Viðskiptasiðferði

HeilræðiMeð efldu viðskiptalífi á Íslandi hefur almenn þjóðfélagsumræða í ríkari mæli farið að snúast um málefni tengd fjármálageiranum. Ekki er óalgengt að löng viðtöl við stjórnendur bankanna birtist á síðum dagblaðanna og sérstakir dagskrárliðir eru tileinkaðir verslun og viðskiptum, bæði í ljósvakamiðlum og dagblöðum. Með meiri umræðu um þessi mál verður sífellt ljósara að íslenskt viðskiptalíf er að slíta barnskónum með tilheyrandi vandamálum og mistökum.

HeilræðiMeð efldu viðskiptalífi á Íslandi hefur almenn þjóðfélagsumræða í ríkari mæli farið að snúast um málefni tengd fjármálageiranum. Ekki er óalgengt að löng viðtöl við stjórnendur bankanna birtist á síðum dagblaðanna og sérstakir dagskrárliðir eru tileinkaðir verslun og viðskiptum, bæði í ljósvakamiðlum og dagblöðum. Með meiri umræðu um þessi mál verður sífellt ljósara að íslenskt viðskiptalíf er að slíta barnskónum með tilheyrandi vandamálum og mistökum.

Ekki alls fyrir löngu var vart fjallað um annað í fjölmiðlum en svik í viðskiptalífinu. Annars vegar var um að ræða stórfelldan fjárdrátt frá Landsímanum og hins vegar meint innherjaviðskipti í viðskiptum Kaupþings í Svíþjóð. Fyrra málið vakti mikla athygli. Fámennur hópur ungra manna í viðskiptalífinu hafði á skömmum tíma náð að draga að sér stórar fjárhæðir úr rekstri Landsímans án þess að nokkur hafi orðið þess var. Fréttir af því hverjir þetta voru bárust eins og eldur í sinu um allan bæ enda ljóst frá upphafi hverjir ættu í hlut.

Í kjölfar umræðu um hvernig hægt hefði verið að stinga undan slíkum upphæðum og hvað mönnum gekk til, heyrðust raddir sem héldu því fram að Íslendinga skorti viðskiptasiðferði. Jafnframt var nokkur umræða um hvort hægt væri að kenna viðskiptasiðfræði og hvort hún kæmi að gagni.

Í lítill bók sem gefin var út árið 1913 á Akureyri og var skrifuð af George H.F. Schrader eru útlistuð nokkur heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiptum. Schrader kom hingað til lands árið 1912 eftir að hafa unnið á Wall Street í 35 ár. Enginn veit af hverju hann kom hingað til lands. Hann sigldi frá Akureyri árið 1915 en hvarf í hafið á leiðinni út og eftir hann liggur áðurnefnd bók sem ber heitið “Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum” og var endurútgefin af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands síðastliðinn vetur.

Í lok bókar Schraders er tilgreint það sem hann telur vísast til glötunar í viðskiptum. Kannski að menn ættu að hafa það á bak við eyrað í framtíðinni (upprunaleg stafsetning):

Að eyða svo miklu fé til vörukaupa að ekkert sé eftir til skuldagreiðslu

Að gæti eigi þess, hvernig hagurinn sé.

Að selja óvarlega og hugsunarlaust, þeim sem fyrst býður.

Að verzla of mikið “í skuld”, svo að bankar og skuldheimtumenn nái valdi yfir manni.

Að svíkja sjálfan sig með því að telja vörubyrgðir sínar of mikils virði, og gjöra eigi ráð fyrir fyrningum og skemdum.

Að vanta hæfileika góðs verkstjóra og vinnuveitanda.

Að fylgjast eigi með tímanum.

Að skrifa upp á víxla fyrir vini sína.

Að hætta fé sínu í stórgróðabralli, drekka og spila fjárhættuspil, eða að meta meira skemtanir en starf sitt.

En síðast en ekki síst:

Að lifa umfram efni sín.

Bókina “Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum” er hægt að fá í Bóksölu stúdenta á 657 kr.

Latest posts by Brynjólfur Stefánsson (see all)

Brynjólfur Stefánsson skrifar

Brynjólfur hóf að skrifa á Deigluna í mars 2003.