Haturberar II

Í pistli mínum í gær kom fram að hræðsluáróður kynþáttahatara byggist á þremur lykilþáttum eða klisjum. Í þessum pistli er ætlunin að fjalla um fyrstu klisjuna sem gengur út á heimfærslu neikvæðra frétta um útlendinga upp á alla útlendinga eða einstaka kynþætti.

Haturberar I

Úlfar í sauðagæru

Hér á landi eru nú starfrækt a.m.k. þrjú meint rasistasamtök, Félag íslenskra þjóðernissinna, Félag framfarasinna og hin nýja Aríska upprisa. Þessi samtök berjast öll opinberlega gegn búsetu og dvöl fólks af erlendum uppruna hér á landi. En baráttan gegn nýbúunum einskorðast ekki við þessi félög. Stundum koma fram einstaklingar ótengdir þeim sem boða eða bergmála mikið afturhald í málum útlendinga með sama hræðsluáróðri og einkennir málflutning rasistaklúbbana.

Úr einu í annað

Þankar manns með janfebógleði

bjor3.jpgHvað sem öðru líður er það fyrirtakshugmynd að skála í dag: fyrir afmælisbarninu og fyrir því að loksins hyllir undir vorið, þó svo að ávallt geti brugðið til beggja vona þegar veðrið á í hlut. Verst að enn er ekki hægt rölta út í kjörbúð og kaupa sér einn kaldan til að skála með afmælisbarninu. Pistlahöfundur vonaðist til að geta gert það á fimmtán ára afmælinu en verður líklega að bíða a.m.k. fram að því sextánda.

Ralph Nader farinn fram

hospitality.jpgRalph Nader hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi. Það segir svolítið um bandarísk stjórnmál að fylgið sem Ralph Nader fékk fyrir 4 árum síðan er svipað fylginu sem Ástþór Magnússon fékk í forsetakosningunum 1996. Svo mikil eru áhrif þriðju framboða á bandarísk stjórnmál.

Eru kosningar lýðræði?

Ef miðað er við síðustu fimm ár virðist frelsi borgaranna vera á undanhaldi í heiminum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir um framtíð Afganistan og Írak.

Gestrisin landsbyggð

hospitality.jpgAð einu leyti er íslenska landsbyggðin aðdáunarverð. Víða erlendis yrði erfitt að troða óvinsælu mannvirki eða vandræðastofnun inn í smátt bæjarfélag. Menn stofna félög og hlekkja hönd við fót bara til að koma í veg fyrir að útvarpsmastur verði reist í bænum, meðferðarstofnun flutt þangað eða nýtt fangelsi byggt. Slíkir baráttumenn hafa verið kallaðir NIMBA-fighters, fyrir „Not in My Backyard,“ enda fáir þeirra sem leggjast gegn fyrirbærum sem slíkum en vilja, af misfordómafullum ástæðum, að þeir verði hafðir annars staðar en í bakgarðinum hjá þeim. Hér á landi er þessu öfugt farið.

Líknarfélög og erfðafjárskattur

T-boern-mette.jpgÞann 10. desember síðastliðinn lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til laga um erfðafjárskatt. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög frá árinu 1984 um sama efni. Í frumvarpinu kemur fram að helstu breytingar miði að því að lækka skatthlutföll og hækka skattfrelsismörk og draga þar með úr jaðarskattsáhrifum. Samkvæmt frumvarpinu verður vikið frá stighækkandi skatthlutföllum sem í eðli sínu er ógagnsætt og flókið fyrirbæri. Þá verður einstaklingum í staðfestri samvist tryggð sömu réttindi og hjón og sambýlisfólk af gagnstæðu kyni hafa samkvæmt núgildandi lögum.

Fram, fram í framboð!

asthor.jpgÍslendingar munu á árinu velja sér forseta. Ástþór Magnússon er einn þeirra sem hyggjast skila inn framboði og hefur framboð hans hefur verið gagnrýnt fyrir að kalla á of mikinn kostnað m.v. líklegt fylgi. Pistlahöfundur telur alla slíka umræðu vera til þess fallna að grafa undan þeim lýðræðislegu gildum sem þjóðfélag okkar byggir á.

e-dólgar

Nýlega kynnti SPRON nýtt greiðslukort sem ber hið frumlega nafn e-kort. Kortaumsóknin er fjölmargar síður og þar verða umsækjendur að gefa ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar um sig t.d. margvíslegar upplýsingar um fjárhag, fjölskyldu, menntun, atvinnu, viðskipta- og vanskilasögu. En þessi hnýsni er bara toppurinn á ísjakanum. Til að bæta gráu ofan á svart þá kemur fram í umsókninni að viðkomandi samþykki að öll notkun hans á kortinu sé skráð og notuð ásamt hinum upplýsingunum til að búa til svokallað persónusnið um hann.

Ertu alveg viss?

Sagt hefur verið að tvennt verði aldrei hægt að sanna eða afsanna. Í fyrsta lagi að Guð sé til, og í öðru lagi að heimurinn sé til. Þótt nútímaheimspekingar þykist eftir aldalangar rannsóknir vera búnir að slá því nokkuð föstu að heimurinn sé í raun og veru til, er áhugavert að sjá hversu mikilli orku nútímamaðurinn eyðir í slíkar vangaveltur.

