Slyppur og snauður iðnaður

Slippstöðin á Akureyri hefur verið endurreist með aðkomu nýrra fjárfesta og margir starfsmenn hafa þegar verið endurráðnir. Þessi viðreisn er vonandi bæði jákvæð fyrir starfsfólkið og skynsamleg fyrir hugrakka nýja fjárfesta. En það er deginum ljósara að vandi skipasmíðaiðnaðarins mun einungis aukast með árunum – sömuleiðis vandi íslensks iðnaðar sem byggir á mannaflsfrekum láglaunastörfum.

Maísól hins hjólandi manns

Umferðarslaufur, setja í stokk, hryggbrjóta Hringbrautina, Hvalfjarðargöng, mislæg gatnamót, tvöföldum hringveginn, þreföldum Reykjanesbrautina, Sundabraut, þreföldum Miklubraut og gerum hana ljóslausa – hvernig væri að hjóla? Með smá skipulagningu og tiltölulega litlum kostnaði gæti það verið alvöru valkostur við einkabílinn.

Baugsmálið

Svo virðist sem meginuppistaðan í Baugsmálinu hafi endanlega gufað upp í Hæstarétti í gær. Aðeins standa eftir átta atriði af fjörtíu og miðað við sögusagnirnar á síðustu árum þá hlýtur afrakstur ákæruvaldsins að teljast helst til rýr.

Var Katrín okkur að kenna?

Mikið mannfall og tíðni fellibylja hafa vakið upp spurningar hvort hækkun hitastigs á jörðinni sé um að kenna.

Sameinaðir föllum vér

Nú um helgina var kosið um fjölmargar sameingartillögur og voru langflestar þeirra kolfelldar. Þegar félagsmálaráðherra lagði af stað í þetta ferðalag fyrir um tveimur árum bjóst hann væntanlega við að meira biði sín á leiðarenda en stækkun Fjarðabyggðar og hugsanleg sameining Dalasýslu í eitt sveitarfélag. Niðurstaðan er því án efa mikill ósigur fyrir hann.

Einelti er helvíti á jörðu

Einelti er líklegast ein af þeim erfiðustu lífreynslum sem fólk getur lent í. Einelti getur skaða fólk fyrir lífstíð.Einelti getur verið andlegt og líkamlegt og oft er það andlega enn erfiðara því það er yfirleitt erfiðara á lækna sár sálarinnar en sár líkamans.

En hvað er einelti?

Af hverju má ég ekki vera með?

Mörg leikskólabörn í borginni sitja heima þessa dagana vegna manneklu á leikskólum borgarinnar. Á leikskólanum Austurborg þar sem ég þekki til eru öll börnin heima tæplega einu sinni í viku og fyrirkomulagið mun vera svoleiðis áfram uns hægt er að ráða í þau 5 stöðugildi sem upp á vantar.

Ha, flugvöllur?

Þögnin er að gera út af við mann. Öll umræða um eitt mest spennandi, óskipulagða svæðið í Reykjavík er annað hvort þöguð í hel eða týnist í þvaðri sem er gert til að leyna því hver raunveruleg skoðun viðmælanda er. Vilhjálmur, Gísli Marteinn, Stefán og Alfreð; vinsamlegast komið þessu á hreint fyrir næstu kosningar.

Án bindis á Alþingi

Í vikunni gerðist fáheyrður atburður á Alþingi. Flutt var –að því fróðir menn telja-fyrsta bindislausa ræðan í þinginu meðan á umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra stóð.

Skotnar snyrtivörur

Nýlega fjallaði breska blaðið The Guardian um sölu á collageni frá Kína. Það sem vakti athygli var ekki það hversu almenn notkun Collagens er orðin í lýtaaðgerðum og snyrtivörum sem slétta húðina og stækka varir heldur hvernig það er framleitt og úr hverju. Collagen frá Kína virðist vera unnið úr föngum eftir að þeir eru skotnir.

