Gott er þeirra jafnrétti, en verra þeirra misrétti!

Á fjörur Helgarnestisins í vikunni skolaði ályktun atvinnu-og stjórnmálahóps Femínistafélags Íslands um að stjórnmálaflokkar landsins ættu að móta sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum og veita konum jafnan rétt á við karla: Jafn framt var skorað á konur að bjóða sig fram í efstu sæti á listum stjórnmálaflokkanna og skorað var á bæði kyn að veita konum brautargengi í prófkjörum. Að lokum var skorað á þingmenn og einkum og sér í lagi þingkonur að beita sér fyrir því að jafn réttur beggja kynja til setu á Alþingi væri tryggður með lögum.

Á fjörur Helgarnestisins í vikunni skolaði ályktun atvinnu-og stjórnmálahóps Femínistafélags Íslands um að stjórnmálaflokkar landsins ættu að móta sér skýra stefnu um aukinn hlut kvenna á framboðslistum og veita konum jafnan rétt á við karla: Jafn framt var skorað á konur að bjóða sig fram í efstu sæti á listum stjórnmálaflokkanna og skorað var á bæði kyn að veita konum brautargengi í prófkjörum. Að lokum var skorað á þingmenn og einkum og sér í lagi þingkonur að beita sér fyrir því að jafn réttur beggja kynja til setu á Alþingi væri tryggður með lögum.

Helgarnestið hefur síðan verið hugsi yfir þessari ályktun og reynt að túlka hana einkum og sér í lagi þann part þar sem þingpersónur eigi að beita sér fyrir því.að lög verði sett sem tryggja eigi jafna setu karla og kvenna á þingi.

Hvernig myndu slík lög hljóða?

Lítum á nokkrar hugmyndir!

1) Lög um jafna stöðu karla og kvenna á Alþingi.
1. gr. Í lögum þessum merkir þingpersóna það sem áður var þingmaður. Mismunun merkir kerfisbundin karllæg og skipuleg aðför feðrasamfélagsins til þess að koma í veg fyrir brautargengi kvenna í stjórnmálum.

2. gr. Tilgangur laga þessara er að tryggja að á Alþingi sitji á hverjum tíma jafn hluti karla og kvenna.

2) Lög um fækkun karlmanna á Alþingi
1. gr. Í lögum þessum merkir þingpersóna það sem áður var þingmaður. Mismunun merkir kerfisbundin karllæg og skipuleg aðför feðrasamfélagsins til þess að koma í veg fyrir brautargengi kvenna í stjórnmálum.

2. gr. Tilgangur laga þessara er að fækka sitjandi karlkyns þingpersónum þannig að á hverjum tíma séu karlkyns þingpersónur að hámarki helmingur Alþingispersóna

3) Lög um fjölgun kvenna á Alþingi.
1. gr. Í lögum þessum merkir þingpersóna það sem áður var þingmaður. Mismunun merkir kerfisbundin karllæg og skipuleg aðför feðrasamfélagsins til þess að koma í veg fyrir brautargengi kvenna í stjórnmálum.

2. gr. Tilgangur laga þessara er að fjölga sitjandi kvenkyns þingpersónum þannig að á hverjum tíma séu kvenkyns þingpersónur að lágmarki og að hámarki helmingur Alþingispersóna.

En eru þetta bara ekki ansi góðar tillögur? Er einhver á móti svona tillögum?

Uhhh nei.

Eftir lestur þeirra hefur Helgarnestið ákveðið að gera þær að sínum. Sjálfsagt á að vera að á Alþingi sitji jafn hluti kvenna og karla. Ber að lögfesta slíkt og gera þeim sem brjóta lögin refsingu sé brotið framið af ásetningi. En það er víða pottur brotinn í samfélaginu og fylgir hér á eftir ályktun Helgarnestis Deiglunnar dags 27. október Annó 2006 um annað slíkt þarfaþing sem berjast þarf gegn.

Um aldir og ævi hefur fjöldi karlmanna sem sakfelldur er fyrir refsiverða háttsemi hér á landi verið langtum fleiri en kvenna. Helgarnesti Deiglunnar 27. október 2006 ályktar að hér sé um að ræða hróplega kynjamismunun refsivörslukerfsins og að hún sé til marks um skipulagða mismunun þess gegn körlum. Er því mikilvægt að:

-Skora á dómstóla landsins að láta af þessari mismunun strax.
-Athuga hvort hvetja beri fleiri kvenmenn til þess að viðhafa refsiverða háttsemi
-Athuga hvort nauðsyn beri til að setja lög þar sem hlutfall þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverða háttsemi skuli jafnað með þeim hætti að hlutfall karla og kvenna sem dæmd eru skal vera jafnt í sérhverjum almanaksmánuði.

Góða helgi!

Latest posts by Ari Karlsson (see all)

Ari Karlsson skrifar

Ari hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2005.