Það er kominn tími til

Allt frá því Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda hefur mikið grettistak verið unnið í ríkisrekstrinum og hefur mörgum málaflokkum verið umbylti til hins betra. Fyrir liggur þó einn málaflokkur sem eftir situr eins og óhreint barn út í horni, landbúnaðarmálin.

Allt frá því Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda hefur mikið grettistak verið unnið í ríkisrekstrinum og hefur mörgum málaflokkum verið umbylti til hins betra. Fyrir liggur þó einn málaflokkur sem eftir situr eins og óhreint barn út í horni, landbúnaðarmálin.

Í kjölfar mjög svo svartsýnnar skýrslu frá OECD um íslenska landbúnaðarkerfið hefði mátt ætla að nú loksins yrði gerð bragabót en svo virðist því miður ekki vera. Í fjárlögum fyrir árið 2006 er farið í öfuga átt og auknu fé varið í niðurgreiðslur á innlendum landbúnaðarafurðum. Gert er ráð fyrir að 4.481 millj.kr. fari til mjólkurframleiðslu, 2.983 millj.kr. fari til landbúnaðarframleiðslu og um 355 millj.kr til grænmetisframleiðslu. Í öllum þessum liðum er um að ræða aukningu frá fyrra ári. Svo má ekki gleyma nýjast bákni landbúnaðarráðuneytisins, Landbúnaðarstofnun sem tekur til sín um 542 millj.kr.

Til að bæta svo gráu ofan á svart er innlenda landbúnaðarframleiðsla vernduð gegn erlendri samkeppni með innflutningshöftum og tollum.

Í skýrslu OECD frá júní á þessu ári er dregin upp dökk mynd af íslenska landbúnaðarkerfinu. Bent er á að síðan 1986 hafi umbætur orðið afar hægfara og ríkisstyrkir til landbúnaðarframleiðslu séu með þeim hæstu í OECD og séu rúmlega tvöfald hærri en meðaltal annarra OECD landa. Aðeins Svisslendingar og Norðmenn búa við hærri ríkisstyrki. Þannig koma rúmlega tveir þriðju hlutar af tekjum íslenskra bænda frá ríkinu. Í lokin er bent á að mikil þörf sé fyrir umbætur á næstu árum.

Það er orðið löngu tímabært að ríkisstjórnin með sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar taki landbúnaðarmál til gagngerrar endurskoðunar. Stefna ungra sjálfstæðismanna í þessum málum er skýr. Afnema ber tolla, vörugjöld, niðurgreiðslur og tæknilegar viðskiptahindranir af hvaða tagi sem er. Frjáls milliríkjaviðskipti eru hagsmunamál bæði þeirra sem búa í efnaminni hlutum heimsins en einnig íslendinga þar sem frjáls viðskipti leiða til lækkunar vöruverðs og aukinnar samkeppni. Með því að hefta innflutning á vörum frá þróunarríkjum í krafti innlendrar verndarstefnu þá erum við að svipta íbúa þessara landa tækifæri til sjálfbærrar þróunar og efnahagslegrar uppbyggingar.

Nú styttist í 36. landsfund sjálfstæðisflokksins. Það er von mín að ungir sjálfstæðismenn fjölmenni á þingið og krefjist gagngerrar endurskoðunar á landbúnaðarstefnunni. Það er löngu kominn tími til.

Latest posts by Ýmir Örn Finnbogason (see all)