Finnar, sem hafa hægt og bítandi náð sér upp úr miklu atvinnuleysi og efnahagskreppu með mikilli framtakssemi og fyrirhyggju, segja stundum í hálfkæringi að sænska velferðarkerfið sé eins og dekkjalaus Volvo. Rosalega góður bíll, en virkar ekki.
Category: Deiglupistlar
Alþjóða hvalveiðiráðið samþykkti í gær ályktun gegn hvalveiðum í vísindaskyni. Ráðið var stofnað árið 1946 en hefur vikið verulega frá upphaflegu hlutverki sínu.
Ef hringt er í grænt númer í Bandaríkjunum eru miklar líkur á því að símanum sé svarað á Indlandi. Störf í alls kyns þjónustugeirum flytjast nú hröðum skrefum frá Bandaríkjunum til Indlands.
Í umræðum um Evrópusambandið hafa andstæðingar þess oft fallið í þann fúla pytt að ala á fodómum og tortryggni í garð útlendinga í stað þess að notast við málefnaleg rök. Þessi aðferð andstæðinga Evrópusambandsins kemur sér ákaflega illa í umræðunni fyrir þá sem vilja berjast gegn aðild á grundvelli málefnanna.
Í dag er því fagnað á Íslandi að fyrir 59 árum varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Dagurinn sem valinn var til hátíðarhaldanna er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar sem oft er kallaður frelsishetja Íslendinga. Nú í byrjun 21. aldarinnar er viðhorf fólks til þjóðernis og fullveldis ríkja breytt frá því sem áður var.
Tékkar samþykktu samþykktu aðild að ESB um seinustu helgi rúmlega viku eftir að Pólverjar gerðu slíkt hið sama. Hvort tveggja gerðist án teljandi vandræða. Fyrirfram voru þetta þau lönd þar sem mest var óttast um niðurstöðuna sökum vel skipulagðrar ESB-andstöðu og áhugaleysis kjósenda. Úrslitin eru því mikill sigur fyrir Evrópusinna.
Í gær vann San Antonio Spurs sigur í fimmta úrslitaleik sínum gegn New Jersey Nets. Leikirnir hafa allir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hafa verið mjög áhugaverðir þótt lítið stigaskor og fremur vandræðalegur sóknarleikur ásamt áköfum varnarleik hafi einkennt úrslitarimmuna.
Það er af sem áður var. Áður fyrr var talað sérstaklega um að rannsóknaryfirvöld hér á landi gættu mikillar varkárni við upplýsingagjöf á frumstigum rannsóknar. Ný tilfelli benda hins vegar til þess að það sé orðið létt fyrir fjölmiðla og aðra að fá aðgang að viðkvæmum upplýsingum um rannsóknir lögreglu.
Í kjölfar umræðu um hugsanlegan samdrátt bandaríska hersins á Suðurnesjum hefur kviknað umræða um hvort Íslendingar eigi að auka þátt sinn í vörnum landsins með því að stofna her, eða heimavarnarlið. Deiglan varar eindregið við slíkum hugmyndum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um tillögur félagsmálaráðherra um innleiðingu 90% húsnæðislána á næstu fjórum árum og hækkun á hámarksláni í allt að 18 milljónir króna. Ein afleiðing þessara aðgerða yrði sú að umsvif ríkisins á almennum fjármálamarkaði myndi aukast umtalsvert á kostnað banka og fjármálafyrirtækja.
Með efldu viðskiptalífi á Íslandi hefur almenn þjóðfélagsumræða í ríkari mæli farið að snúast um málefni tengd fjármálageiranum. Ekki er óalgengt að löng viðtöl við stjórnendur bankanna birtist á síðum dagblaðanna og sérstakir dagskrárliðir eru tileinkaðir verslun og viðskiptum, bæði í ljósvakamiðlum og dagblöðum. Með meiri umræðu um þessi mál verður sífellt ljósara að íslenskt viðskiptalíf er að slíta barnskónum með tilheyrandi vandamálum og mistökum.
Undanfarið rúmt ár hefur Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg (MDE) tekið til efnismeðferðar þrjú mál gegn íslenska ríkinu. Í tíu ár þar á undan (1992-2002) tók dómstóllinn til efnismeðferðar fjögur íslensk mál, en alls hefur dómstóllinn fjallað efnislega um ellefu íslensk mál frá því að Íslendingar gerðust aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu á 6. áratugnum. Það er því greinilegur stígandi í málafjöldanum og undanfarið ár alveg sérstakt að þessu leyti.
Pistlahöfundur var minntur á það á Hvítasunnudag að ekki hefur verið losað um öll óþörf höft í okkar þjóðfélagi. Lögreglan hafði lokað 10-11 búð vegna úreltra laga um helgidagafrið. Mjólkurlausir neytendur þurftu frá að hverfa, en lögreglan hafði ekki gert athugasemd við myndbandsleigu í sama húsi.
Fagnaðarerindið er boðaskapurinn um fæðingu Jesú Krists, dauða hans og upprisu og frelsun alls mannkyns. Það er hægt að boða fagnaðarerindið á margan hátt og á ýmsum stöðum. Umdeildastir hafa líklegast verið þeir sem í daglegu tali eru kallaðir kristniboðar.
Sjö vikum eftir páska rennur upp hvítasunnudagur. En hvítasunnan ásamt jólum og páskum er ein af stórhátíðum kirkjuársins. Hátíðin á hvítasunnu á rætur í gyðingdómi eins og páskarnir. Hvítasunna gyðinga er uppskeruhátíð og trúarhátíð. Það er glaðst yfir unnu verki þegar voruppskeran er komin í hús og í musterinu og samkomuhúsum gyðinga er þess atburðar minnst þegar Móse var staddur á Sinaí fjalli og fékk í hendur töflurnar tvær með boðorðunum tíu sem var sáttmáli Guðs við þjóðina.
Þann 23. og 24. júní næstkomandi eru fyrirhuguð inntökupróf við læknadeild Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta skipti í sögu deildarinnar sem slík próf eru haldin og því ljóst að deildin er að stíga mikið framfaraskref.
Landlæknisembættið hefur sett af stað langtíma kynningar- og fræðsluverkefni sem heitir Þjóð gegn þunglyndi. Ætlunin er að vekja fólk til vitundar um þennan skæða sjúkdóm sem á hverju ári fellir fjölda fólks. Hingað til hefur hann verið nokkuð feimnismál og því er þetta framtak mjög lofsvert.
Á víðfrægri ljósmyndasýningu, sem sett hefur verið upp á Austurvelli, er að finna fjölda magnaðra mynda af lítt þekktum smáundrum veraldar. Þar eru því fjölmörg tilefni til að láta hugann hvarfla til fjarlægra staða og ólíkra menningarsamfélaga, m.a til bátaþjóðarinnar í Suluhafi.
Margir furða sig á mikilli hækkun á gengi krónunnar að undanförnu. Og æ fleiri eru farnir að kvarta undan of háu gengi. Af hverju er gengið svona hátt? Og er eitthvað hægt að gera til þess að lækka það?
Alger taugaveiklun virðist ríkja í samstarfi þeirra þriggja flokka sem standa að R-listanum. Allt eins gæti farið svo að upp úr samstarfinu slitnaði fyrir haustið.