Ósanngjörn atlaga að menntamálaráðherra

Öfgaleysi í trúmálum er gæfa okkar Íslendinga. Vonandi er upphlaup og ósanngjörn atlaga einstakra stjórnamálamanna að menntamálaráðherra vegna breytinga á grunnskólalögum ekki til marks um breytingu í þeim efnum.

Númeró Únó auðvitað!

Hvað gerir þjóð, sem á örskömmum tíma hefur notað nær fullkomlega brenglaða sjálfsmynd sína til að brjótast úr örbrigð og fátækt þróunarríkisins yfir í skínandi fordæmi hins vestræna heims þegar hún loksins meðtekur að hún er orðin sú fremsta? Góðir Íslendingar … við erum búnir að ná þessu. Við þurfum ekki lengur að vinna af tvöföldum krafti til að ná framar öðrum þjóðum. Þetta er eiginlega bara komið hjá okkur. Hvað gerum við núna?

Rauði herinn um höfin blá

Í gær bárust fregnir um að rússneskt flugmóðurskip, ásamt ellefu öðrum herskipum og að öllum líkindum kafbátum, væru á leið inni í íslenska efnahagslögsögu suðaustur af landinu. Á fréttavefnum Vísi var fullyrt að flotadeildin þyrfti ekki að leita leyfa til að fara inn í efnahagslögsöguna en hún mætti ekki fara inn í landhelgina án leyfis. Fullyrðingin er ekki alls kostar rétt.

„Kristnir fá frí“

Mundi Jesús halda fermingarferð á skólatíma? Mundi Jesús sækja um leyfi til að kristnu börnin kæmust í þessa ferð? Mundi hann sækja um slíkt leyfi í heilu lagi fyrir allan hópinn eða mundi hann láta hvert foreldri faxa sína eigin beiðni til skólastjórans? Og hvað mundi hann gera ef hann væri skólastjórinn? Mundi hann veita leyfið eða ekki?

Erfið eigendaskipti

Í síðustu viku fylltust allir helstu netmiðlarnir af fréttum um deilur milli Rafael Benitez og nýrra bandarískra eigenda Liverpool. Slíkar deilur eru sífellt algengari í ensku úrvalsdeildinni og virðast þær haldast í hendur við breytt eignarhald hjá stærstu félögunum í deildinni.

Málefnasvelti Vinstri grænna

Vinstri Grænir segja ríkisstjórnina svelta heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu á fjármagni með einkavæðingu í huga. Það væri áhugavert að fá að vita hvernig Vinstri grænir komust að því að fjársvelti væri undanfari einkavæðingar. Það má geta sér til að útskýringin á þessari niðurstöðu sé jafnvel sú að VG hafi verið alltof uppteknir af því að vera á móti einkavæðingu í gegnum tíðina þannig að flokksmenn hafi ekki getað gefið sér tíma til að kynna sér ferli einkavæðingar.

Pútínismi

Það kom ekki mörgum á óvart að Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns, forseta landsins, fékk meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar voru nú í byrjun desember. Kosningarnar sýna okkur hins vegar hversu nauðsynlegt það er fyrir Rússland að stuðla að auknu lýðræði og breyttu hugarfari almennings gagnvart lýðræðishugmyndinni og valdadreifingu.

Borgarbyggð á bankamarkaði

Sparisjóður Mýrasýslu er í opinberri eigu og meirihluti bæjarstjórnar sér enga ástæðu til að breyta því. Eru tímar ríkisumsvifa á bankamarkaði ekki liðnir?

Ónýtt sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir

Í haust skapaðist nokkur umræða um ungan athafnamann sem hafði hafið framleiðslu á skyri úti í Bandaríkjunum og einkarétt sem Mjólkursamsalan ætlaði að nýta sér til að koma í veg fyrir framtakið.

Fullorðnir heimskari en áður?

