Hræsni er ansi skemmtilegt hugtak og virðist verða æ algengari í þjóðfélagsumræðunni. Líklega er hún þó sjaldan eins aumkunarverð og jafn mikið aðhlátursefni og þegar opinberir aðilar á alþjóðavettfangi gera sig seka um að verða henni að bráð.
Við höfum gengið marga míluna upp á síðkastið. Baráttunni gegn reykingum innandyra er að ljúka með fullkomnum sigri andstæðinga reykinga, munntóbak og neftóbak-annað en íslenskt-er óheimilt að flytja til landsins og áfengi er selt dýrum dómum í ríkisreknum áfengisverslunum til þess að takmarka aðgengi að því. Ríkisreknir hópar í samfélaginu hafa af því atvinnu að segja öðrum hvað sé hollt og hvað sé óhollt, hvað beri að forðast og hvaða æskilegu hegðun ber að stunda og hvaða félagsskapur er æskilegur og hvaða félagsskapur er óæskilegur. Er gjarnan æðra markmið haft að leiðarljósi, svo sem bætt líf og heilsa einstaklinga sem búa í samfélaginu. Er mekka þessa hóps kallaður Lýðheilsustofnun. Er það vel eða hvað?
Ýmislegt markvert hefur átt sér stað undanfarna daga og vikur; prófkjör, hleranir, hvalveiðar og margt fleira skemmtilegt sem náð hefur athygli fjölmiðla. Í þessum pistli verður samt ekki fjallað um hversu frábærar hvalveiðarnar eru fyrir framboð Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Nei, hér verður farið nokkrum orðum um það hvenær maður hefur faglegar forsendur til þess að pissa á annan mann.
Þessari spurningu hefur greinarhöfundur lengi velt fyrir sér. Svarið við henni er ekki einfalt, enda ekki auðvelt að mæla í krónum þá ánægju sem brjóstunum fylgja. En með einfaldri kostnaðarábatagreiningu er svarið augljóst.
Mjög skiptar skoðanir virðast vera um hvalveiðar Íslendinga sem hafa vakið mikla athygli erlendis. En hversu góðar eru ástæður okkar fyrir því að hefja veiðar nú og hversu mikilvægar eru þær okkur?
Umhverfismál verða sífellt fyrirferðarmeiri í samfélaginu enda er málaflokkurinn viðamikill og mikilvægur. Á síðustu misserum hefur umræða um umhverfismál verið frekar einhæf og nær eingöngu snúist um virkjanir og álver. Við eigum að fagna þeirri umræðu sem fram fer um umhverfismál en jafnframt verðum við að gæta að því að gleyma ekki öðrum hliðum er snerta þennan mikilvæga málaflokk eins og til dæmis landgræðslu og landnotkun.
Umræða um málefni innflytjenda hefur aukist verulega undanfarin ár, bæði meðal almennings og stjórnmálamanna, en á sama tíma hefur lítið farið fyrir almennri stefnumótun stjórnmálaflokka og hins opinbera í þessum málaflokki. Það er í raun merkilegt í ljósi þess að á síðastliðnum tíu árum hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað úr 1,8% í 4,6% af íbúum landsins.
Mín skoðun er sú að þetta friðarsamkomulag sé úrelt og að
alþjóðasamfélagið ætti að finna sér nýjar leiðir til að leysa vandamálin í Bosníu. Nýjir tímar krefjast nýrra áætlana og aðgerða.
Tískan hefur mikil áhrif á okkur hvort sem það snýst um fatnað, húsgögn, mat, húsnæði eða annað í lífinu. Niðurstöður rannsóknar sem ég gerði í lokaritgerð minni á sinnustigi (involvement) háskólanema til tískunnar og kauphegðunar komu ekkert sérstaklega á óvart. Þar er staðfest að sinnustig kvenna til tískufatnaðar er talsvert hærra en karla en lítill munur er eftir aldri háskólanema. Tískan hefur ótrúlega mikil áhrif og það ræður yfirleitt ekki miklu við kaupákvörðun hvort fatnaður haldi á þér hita eða hrindi frá sér vatni. Aðalatriðið er að tolla í tískunni. Sama gildir um ýmislegt annað.
Á fjörur Helgarnestisins í vikunni skolaði ályktun atvinnu-og stjórnmálahóps Femínistafélags Íslands um að stjórnmálaflokkar landsins ættu að móta sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum og veita konum jafnan rétt á við karla: Jafn framt var skorað á konur að bjóða sig fram í efstu sæti á listum stjórnmálaflokkanna og skorað var á bæði kyn að veita konum brautargengi í prófkjörum. Að lokum var skorað á þingmenn og einkum og sér í lagi þingkonur að beita sér fyrir því að jafn réttur beggja kynja til setu á Alþingi væri tryggður með lögum.
