Senn líður að endurkjöri Pútíns…

PútínÍ síðustu viku kvörtuðu forsetaframbjóðendur í Rússlandi yfir rússnesku ríkisfjölmiðlunum eftir að þeir sjónvörpuðu hálftíma ávarpi Pútíns forseta á besta tíma er hann hóf baráttu sína fyrir endurkjöri. Fyrr sama dag hafði forsetinn neitað að taka þátt í umræðuþætti með öðrum forsetaframbjóðendum og það sem meira er að ekki var minnst einu orði á þann umræðuþátt í kvöldfréttatímum sama dag. Framganga rússnesku ríkisfjölmiðlanna er gagnrýnisverð og ekki er langt síðan að fréttaþulur á einni ríkisstöðinni lét þau orð falla í útsendingu að senn liði að „endurkjöri Pútíns“.

PútínÍ síðustu viku kvörtuðu forsetaframbjóðendur í Rússlandi yfir rússnesku ríkisfjölmiðlunum eftir að þeir sjónvörpuðu hálftíma ávarpi Pútíns forseta á besta tíma er hann hóf baráttu sína fyrir endurkjöri. Fyrr sama dag hafði forsetinn neitað að taka þátt í umræðuþætti með öðrum forsetaframbjóðendum og það sem meira er að ekki var minnst einu orði á þann umræðuþátt í kvöldfréttatímum sama dag. Framganga rússnesku ríkisfjölmiðlanna er gagnrýnisverð og ekki er langt síðan að fréttaþulur á einni ríkisstöðinni lét þau orð falla í útsendingu að senn liði að „endurkjöri Pútíns“.

Fyrir skömmu hitti pistlahöfundur unga konu frá Karelíu í Rússlandi sem hafði margt áhugavert að segja um rússnesk stjórnmál og hafði hún greinilega áhyggjur af lýðræðisþróun þar í landi. Henni fannst komandi forsetakosningar vera hálfgerður brandari og löngu fyrirséð hver úrslit yrðu enda ríkisfjölmiðlum ákaft beitt í þeim efnum. Hins vegar væri því ekki að neita að Pútin forseti er mjög vinsæll á meðal almennings og eldra fólkið hreinlega elskar hann. Það er vant því að vera stjórnað og vill öflugan leiðtoga fyrir „heimsveldið“. Yngra fólkið er hins vegar uggandi yfir þróuninni, sérstaklega eftir síðustu þingkosningarnar þar sem flokkar hliðhollir Pútin fengu meirihluta í Dúmunni. En unga fólkið hefur hins vegar lítinn áhuga á stjórnmálum og mætir ekki á kjörstað sem hún segir að sé ein meginástæða fyrir niðurstöðu síðustu kosninga….og fyrirséðri niðurstöðu næstkomandi kosninga.

Eftr hrun kommúnismans urðu kynslóðaskil hjá rússnesku þjóðinni. Eldra fólk, sem alið var upp í forsjárhyggju kommúnismans á erfitt með að fóta sig í markaðshagkerfinu og vill aftur fá sterkan leiðtoga til þess að sjá um það, jafnvel þó það kosti einhverja frelsisskerðingu. Unga fólkið aftur á móti, sem hefur náð að aðlagast markaðshagkerfinu og þróa það áfram, vill ganga lengra í frjálsræðisátt en sýnir þó stjórnmálum takmarkaðan áhuga. Það hefur átt auðvelt með að tileinka sér nýja siði og hefur að miklu leyti byggt upp viðskiptalífið eftir hrun, sem aftur heldur uppi allri þjóðinni. En unga fólkinu finnst ekki þess virði að taka þátt í stjórnmálastarfi og virðast ekki sjá tengslin á milli viðskiptalífs og stjórnmála. Það býður hættunni heim því stjórnmálin setja leikreglur viðskiptalífsins. Það er sorgleg og hættuleg þróun og ef fram heldur sem horfir gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar.

Í gærkvöldi var kastljósi RÚV beint að forsetakosningum í Bandaríkjunum, þessu 260 milljón manna landi sem við bæði elskum og hötum. Varla líður sá dagur að við heyrum ekki eitthvað minnst á kosningarnar eða forkosningarnar þar í landi. En um forsetakosningarnar í 160 milljón manna Rússlandi heyrum við lítið sem ekkert um. Það má ekki gerast, frelsisins vegna.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)