fram í Harbin í gær þriðjudag. Þetta er í fyrsta skipti sem landsliðið keppir í Kína, en liðin hafa mæst þrívegis áður árið 1980 á Íslandi. Í það skiptið sigruðu Kínverjar tvo leiki, en Ísland einn. Á þeim tíma var lið Kína eingöngu skipað leikmönnum frá Mansjúríu-héraði.

„Hef oft séð það svartara“

Í skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær kom enn og aftur fram að Framsóknarflokkurinn er í dauðateygjunum. Merkilegast var þó að lesa um viðbrögð oddvita flokksins í borgarstjórn, sem greinilega gengur í myrkri, því hann taldi ástandið nú ekki vera svo slæmt enda „oft séð það svartara“. Pistlahöfundur á erfitt með að ímynda sér að staða stjórnmálaflokks sem virðist vera að þurrkast út hafi oft verið verri.

„Prófkjör snýst ekki um málefni!“

Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti í kaffisamsæti í Iðnó í gær að hann hyggðist sækjast eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í kosningum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Pistlahöfundi hefur þótt eftirtektarvert málefnaleysi frambjóðandans og furðar sig á því hér.

Eignarréttur og framtíðin

Fimmtudaginn 25. ágúst 2005 sótti ég fund á Nordica um eignarrétt og framtíðina. Fundurinn var á vegum RSE sem er nýstofnaður thinktank (hugsmiðja sbr. að leita í smiðju einhvers) um samfélags- og efnahagsmál.

Um vænisýki og vegna áhættu

sdfdLandbúnaðarráðherra synjaði nýlega beiðni um innflutning á nautakjöti frá Argentínu því hann taldi of mikla hættu á gin- og klaufaveiki, þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið nautakjötinu heilbrigðisvottorð og talið það eiga greiða leið á matardiska landsmanna.

Jarðsprengjur: ódýrar og auðveldar í framleiðslu!

Samkvæmt ICBL (International Campaign to Ban Landmines) kostaði áður einungis 1 dal (rúmar 60 krónur) og nú u.þ.b. 3 dali að framleiða eina jarðsprengju (þá væntanlega með mikla magnframleiðslu í huga) en hins vegar kostar meira en 1000 dali að finna hana og eyða eftir að henni hefur verið komið fyrir.

Nýlendustefna Breta – hin síðari!

Benidorm er borg sem að flestir Íslendingar þekkja eða hafa heyrt nefnda einhvern tímann á lífsleiðinni. Hún hefur skapað sér sess sem einn helsti áfangastaður sumarleyfisfara frá Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað. Sú staða þarf þó ekki að koma á óvart enda er borgin áhugaverð og strendurnar fallegar.