Mikillar ólgu hefur orðið vart í höfuðborg Ungverjalands, Búdapest, síðan síðla septembermánaðar. Þá fékk ungverska þjóðin staðfestingu á því að forsætisráðherra landsins og ríkisstjórn höfðu vísvitandi logið til um efnahagsástandið í landinu til að tryggja sigur sinn í þingkosningunum sem fram fóru í vor. Forsætisráðherrann neitar að víkja, ríkisstjórnin er rúin trausti og Ungverjar mótmæla af þrótti.
Í leikjafræði er vel þekkt að oft getur það skilað betri niðurstöðu ef leikmenn hafa þann möguleika að binda hendur sínar á trúverðugan hátt (credible commitment). Nú, þegar kosningar nálgast, og loforðaflaumurinn yfirtekur öldur ljósvakans er ástæða til að velta fyrir sér hvort stjórmálamenn eigi ekki skilið að hafa slíkan möguleika?
Sennilega er hugmynd margra, ef ekki flestra, um blogg og bloggara enn byggð á þeirri steríótýpu sem skapaðist í upphafi: táningur sem skrifar fjölda færsla á dag lýsandi í smáatriðum því sem gerist á týpískum degi í lífi tánings á tungumáli sem fæst okkar skilja. En bloggsamfélagið hefur þróast gríðarlega og nú eru frægir prófessorar, sérfræðingar og jafnvel heilar alþjóðastofnanir sem halda úti bloggsíðum.
Á vefriti sem þessu-þar sem greinarkorn þetta birtist-er iðulega kappkostað að greina frá því sem hæst ber í samfélaginu á hverjum tíma og þeim þjóðþrifamálum sem nauðsynlegt og þarft er að kryfja á hverjum tíma. Hinnar stóru myndar er leitað og stöðu okkar í dag og hvert við eigum að stefna og hvernig við eigum að haga stefnu okkar í framtíðinni. Dregin er meðal annars upp mynd af stjórnmálamönnum og framamönnum í viðskiptalífinu og þeim sem áberandi eru í umræðunni á hverjum tíma og fjallað um verk þeirra með einum eða öðrum hætti til lofs eða lasts.
Formaður félags tónskálda og textahöfunda var afar ósáttur við að virðisaukaskattur á tónlist skyldi ekki lækkaður úr 14% í 7% til samræmis við ákvörðun um lækkun á virðisaukaskatti á bækur. Hugsanlega hefur hann eitthvað til síns máls í þeim efnum enda vandséð að bækur séu þjóðhagslega merkilegri en tónlist. En gagnrýnin minnti pistlahöfund á annan skatt sem tónlistarmenn hagnast beint á og nú bæri með réttu að afnema – geisladiskaskattinn.
Neikvæðni Bandaríkjamanna í garð bensínskatta gæti verið að breytast. Fleiri og fleiri sérfræðingar eru farnir að tala fyrir hækkun bensínskatts þar í landi. Bensínskattur er hagkvæmur þar sem notkun bensíns veldur kostnaði sem aðrir bera en þeir sem nota bensínið, s.s. mengun, sliti á vegum og umferðartöfum.
Stundum koma upp í umræðunni hugtök sem fólk tekur hreinlega ástfóstri við og eru þau notuð í tíma og ótíma við hinar ýmsu aðstæður. Í rúmt ár hefur margur Íslendingurinn talist „innvígður og innmúraður“, hvort sem er í góðu eða slæmu. Öllu nýrra hugtak er kennt við smjörklípu sem getur leynst víða eins og glöggir menn taka eftir.
Undanfarið hefur samkomulag ríkt á milli Lögreglustjórans í Reykjavík og framhaldsskólaflórunnar á umráðasvæði hans. Samkomulag um skólaböll. Á hverri önn hefur hver skóli fengið útgefin þrjú skemmtanaleyfi. Tvisvar sinnum fengu ungmenni blessun Lögreglustjórans til að skemmta sér til klukkan eitt að nóttu. En einu sinni á önn hafa þó nemendur fengið að skemmta sér til klukkan þrjú.
Fyrir tæpum tveimur vikum síðan var tilkynnt að ráðinn hefði verið fjármálastjóri Háskólans. Þessi tíðindi eru mjög jákvæð og stórt skref í því að gera greinarmun á akademískri stjórnun og fjármálastjórnun Háskólans. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur undanfarið bent á nokkur atriði í átt að betri fjármálastjórnun innan Háskólans.
Í síðastliðinni viku var skrifstofu baráttusamtaka gegn alnæmi lokað í Xinjang héraði í Kína af lögreglunni. Samtökin sem berjast gegn útbreiðslu HIV og öðrum sjúkdómum bera nafnið Xuelianhua. Stjórnvöld segja ástæðu þess að skrifstofu samtakanna var lokað vera þá að þeir vilji þagga niður í þeim.