Hvernig þú getur komist hjá því að lesa tölvupóstinn þinn á forsíðu Fréttablaðsins

Í kjölfar birtingar Fréttablaðsins á meintum tölvupóstsamskiptum Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar sendi Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Póst- og fjarskiptastofnun opið bréf, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji „óhjákvæmilegt að stofnunin bregðist sérstaklega við til þess að tryggja öryggi á þessu sviði“ því það sé „mikilvægt að almenningur glati ekki trausti á rafrænum samskiptum og öðrum grunnþáttum upplýsingasamfélagsins“. Almenningur! leggðu við hlustir: Traust þitt á tölvupósti er á misskilningi byggt. Hann er ekki traustsins verður. Því er hins vegar auðvelt að breyta, strax, án stuðnings stofnanahækju samgönguráðherra.

Það er kominn tími til

Allt frá því Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda hefur mikið grettistak verið unnið í ríkisrekstrinum og hefur mörgum málaflokkum verið umbylti til hins betra. Fyrir liggur þó einn málaflokkur sem eftir situr eins og óhreint barn út í horni, landbúnaðarmálin.

Menntaskólinn við Austurvöll

Almennt held ég að það yrði skemmtilegt að setjast á Alþingi. Miðað við þann fjölda sem reynir slíkt gegnum prófkjör og Alþingiskosningar eru fleiri á svipaðri skoðun. Enda minnast margir framhaldsskólans sem skemmtilegs tíma og Alþingi virðist á margan hátt svipa til framhaldsskóla.

Hverjir mega heilaþvo börnin?

Margir hafa bölsótast yfir áformum Landsvirkjunar um að útbúa kennsluefni og samkeppni fyrir grunnskólabörn. Vissulega er nauðsynlegt að velja kennsluefni með gagnrýni en stjórnlyndis- og miðstýringaröflin mega ekki sitja ein að umræðunni.

Ómakleg gagnrýni á Seðlabankann

Sú ákvörðun Seðlabankans að hækka vexti um 0,75% í síðustu viku hefur talsvert verið gagnrýnd. Einar Oddur Kristjánsson sagði t.d. „lækningaraðferðir bankans [eru] hættulegri en sjúkdóminn“ og að „aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu“ heldur „í mesta lagi frestað henni.“ Þessi viðhorf virðast vera nokkuð útbreidd á Íslandi.

Baráttan um fólkið

Í Markaðinum, viðskiptablaði fréttablaðsins síðastliðinn miðvikudag voru tvær fréttir sem áttu skilið alla athygli manns. Þær fjölluðu annars vegar um ráðningu Actavis á og hins vegar um ráðningu Atlanta á fjármálastjórum. Í báðum tilfellum voru erlendir ríkisborgarar með mikla reynslu af alþjóða viðskiptaheiminum ráðnir.

Höfum við gengið til góðs?

Framfarir og þróun er viðkvæðið hjá mörgum spjátrungnum þessa dagana. Internet og veraldarvefur ku hafa bætt lífsgæði margra landsmanna og geimsímar gera fólki kleift að hringja í kunningja sína á ferð og flugi, hvort sem þeir eru á gönguferð á Laugaveginum í Reykjavík eða Laugaveginum upp af Þórsmörk. En á stundum er of langt gengið.

Stolnir tölvupóstar

Undanfarið hefur farið fram töluverð umræða um tölvupóst og öryggi hans. Svo virðist sem ýmsir haldi að mjög auðvelt sé að nálgast tölvupósta hvort sem þeir eru sendir eða mótteknir. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er ekki einfalt og menn þurfa að hafa töluverða kunnáttu til að brjótast inn í slík kerfi, hins vegar er oftar um kæruleysi eiganda póstsins að ræða.

Óhlutbundnir kvarðar

sdfdÍ helgarnesti dagsins er fjallað um hvort það er heppilegt að menn notist við sömu kvarða í daglegu lífi eða hvort listrænt mat hvers og eins á breidd og vídd tilverunnar sé hugsanlega góðra gjalda vert.

Sýndarfólkið

Á undanförnum árum hafa þeir arkítektar sem keppa í opinberum samkeppnum uppgötvað það trikk að bæta við fólki inn á tölvugraffíkina. Myndirnar verða með því móti hlýlegri og vinalegri. Menn horfa á myndband af nýjum tónlistarhúsum, bankahöfuðstöðvum eða háskólabyggingum, sjá allt þetta fólk og hugsa með sér: „Þetta er nú bara svolítið kósý!“