Sagt hefur verið að leiðin til heljar sé vörðuð góðum fyrirætlunum. Fá svið mannlífsins falla betur að því máltæki en stjórnmálin. Algengast er að fólk sem starfar á stjórnmálasviðinu taki ákvarðanir með góðum hug með þveröfugum afleiðingum.
Mörg fyrirtæki bæði innanlands og utan hafa farið þá leið að banna samskiptavefi eins og Twitter og Facebook. Yfirleitt eru áhyggjur fyrirtækja af tvennum toga, annars vegar eru þær að starfsmönnum er ekki treyst að þegja yfir leyndarmálum fyrirtækisins og að þeir muni deila þeim á leiftur hraða í gegnum þessar síður. Hin megin rökin hafa verið að síðurnar séu einfaldlega tímaþjófur og starfsmönnum sé ekki treystandi að verja eðlilegum tíma á þessum síðum.
Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ráðherrum og stjórnarliðum orðið tíðrætt um hið norræna velferðarsamfélag sem þeir vilja byggja hér upp. Mörgum líst eflaust vel á og þar með talið undirritaðri sem lengi hefur verið ákaflega hrifin af velferðarsamfélögum Norðurlandanna. Í vikunni fóru þó að renna á mig tvær grímur og ég velti því fyrir mér hvort ég hafi allan tímann misskilið hugtakið „norrænt velferðarsamfélag“. Aðgerðir stjórnvalda virðast nefnilega ekki hafa það að augnamiði að ná þessu göfuga markmiði nema síður sé.
Eina albestu dæmisögu sem ég hef heyrt er að finna í bókinni Alkemistanum eftir Paulo Coelho. Þar segir frá ungum kaupmannssyni sem dreymdi um að nema leyndardóm hamingjunnar af vitringi einum og lagði á sig langt ferðalag til að finna höll hans í eyðimörkinni.
Í allri umræðunni um efnahagsmál á Íslandi eru ákveðin orð eða heiti notuð reglulega. Sem dæmi má nefna: „erlendir fjárfestar“, „kröfuhafar bankanna“ og „eigendur jöklabréfa“. Hvernig stendur eiginlega á þessu endalausa nafnleysi?
Núverandi ríkisstjórn á Íslandi virðist, ef marka má fréttir síðustu daga, veðja á að aðild Íslands að ESB muni leysa flest okkar vandamál og því sé bæði eðlilegt og nauðsynlegt að fórna því sem til þarf til að svo megi verða. Enginn hefur útskýrt á skýran og greinargóðan hátt hvernig aðild muni koma Íslandi til bjargar en í stað þess er boðið upp á óljóst tal um lækkun matvöruverðs, aukna tiltrú erlendis og styrkingu krónunnar.
Sú ákvörðun Evrópusambandsins að hætta aðildarviðræðum við Króata er allrar athygli verð, ekki síst vegna þeirrar fyrirætlunar ríkisstjórnar Íslands að sækja um aðild að sambandinu eigi síðar en í haust.
Um fátt annað er rætt þessa dagana en mikilvægi þess að snúa þróun efnahagsmála við og koma ríkisfjármálunum í betra horf. Því eru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna um breytingar á skattlagningu lífeyrisiðgjalda kærkomið innlegg í umræðurnar. Tillögur sem hægt er að taka afstöðu til, vera á með eða á móti. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar í raun?
Það er of snemmt að geta sér til um hvað stærsti lærdómurinn af þessari kreppu verður. En eitt atriði sem við höfum lært er nauðsyn þess að ríkisvaldið hafi tök á því að taka tímabundið yfir stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki og endurskipuleggja þau fjárhagslega þegar þau lenda í vanda.
Ævisögur og þá sérstaklega sjálfsævisögur hafa verið vinsælar á undanförnum árum á bókamarkaðnum. Ævisögurnar eru mismerkilegar en saga Íslendingsins Leifs Muller er bók sem enginn á að skilja ósnerta.
Í dag höldum við 19.júní, kvenréttindadaginn, hátíðlegan en þennan dag árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Dagurinn í dag ætti að vera okkur áminning um að enn er jafnrétti kynjanna ekki náð að fullu en einnig ættum við að fagna þeim áföngum sem nú þegar hafa náðst.
