Tímabært að afnema birtingu álagningarskrár

Nú er afstaðinn sá tími árs er upplýsingar um fjárhagsmál íslenskra skattgreiðenda liggja á glámbekk fyrir forvitnar sálir að skoða. Ákvæði 98. gr. laga nr. 75 frá 1981 sem kveður á um framlagninguna er úrelt og skorar Deiglan á löggjafann að fella ákvæðið á brott á komandi þingi.

Stríðið um álit almennings að hefjast

Hvalveiðar Íslendinga eru hafnar á ný. Hrefnufangarinn Sigurbjörg BA hélt til veiða skömmu eftir miðnætti í nótt. Vaxandi spennu gætir vegna hugsanlegra aðgerða erlendra aðila, einkum bandarískra stjórnvalda sem hafa ýjað að viðskiptaþvingunum vegna veiðanna. Hvalveiðar Íslendinga eru því hluti af heimsmálunum um þessar mundir.

Raflíf, rómantík og ragnarök

Höfundur pistilsins og Deigluútgáfan ehf firra sig ábyrgð af hvers kyns tjóni eða skaða á eignum, líkama eða sál sem lestur þessa pistils kynni að valda hvort heldur með beinum eða óbeinum hætti.

Listanóttin lengri

Þegar ágústmánuður er hálfur liðinn er komið að hátíð þeirri sem helguð er menningu og listum. Menningarnótt hefur skipað sér kyrfilega sess á hátíðadagatali landsmanna og umfang hennar aukist til muna ár frá ári, og um leið hefur nóttina tekið að lengja.

Svindlað á svindlurum

Í viðskiptum á fimmtudegi verður að þessu sinni fjallað um viðskiptatilboð ættuð frá Afríku sem algengt er að fólk fái um þessar mundir. Flest þeirra ganga út á að bjóða stórar upphæðir fyrir frekar litla fyrirhöfn. En ekki er allt gull sem glóir. Almennt í viðskiptum gildir sú regla að það sem virðist vera of gott til að vera satt, er ekki satt.

Orkan kostar sitt

Það hlýtur að vera vilji borgarbúa að stjórnmálamenn hætti í fjárfestingaleik með peninga almenningsfyrirtækis eða eyði þeim ekki í risavaxin skrifstofuhús. Enn fremur vilja borgarbúar borga lægri skatta. Sala á Orkuveitunni myndi uppfylla báðar þessar óskir. Sem Reykvíkingur myndi pistlahöfundur styðja hugmyndir þess efnis heilshugar.

Eigin afritun

Kerfi sem geta sjálf búið til eigin afrit og þannig fjölfaldað sig búa yfir mörgum spennandi eiginleikum. Í gær í frétt hér á Deiglunni var sagt frá slíku kerfi, tölvuveiru sem gerði mönnum lífið leitt, en afritunareiginleika kerfa má einnig nota til nytsamlegra hluta.

Titringur í forystusveit Samfylkingarinnar

Vaxandi titrings gætir nú í forystusveit Samfylkingarinnar vegna landsþings flokksins í haust og hugsanlegra breytinga á forystusveitinni þar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er enn í einskismannslandi og Össur Skarphéðinsson þykir vera að styrkja stöðu sína sem formaður.

Ég er ekki öskubakki!

ÖskubakkiStarfsmenn Pétursbúðar við Ægisgötu hafa gripið til nýstárlegs ráðs til að halda stéttinni sinni hreinni. Er eina leiðin til að tryggja hreinar götur borgarinnar að koma fram við borgarbúa eins og börn?

Á að birta álagningu skatta á netinu?

SkattlagningarseðlarÁlagningarseðlar eru birtir í takmarkaðan tíma á hverju ári og einungis á fáum stöðum. Þrátt fyrir þetta eru viðhöfð stór orð um áhrif birtingarinnar. Það vekur því nokkra furðu að enginn tali um enn frekari birtingu. Það er líklega vegna þess að áhrifin eru stórlega ýkt.

Fordómarnir komnir inn í skáp

Hinsegin dagarÁ laugardaginn var mikið um dýrðir í miðbæ Reykjavíkur þegar haldið var upp á hinsegin daga. Samkynhneigðir, og stuðningsmenn réttinda þeirra, létu rigningarsudda ekki á sig fá heldur flykktust í bæinn til að taka þátt í þessum árlega hátíðar- og baráttudegi. Nú er svo komið að samkynhneigðir eru komnir út úr skápunum en fordómarnir hafa tekið sér bólfestu þar í staðinn.

