Ósýnilegi háskólinn

Sennilega er hugmynd margra, ef ekki flestra, um blogg og bloggara enn byggð á þeirri steríótýpu sem skapaðist í upphafi: táningur sem skrifar fjölda færsla á dag lýsandi í smáatriðum því sem gerist á týpískum degi í lífi tánings á tungumáli sem fæst okkar skilja. En bloggsamfélagið hefur þróast gríðarlega og nú eru frægir prófessorar, sérfræðingar og jafnvel heilar alþjóðastofnanir sem halda úti bloggsíðum.

Sennilega er hugmynd margra, ef ekki flestra, um blogg og bloggara enn byggð á þeirri steríótýpu sem skapaðist í upphafi: táningur sem skrifar fjölda færsla á dag lýsandi í smáatriðum því sem gerist á týpískum degi í lífi tánings á tungumáli sem fæst okkar skilja. En bloggsamfélagið hefur þróast gríðarlega og nú eru frægir prófessorar, sérfræðingar og jafnvel heilar alþjóðastofnanir sem halda úti bloggsíðum.

Fjöldi af frábærum bloggsíðum er haldið úti af frægum hagfræðiprófessorum s.s. Tyler Cowen á marginalrevolution.com, Gregory Mankiw á gregmankiw.blogspot.com og Gary Becker (ásamt lögfræðiprófessornum Richard Posner) á becker-posner-blog.com. Á þessum síðum eru samfélagsmálin krufin með tækjum hagfræðinnar, vísað er í nýjust rannsóknir og bent á upplýsandi og athyglisvert efni annars staðar á netinu. Á hagfræðisviðinu mætti einnig nefna The Freakonomics Blog eftir höfunda samnefndrar bókar, blogg skrifuð af hagfræðiprófessorum á Cafe Hayek og New Economist, og pistla eftir Tim Harford sem sér um BBC þættina „Trust me, I´m an economist“.

Ef áhuginn liggur í þróunarmálum er einnig hægt að finna fjölmörg áhugaverð blogg. Til dæmis mætti nefna blogg hjá Alþjóðabankanum og hjá Alþjóðaþróunarmiðstöðinni (e. Center for Global Development) um alþjóða heilbrigðismál og efnahags- og samfélagsþróun.

Nú orðið má sennilega finna blogg um hvað sem er. Flestir hafa sennilega áhuga — hver á sinn hátt — á spurningum um hamingju. Slíkum spurningum er t.d. velt up á The Happiness Project, howtolive.org og The Happiness and Public Policy blog. Einnig má til dæmis finna frábær blogg um grafíska hönnun og grafíska birtingu gagna og viðskiptanýjungar.

Bradford DeLong, enn einn frægur prófessor sem bloggar, skrifaði grein um þessa blogg veröld fyrr á þessu ári. Hann notaði orðasambandið “ósýnilegur háskóli” til að lýsa heimi akademískra blogga. DeLong er prófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley sem hann lýsir sem paradís háskólafólks — aragrúi sérfræðinga og stúdenta saman komin á sama stað til að skiptast á þekkingu og hugmyndum. En “ósýnilega háskólanum” lýsir DeLong sem “Berkeley í öðru veldi” — möguleikinn til að skiptast á skoðunum, hugmyndum og þekkingu við fólk hvar sem er í heiminum.

Punkturinn: Ekki láta bloggheiminn fram hjá þér fara þrátt fyrir kannski tilkomulítil fyrstu kynni.

Latest posts by Snæbjörn Gunnsteinsson (see all)