Í tilefni 60 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna í gær er ekki úr vegi að rifja upp lexíuna frá borgarastríðinu í Sierra Leone. Í fyrsta lagi má það ekki gerast aftur að hinn siðmenntaði heimur setjist að samningaborði með morðóðum brjálæðing og komi honum til valda. Í öðru lagi sýndi Sierra Leone hversu lélegt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna getur oft verið.
Flestir þeir sem spá fyrir um verðbólgu á Íslandi virðast sammála um að verðbólguhorfur séu slæmar. Flestir spá 3,5-4% verðbólgu á næsta ári. Getur verið að sú mynd sem markaðsaðilar draga upp sé allt of dökk. Ef húsnæðisverð hættir að hækka og tekur að lækka hægt og rólega (sem verður að teljast líklegt) myndi það gjörbreyta þeirri mynd sem nú blasir við.
Fjögurra vikna kosningamaraþoni í Póllandi er lokið með fullnaðarsigri þeirra Kaczynski bræðra. Þeir sitja nú með pálmann í höndunum eftir sigur Lech Kaczynski í forsetakosningunum í gær, mánuði eftir að flokkur þeirra sigraði í þingkosningunum. Guð hjálpi okkur öllum.
Náttúruhamfarirnar undanfarna mánuði hafa dregið ýmsar staðreyndir fram í dagsljósið, t.d. það að hve illa ríkasta landi í heimi var undirbúið fyrir Katrínu, hvernig fréttirnar brugðust okkur og nú síðast að vísindamenn eru búnir með stafrófið, sökum gríðarlegrar fjölgunar hitabeltislægða.
Þann 24. október 1975 lögðu mæður okkar og formæður niður vinnu til að berjast fyrir jöfnum kjörum á við karla. Nú eru 30 ár liðin og margt hefur batnað til muna. Á þessum 30 árum hafa konur orðið ráðherrar, forseti, forstjórar stórfyrirtækja og háskólarektor. Þrátt fyrir það mega samt margar konur enn sætta sig við lægr laun en karla og færri tækifæri á atvinnumarkaði. Sérstaklega eiga þær stéttir sem eru í dag stimplaðar kvennastéttir á brattann að sækja.
Samkvæmt árlegri úttekt stofnunarinnar Transparency International sem kom út á þriðjudaginn þrífst hvergi minni spilling í heiminum en á Íslandi. Marga rak í rogastans þegar fréttir af þessu birtust í íslenskum fjölmiðlum. Menn láta í ljósi efasemdir um gildi þeirrar niðurstöðu og spyrja sig á hvaða forsendum er verið að mæla þessa spillingu.
Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurráða ekki þjálfara karlalandsliðs Íslands, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson. Þeir félagar hafa síðustu misseri unnið að uppbyggingu landsliðsins þar sem yngri leikmenn hafa verið teknir inn í landsliðshópinn. Sömuleiðis er landsliðið farið að spila skemmtilegri knattspyrnu en áður. Var skynsamleg ákvörðun að skipta um menn í brúnni á þessum tímapunkti?
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að nú er loksins búið að ákveða hver mun leika James Bond í næstu mynd um uppáhaldsnjósnara hennar hátignar. Mikið hafði verið rætt um þá sem líklegastir þóttu í hlutverkið og nöfn eins og Ewan McGregor (skoskur), Colin Farrell (írskur) og Hugh Jackman (ástralskur) hafa verið áberandi í umræðunni.
Innan skamms hefst bygging Háskólatorgs sem er í raun tvær byggingar sem rísa munu á svæði Háskóla Íslands. Þar verður torg sem ramma mun inn iðandi líf háskólasamfélagsins, ásamt fimm nýjum kennslustofum, lestrasölum og helstu þjónustu.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bar margt til tíðinda og náðu fjölmörg góð mál framgangi. Eitt þessara góðu mála var síðasta setning í ályktun um viðskipta- og neytendamál, en þar stóð einfaldlega “Verslun með áfengi skal gefin frjáls”.
Máfar hafa tekið yfir lofthelgina og rífa frekjulega í sig æskuminninguna um brauðgjöf til anda á tjörninni. Pirringur í garð þessarar fuglategundar virðist almennur. Hvað skal til bragðs taka? Skjóta hann, fylla hann eða byrla honum eitur?
Glæsilegum stjórnmálaferli Davíðs Oddssonar lauk á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Geir H. Haarde fékk afgerandi umboð til að taka við forystuhlutverkinu af Davíð. Vatnaskil hafa orðið í Sjálfstæðisflokknum og um leið í íslenskum stjórnmálum.
Davíð Oddsson kvaddi sjálfstæðismenn sem og aðra landsmenn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Dynjandi lófatak fylgdi fráfarandi formanni löngu eftir að hann steig úr pontu.
Neyslurisinn í Bandaríkjunum hefur viðurkennt verslunarsýki eða Compulsive-shopping disorder sem áráttu og setur hana á stall með átröskunum, alkóhólisma og spilafíkn. Bandarískir læknar eru meira að segja farnir að meðhöndla verslunarsjúkt fólk með þunglyndislyfjum.
Þættirnir um Yes Prime minister og Yes minister sem framleiddir voru á níunda áratugi síðustu aldar eru að dómi Helgarnestisins eitt það albesta sjónvarpsefni sem gert hefur verið.
Það voru eflaust ófáir sem sátu agndofa yfir Kastljósi þann 11.október síðastliðinn. Thelma sagði þar hispurslaust frá hrikalegri æsku sinni sem barn.
Með þessari arfaslöku og gerræðislegu lagasetningu tókst því þingmönnum að koma í veg fyrir að stofnaður yrði sex þúsund milljóna góðgerða- og menningarsjóður.
Eftir pattstöðu síðustu vikna er Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, nýr kanslari Þýskalands. Það þykir tíðindum sæta að nýr leiðtogi sé kjörinn í stórveldinu Þýskalandi enda stígur Gerhard Schröder úr sæti sínu eftir sjö ára valdatíð.
Í tilefni af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin var dagana 29. september til 9. október er tilvalið að fjalla um eina af þeim myndum sem undirrituð sá. Different story er heimildarmynd um söngvarann heimsþekkta George Michael en í henni opnar þessi heimsþekkti söngvari sig í fyrsta sinn um feril sinn og erilsamt einkalíf.
Við notum geisladiska á hverjum degi. Setjumst upp í bílinn á morgnana og skellum Kanye West í spilarann, förum í vinnuna og installerum forriti af geisladiski inn á tölvuna. Skrifum svo gögn á skrifanlegan geisladisk til þess að geta unnið heima. Svo kíkjum við út á leigu og náum okkur í DVD disk til að horfa á áður en við sofnum. Til hvers þurfum við Blu-ray eða HD DVD diska. Við höfum það svo gott með CD og DVD.