Vopnahlé og vegvísir

Enn sem fyrr eru blikur á lofti fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelsmenn réðust í fyrradag frá landi og úr lofti á hús í Askar-flóttamannabúðunum í Nablus á Vesturbakkanum. Tveir liðsmanna Hamas-samtakanna voru felldir í árásinni. Hamas-samtökin hóta að hefna dauða mannanna. Ljóst er að árásin er ekki til þess fallin að róa öldur ófriðar í Ísrael og Palestínu.

Mættur til leiks á ný í ensku knattspyrnunni

Þann 23. júní síðastliðinn greindi Deiglan fyrst íslenska fjölmiðla frá því að Guðjón Þórðarson leiddi hóp fjárfesta í yfirtöku á enska knattspyrnufélaginu Barnsley. Í dag stjórnar Guðjón liði Barnsley á heimavelli gegn Colchester United í 1. umferð ensku 2. deildarinnar. Hann er því mættur til leiks á ný í ensku knattspyrnunni.

Hámörkum hamingjuna!

skokkHamingja er athyglisvert hugtak. Menn vilja eiga sem mest af henni en samt getur engin sagt hvað hún er. Hins vegar virðast margir hafa sammælst um það hvað hamingja sé ekki. Hamingja er víst „ekki það sama og peningar“, heyrum við oft.

Gagnlegar vangaveltur um skatta

SkattarÍ grein fyrr í vikunni fjallaði Jón Steinsson um leiðir í skattamálum og var ein málsgrein um svokallaðan hátekjuskatt. Þar kom fram sú skoðun greinarhöfundar að hækka frítekjumarkið í 350-400 þúsund og að nefna skattinn öðru nafni. Sú sem skrifar nú er alfarið á móti þessum skatti og finnst hann til þess fallinn að letja fólk til vinnu. Hins vegar er önnur hlið á þessum skatti sem má gagnrýna en það er álagning hans. Skatturinn er greiddur eftir skattaárið og kemur því til greiðslu 1. ágúst árið eftir að teknanna er aflað. Þá er gerð áætlun um greiðslu hátekjuskatts fyrir næsta ár og innheimt eftir því.

Verslunarmannahelgarfár

DrullaEftir umstang verslunarmannahelgarinnar sitjum við eftir með sveitt ennið og öndum léttar – jafnvel þau okkar sem ekkert fóru fengum vænan skerf af útihátíðum í gegnum skrautlega og merkilega einhæfa umfjöllun fjölmiðla sem gerðu mjög afmörkuðum hluta hátíðarinnar skil.

Endalokin nálgast

Hér á Deiglunni hefur áður verið fjallað um hættuna sem mannkyninu stafar af loftsteinum. Það er vonandi að viðbúnaður við þeirri ógn verði aukinn, en jafnvel þótt okkur takist að forðast þá vá, erum við ekki óhult. Því alheimurinn er stór og hættulegur.

Ódýrt flug

FlugfreyjaÞað verður sífellt auðveldara að komast heimshorna á milli og þeim mun ódýrara! Lágfargjaldaflugfélög hafa slegið í gegn um allan heim með hreint ótrúlegum tilboðum. Dæmi um magnað farmiðaverð er London-Brussel á 1.99 pund eða ca. 250 kr íslenskar. Maður kemst nú ekki til Selfoss fyrir þann pening.

Gölluð skattastefna Samfylkingarinnar

skattarÞað voru óskiljanleg mistök af hálfu Samfylkingarinnar að koma ekki fram með skynsamlegar gagntillögur við kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins um afnám eignaskatta og erfðafjárskatta. Slíkar tillögur hefði sett Sjálfstæðisflokkinn í erfiða aðstöðu þar sem hann lagði þunga áherslu á skattamál fyrir kosningarnar.

Líbería

Í síðustu viku létust um 600 manns eftir sprengjuárás á Monroviu, höfuðborg líberíu. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna brást við með því að staðsetja rúmlega 2000 sjóliða út fyrir ströndum landsins. Að undanförnu hefur þrýstingur aukist á bandarísk stjórnvöld að þau stöðvi átökin á milli stjórnar Charles Taylors forseta landsins og uppreisnarsveita.