Útópían Ísland

lesbian.thm.jpgÞessa dagana er hart deilt um réttindi samkynhneigðra í Bandaríkjunum í kjölfar þess að Gavin Newsom borgarstjóri San Francisco ákvað að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni. Bæði George Bush forseti Bandaríkjanna og Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri í Kaliforníu hafa lýst yfir andstöðu sinni við stefnu borgarstjórans. Bush er að íhuga hvort breyta eigi stjórnarskránni og banna þar afdráttarlaust hjónabönd samkynhneigðra, en Schwarzenegger hefur lýst þeirri túlkun sinni að þau séu þegar bönnuð samkvæmt lögum Kaliforníuríkis.

Neysla slikks veldur offitu, jafnvel dauða

Bresk stjórnvöld íhuga nú að leggja sérstakan „fituskatt” á óhollan mat til þess að bregðast við vaxandi offituvandamáli hjá þjóðinni. Hugmyndir hafa verið settar fram um að merkja matvörur á þann hátt að ekki fari á milli mála hvaða matur sé óhollur og hver ekki. Sérstaklega eru hér hafðar í huga neysluvörur á borð við hamborgara, kartöfluflögur og gosdrykki.

Ertu að selja fasteign?

realtor.jpgFasteignasalar hafa meiri hag af því að selja sem flestar eignir en að fá sem hæst verð fyrir hverja og eina eign. Þeir eru því of fljótir að ráðleggja fólki að taka tilboði í eignir sínar.

Stjórnarskrárbreytingar

Skjaldamerki2.jpgBreytingar á stjórnarskrá Íslands hafa komið til tals að undanförnu. Hafa þær hugmyndir einkum snúist um hlutverk Forsetans og skemmtanafrelsi. Hins vegar hefur ekki komið til tals að undanförnu að bæta við tveimur ákvæðum sem hafa yfir sér alþjóðlegt yfirbragð og löngu er tímabært að bæta við. Fyrra ákvæðið er um beinar heimildir til framsals ríkisvalds við gerð þjóðréttarsamninga og hið síðara um skerðingu mannréttinda á hættutímum.

Stórt, bandarískt fyrirtæki

mcdonaldsprotest.jpgSvo margt vont hefur verið skrifað um McDonald’s á Netið gegnum tíðina að einn skitinn föstudagspistill sem hallast að hinni hlið málsins mun lítil áhfrif hafa á þau hlutföll. En hér kemur hann nú samt.

Bestu kaupin

samherjilogo.gifÁrið 2003 var frábært fyrir hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðinn og aldrei hefur orðið önnur eins eignamyndun í íslensku samfélagi. Þótt nokkuð sé liðið á nýtt ár ætlar pistlahöfundur að nefna til sögunnar bestu og athyglisverðustu hlutabréfakaupin sem áttu sér stað í Kauphöll Íslands á nýliðnu ári.

Er Giuliani spaðaásinn?

giuliani.jpgAthygli manna beinist nú í ríkari mæli að forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum næstkomandi haust. Reyndar eru forsetakosningar hér á landi í millitíðinni og þó svo að hvorki George Bush né John Kerry séu sérstaklega tilkomumiklir stjórnmálamenn, þá hafa þeir engu að síður vinninginn fram yfir Ólaf Ragnar Grímsson og Ástþór Magnússon.

GATTCATGGCTGAAA TCGTGTTTGACCAGC

dna.jpgEitt magnaðasta verkefni nútímans á sviði vísindanna hófst árið 1990 þegar hafist var handa við kortlagningu erfðaefnis mannsins (e. Human Genome Project). Verkefnið hefur þegar stuðlað að margvíslegum framförum í læknisfræði og allt bendir til að áhrifin verði enn víðtækari í framtíðinni.

Óheilbrigð hræsni

doctortv.jpgÍ síðustu viku varð mikið fjaðrafok í kringum lýtaaðgerð sem stóð til að fylgjast með í sjónvarpsþættinum Ísland í bítið. Lýtalæknirinn sem hugðist framkvæma aðgerðina var kallaður til landlæknis sem setti honum stólinn fyrir dyrnar þar sem aðgerðin fæli í sér auglýsingu. Varð niðurstaðan sú að aðgerðin verður framkvæmd fjarri sjónvarpsmyndavélum.

Senn líður að endurkjöri Pútíns…

PútínÍ síðustu viku kvörtuðu forsetaframbjóðendur í Rússlandi yfir rússnesku ríkisfjölmiðlunum eftir að þeir sjónvörpuðu hálftíma ávarpi Pútíns forseta á besta tíma er hann hóf baráttu sína fyrir endurkjöri. Fyrr sama dag hafði forsetinn neitað að taka þátt í umræðuþætti með öðrum forsetaframbjóðendum og það sem meira er að ekki var minnst einu orði á þann umræðuþátt í kvöldfréttatímum sama dag. Framganga rússnesku ríkisfjölmiðlanna er gagnrýnisverð og ekki er langt síðan að fréttaþulur á einni ríkisstöðinni lét þau orð falla í útsendingu að senn liði að „endurkjöri Pútíns“.