10 ráð gegn jólastressinu

Jæja jólin bara á næsta leiti, alltaf kemur þetta manni jafn mikið á óvart. Hvað þarf svo að undirbúa fyrir þessi jól? Það eru jú pakkarnir, kortin, kökurnar, skrautið, tréð og ég veit ekki hvað meira. Aldrei virðist þessi tími vera afslappaður, allir eru á þönum að ná að klára hitt og þetta.

Jæja jólin bara á næsta leiti, alltaf kemur þetta manni jafn mikið á óvart. Hvað þarf svo að undirbúa fyrir þessi jól? Það eru jú pakkarnir, kortin, kökurnar, skrautið, tréð og ég veit ekki hvað meira. Aldrei virðist þessi tími vera afslappaður, allir eru á þönum að ná að klára hitt og þetta. Hér eru 10 heillaráð til þess að gera jólin þín aðeins afslappaðari:

1. Minnkaðu jólakortalistan, farðu yfir það hverjir sendu þér jólakort í fyrra og sendu þeim kort en slepptu hinum. Í versta falli ef einhver sendir þér kort sem þú sendir ekki þá getiru bara sent eitt milli jóla og nýárs og sá hinn sami heldur bara að þú hafir sent það aðeins og seint og ekki náðst í tæka tíð.
2. Jólapakkarnir eru alltaf jafn mikið vesen, þú þarft kannski að kaupa 10 gjafir sem þýðir mjög líklega 20 verslanir. Rangt. 3 verslanir er algert hámark. Þú tekur annað hvort þann pól í hæðina að kaupa geisladisk, dvd eða tölvuleik handa krökkunum eða bók. Þá er bara annað hvort MAX eða Eymundsson. Fyrir karlmenn er hægt að fara í einhverja herrafataverslun og reddað sokkum, bindi, ermahnöppum, skyrtu eða hverju öðru sem karlmenn klæðast. Fyrir konuna er alltaf klassískt að kíkja í snyrtivöruverslun kaupa gjafapakkninar fullar af ilmum, kremum og öðru sem konurnar geta notað til að dekra við sig yfir hátíðarnar. Allt þetta í 3 verslunum
3. Það þarf víst að baka kökur fyrir jólin, sumir eru í því að baka 10 til 15 sortir. Hér er heillaráð dagsins, þetta er allt selt í matvöruverslunum. Ef þig langar í lyktina þá mæli ég með því að kaupa deig frá Jóa Fel eða eitthvað og rúlla út piparkökum til þess eins að fá lyktina.
4. Skrautið er alltaf smá vandamál, það þarf víst að skreyta heimilið til þess að maður komist í jólafílingin og maður sleppur ekkert við það. Skelltu á uppáhalds jólalögunum þínum og þetta er létt verk. Svo er bara að passa að ganga vel frá þessu þegar jólin eru búin þannig að á næsta ári verður þetta létt verk, allt á sínum stað og þú veist nákvælega hvar þetta lýtur best út.
5. Ég hef mjög sterkar skoðanir á jólatrjám. Besta lausnin til að sleppa við allt stress er að kaup eitt stykki gerfijólatré þannig ertu búin að losna við vesenið hér eftir. Eitt tré sem endist í mörg mörg ár. Þau líta líka orðið svo vel út.
6. Spilakvöld fyrir jólin. Ég mæli með því að taka eitt Trivial kvöld með svona fjórum vinum, með jólaöl og smákökur í hönd. Ekkert stress í kringum það nema að vinna spilið auðvitað.
7. Farðu á eitt stykki jólatónleika, það er ekkert meira róandi en falleg jólalög í kuldanum. Inn á www.midi.is má finna fullt af skemmtilegum jólatónleikum.
8. Forðastu kringluna viku fyrir jól, það er ekkert sem stressar mann meira upp en ferð í Kringluna nokkrum dögum fyrir jólin.
9. Ekki geyma eina jólagjöf fram á Þorláksmessu, vertu bara búin að þessu. Gakktu svo niður Laugarveginn á Þorláksmessu með einhverjum skemmtilegum félaga, fáðu þér kakó „To go“ og njóttu þess að vita að þú ert í fríi og þú ert að fara borða góðan mat í marga daga í röð.
10. Mundu bara að þetta eru jólin, þau eiga að vera tíma ljós og friðar ekki pakka og stress. Leggstu svo upp í rúm með góða bók, smákökur og mjólk.

Ég óska þér góðrar helgar, ekki stressa þig neitt um þessa helgi. Bara rólegheit og næs.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.