Ein þreyttasta tugga allra tíma er sú staðhæfing að ungt fólk sé á einhvern hátt orðið, dónalegra, háværara, heimskara og latara en það var einu sinni. Slíkar staðhæfingar virðist mega setja fram án nokkurs vísindalegs rökstuðnings heldur nægir oftast óljós tilfinning manna sem voru ungir einu sinni en hafa hætt því. En sjónarhorn skipir auðvitað heilmiklu máli. Þannig er það pistlahöfundi ljóst að fullorðið fólk sé orðið bæði leiðinlegra, dónalegra og heimskara en það var fyrir 20 árum síðan.

Teis!!!

Bandaríska fyrirtækið Taser International framleiðir lömunarvopn (stun guns) sem verða æ vinsælli meðal löggæsluliðs og hernaðaryfirvalda. Fyrirtækið vinnur ötullega að útvíkkun vörulínu sinnar.

10 ráð gegn jólastressinu

Jæja jólin bara á næsta leiti, alltaf kemur þetta manni jafn mikið á óvart. Hvað þarf svo að undirbúa fyrir þessi jól? Það eru jú pakkarnir, kortin, kökurnar, skrautið, tréð og ég veit ekki hvað meira. Aldrei virðist þessi tími vera afslappaður, allir eru á þönum að ná að klára hitt og þetta.

Aukin menntun kennara – betra menntakerfi?

Niðurstöður PISA könnunarinnar voru kynntar á dögunum og leiddu í ljós slakan árangur íslenskra nemenda.Staða Íslands hefur versnað frá árinu 2000 og eru íslenskir nemendur í næst neðsta sæti af Norðurlöndunum.

Pólverjinn sem vissi ekki betur

Hamingjusama hóran er komin með kærasta. Það er Pólverjinn sem vissi ekki að ölvunarakstur væri bannaður. Saman geta þau haldist í hendur, horft á sólsetrið og ort ljóð um hvernig sé að vera ungur, fátækur og ekki til.

Bragðdaufa, hlutlausa meðalmennskulandið

Það virðist vera einhvers konar hlutleysis- og meðalmennskufaraldur að ríða yfir íslenskt þjóðfélag um þessar mundir. Gallinn er sá að ef allir eiga að vera svona jafnir þá leiðir það jú af sjálfu sér að enginn er fyrir ofan meðaltal. Enginn er framúrskarandi og enginn togar upp meðaltalið.

PÍS (ÁT) prófin

Þrátt fyrir að eyða öðrum meira í menntamál þá færist Ísland hratt og örugglega niður í PISA könnunum. Hvar liggur vandamálið og er það tilviljun að hér eru sömu sjúkleikamerki og í heilbrigðiskerfinu: Íslendingar eyða öðrum meira en fá minna?

Jafnréttisfrumvarpið – hver er breytingin?

Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til nýrra jafnréttislaga á þingi. Hverju breytir þetta frumvarp frá því sem nú er í lögum og hversu gagnlegar eru þessar breytingar fyrir það markmið sem allir eru sammála um; jöfn tækifæri kynjanna?

Hrun dollarans

Árið 2000 kostaði um tíma 0.85 bandaríkjadali að kaupa eina evru. Í dag þurfa Bandaríkjamenn hins vegar að greiða 1.46 dali fyrir hverja evru sem þeir kaupa. Á þessum tíma hefur gengi dollarans gagnvart evru því hrunið um rúmlega 40%. En það eru mörg ríki sem festa gengi gjaldmiðla sinna við dollarann. Gengi þessara gjaldmiðla hefur því hrunið að sama skapi og gengi bandaríkjadollara.

Hvað skal gera í húsnæðismálum?

Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og undanfarið hefur vaxtakostnaður af húsnæðislánum hækkað snarlega. Hvernig á ríkisvaldið að bregðast við og hvaða aðgerðir eru líklegar til að skila varanlegum árangri?

100 kaloríur

Nýjasta æðið í heilsubætingu í Bandaríkjunum eru „100 kaloríupakkar“, sem innihalda pakka sem hver og einn inniheldur 100 kaloríur af snakki. Íslenskar verlsanir hafa alls ekki kveikt á þessu, en í Bandaríkjunum hefur úrvalið aukist 10 falt frá því fyrir ári síðan.