Hvernig stöðvum við sorgarsöguna?

Í síðastliðinni viku var skrifstofu baráttusamtaka gegn alnæmi lokað í Xinjang héraði í Kína af lögreglunni. Samtökin sem berjast gegn útbreiðslu HIV og öðrum sjúkdómum bera nafnið Xuelianhua. Stjórnvöld segja ástæðu þess að skrifstofu samtakanna var lokað vera þá að þeir vilji þagga niður í þeim.

Í síðastliðinni viku var skrifstofu baráttusamtaka gegn alnæmi lokað í Xinjang héraði í Kína af lögreglunni. Samtökin sem berjast gegn útbreiðslu HIV og öðrum sjúkdómum bera nafnið Xuelianhua. Stjórnvöld segja ástæðu þess að skrifstofu samtakanna var lokað vera þá að þeir vilji þagga niður í þeim. Lögreglan sagði að samtökin væru ólögleg og tók því allt kynningarefni þeirra og tölvur. En hver er raunverulega ástæðan?

Talsmenn samtakanna segja ástæðuna ekki vera að samtökin séu ólögleg heldur sú að þau vöktu athygli á því að 19 nemendum sem greindust með lifrabólgu B var vísað úr skóla af þeim sökum. Á meðan þeir loka baráttusamtökum gegn HIV er talið að u.þ.b. 650.000 manns séu sýktir af HIV í Kína. Stjórnin gaf nýverið út að þeir ætluðu að gefa 26.000 fría meðferð en maður hlýtur að spyrja hvað um hina 624.000?

En á meðan yfirvöld Kína lokuðu skrifstofu baráttusamtakanna kom fram önnur sorgarsaga sem átti sér stað í Kazakstan. Á spítala þar í landi er staðfest að um 80 börn hafi sýkst af HIV veirunni á meðan þau dvöldu á sjúkrahúsinu. Enn er verið að reyna að hafa upp á öðrum 255 börnum til þess að ganga úr skugga um að þau séu ekki smituð. Talið er að um 10.000 börn hafi átt á hættu að smitast á þessum sama spítala. Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að þau hafi smitast í gegnum blóðgjöf og/eða vegna þess að nálar sem notaðar voru á þau hafi ekki verið dauðhreinsaðar.

Hver er ábyrgur? Bæði heilbrigðisráðherra landsins og héraðsstjórinn hafa verið reknir úr störfum vegna málsins. Greinilegt er að spítalinn þarf að fara í naflaskoðun um vinnubrögð sín því verra getur það varla verið.

Enn heldur sorgarsagan áfram því talið er að um fjórar milljónir barna séu munaðarlaus af völdum alnæmis í Mið- og Vestur Afríku. Þetta kom fram þegar Sameinuðu þjóðirnar hrintu af stað herferð til þess að vinna í málefnum alnæmissýktra barna. Jafnframt kom fram að aðeins 1,3% af sýktum verðandi mæðrum fá viðeigandi meðferð. Í dag eru 220.000 börn smituð af þessari veiru og í fyrra létust 170.000 af völdum hennar.

Þann 31.desember árið 2005 höfðu samtals 184 tilfelli af HIV sýkingu verið tilkynnt á Íslandi. Af þeim hafa alls 57 sjúklingar greinst með alnæmi og 36 látist af völdum þess. Greiningum HIV sýkinga hérlendis fer ekki fjölgandi en mest voru 16 manns greindir árið 1985. Átta árum síðar, árið 1993, létust átta úr alnæmi sem er hæsta tala látinna á einu ári síðan byrjað var að fylgjast með sjúkdómnum.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.