Eru fjárhættuspil áhættunnar virði?

Í gegnum árin hafa ríki sett ákveðna hluti á bannlista og í flestum tilvikum er erfitt að breyta því. Að vísu var áfengi bannað í stuttan tíma áður en það var leyft aftur, en það er undantekningin frekar en reglan. Hvernig er samt staðan í dag? Eru einhverjir hlutir sem við ættum að líta á aftur og leyfa? Er ekki líka nauðsynlegt að spyrja sig af hverju bannið var sett á?

Í gegnum árin hafa ríki sett ákveðna hluti á bannlista og í flestum tilvikum er erfitt að breyta því. Að vísu var áfengi bannað í stuttan tíma áður en það var leyft aftur, en það er undantekningin frekar en reglan. Hvernig er samt staðan í dag? Eru einhverjir hlutir sem við ættum að líta á aftur og leyfa? Er ekki líka nauðsynlegt að spyrja sig af hverju bannið var sett á?

Stundum eru hlutir bannaðir út af þeirri hættu sem þeir geta valdið heilsu notanda. Aðrir vegna hættu sem notandi getur valdið öðrum. Sumt er hreinlega ólöglegt út af hefðum sem hafa skapast í gegnum árin. Til að mynda eru fjárhættuspil bönnuð þó þau séu ekki líkamlega heilsuspillandi. Löggjöfin hefur í raun meira með siðgæði kirkjunnar að gera en nokkuð annað. Því engin leikur of mikið af rúllettu og deyr, engin spilar aðeins of margar umferðir af 21 sest svo upp í bíl sér og öðrum til hættu.

Margir kunna nú að segja að þetta væri ekki tíminn til að velta fyrir sér þessum hlutum en það er akkurat málið. Þetta er hárrétti tíminn. Hér er einföld aðferð til að komi fjármagni í umferð. Bæði innlendu og erlendu. Margir ferðamenn sækja í spilavíti annars staðar og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér? Til að mynda er Monakó mjög vinsæll áfangastaður sem leyfir svona spilamennsku.

Það er staðreynd að sumir sem verða forfallnir fíklar geta ekki hamið sig og eyða aleigunni. Þetta er vissulega slæmt, sérstaklega þegar kreppa hrjáir okkur öll. Samt í samanburði við áfengi eru afleiðingarnar ekki jafn miklar. Árlega deyr fjöldi fólks vegna áfengisneyslu en þjóðfélagið sættir sig við það. Helsti skaði af völdum fjárhættuspila er fjárhagslegur en ekki heilsufarslegur. Getur þjóðin ekki sætt sig við það?

Annað sem gleymist líka oft í umræðunni eru þær afleiðingar sem bannið hefur á venjulegt fólk. Því að þeir sem vilja stunda fjárhættuspil finna sér staði til þess, hvort sem er í netheimum eða í spilavítum undirheimanna. Á þeim stöðum erum við að sjá flótta fjármagns úr landi annars vegar og ólögleg lán til spilara hins vegar. Væri þá ekki betra að fá tekjurnar til innlendra aðila, sjá til þess að menn spiluðu ekki umfram fjárhagslega getu og leyfa ríkinu að hagnaðist í leiðinni.

Þó að mörgum finnist svona spilamennska ósiðleg þá eru margir sem spila reglulega. Væri ekki eðlilegt að lögleiða það sem stór hluti landsmanna stundar? Til að mynda eru Lottó og 1×2 ekkert annað en fjárhættuspil þar sem líkur á vinningi eru hverfandi. Á tímum sem þessum þörfnumst við meira flæði fjármagns og þetta ein leið til að bæta það. Kannski mundi þetta ekki redda öllu en það gæti hjálpað til.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.