Um tíma leit út fyrir að Strætónotkun leggðist af í núverandi mynd á höfuðborgarsvæðinu. Endastopp: Þjóðminjasafnið. En í kjölfar efnahagskreppu má spyrja hvort sá guli, sem missti kynþokka sinn fyrir allnokkru síðan, sé kannski að fara að endurheimta hann. Kannski ekki alveg. En með réttum ákvörðunum í náinni og fjarlægri framtíð er ekkert útilokað.
Í gær var sléttur mánuður frá því að Alþingi kom saman að loknum kosningum. Á þingi tóku sæti 27 nýir þingmenn auk margra góðra reynslubolta sem allir áttu það sameiginlegt, samkvæmt minni upplifun, að vilja bretta upp ermar og taka til óspilltra málanna við að endurreisa efnahag landsins. En orð og efndir fara ekki alltaf saman í pólitík og virðist það vera að sannast á yfirstandandi sumarþingi, eða hvað?
Félagshyggjustjórnin hefur beint spjótum sínum að námsmönnum til þess að reyna að hagræða í ríkisrekstri. Þetta er þvert á það sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu námsmönnum í kosningabaráttu sinni í vor.
Eftir að hafa borðað milljarða í morgunamat í nokkur ár nærist alþýðan nú á gjaldþrotum, svikum og prettum eins og þau birtast okkur í fyrirsögnum morgunblaðanna. Leikendur eru mikið til þeir sömu og áður en leikmunirnir aðrir – milljarðar í gær, undaskot í dag, Kvíabryggja á morgun. Það er merkilegt til þess að hugsa að í áraráðir skuli heil þjóð hafa komið út sem hvítþegið bleyjubarn í alþjóðlegum spillingarkönnunum en virðist nú vera samansafn gerspilltra fjárglæframanna.
Í fréttum í gærkvöldi var fjallað um umdeilda heimasíðu, ringulreid.org, sem vefþjónn Vodafone lokaði 10. júní. Þetta var gert þar sem talið var að á síðunni hafi farið fram rafrænt einelt og ærumeiðandi ummæli. Í þættinum Ísland í dag var svo bætt um betur og talið að á síðunni birtist barnaklám. Ásakanirnar eru því af ýmsum toga sem athyglisvert er að skoða nánar.
Í gegnum árin hafa ríki sett ákveðna hluti á bannlista og í flestum tilvikum er erfitt að breyta því. Að vísu var áfengi bannað í stuttan tíma áður en það var leyft aftur, en það er undantekningin frekar en reglan. Hvernig er samt staðan í dag? Eru einhverjir hlutir sem við ættum að líta á aftur og leyfa? Er ekki líka nauðsynlegt að spyrja sig af hverju bannið var sett á?
Það eru gömul sannindi og ný að fiskveiðilögin verða erfiðasta samningsatriðið ef til þess kemur að Ísland sæki um aðild að ESB. Þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum 116/2006 um stjórn fiskveiða að úthlutun aflaheimilda skapi ekki „eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“ er nánast öruggt að dómsmál verða höfðuð verði gerðar á þeim umfangsmiklar breytingar. En fyrir ESB yrðu lög 116/2006 líklega einfaldari viðureignar en lög 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
Það er skiljanlegt, en jafnframt rangt af meirihluta Stúdentaráðs að leggjast gegn gjaldskyldu á mest ásetnu bílastæðunum við Háskóla Íslands. Ekki einasta gengur það gegn eðlilegri hugsun í nýtingu og framboði, rétti háskólans til að taka gjald af veittri þjónustu til ákveðins hóps, heldur styðja þeir ósjálfbæra og óréttláta styrkveitingu skólans til þess hóps sem í dag kemur á bíl, á kostnað þeirra sem það gera ekki.
Staðan eins og ég sé hana í dag. Hún er slæm en það hafa allir vitað um nokkurn tíma. Stjórnmálaflokkarnir brugðu á það ráð í síðustu kosningum að bindast þegjandi samkomulagi um að segja ekki að staðan væri slæm. Þeir skýldu sér á bakvið að það lægi ekki fyrir hversu slæm hún væri og því væri ómögulegt að segja nokkuð. Svo láta menn eins og það sé að renna upp fyrir þeim núna að staðan sé virkilega slæm og að það þurfi að skera niður – líka í velferðarmálum.