Helgarnestið er að þessu sinni tileinkað blíðunni, ís á Austurvelli og ómálefnalegri umfjöllun um æðstu ráðamenn landsins.
Daglega notum við lykilorð, t.d. til að komast inn á tölvurnar okkar, lesa tölvupóstinn okkar, fara inn á bankann og vefsíður sem við höfum áhuga á, og til að fá aðgengi að ýmissri þjónustu sem er að finna á netinu.
Forseti Íslands neitaði nú á miðvikudag að undirrita lög í fyrsta skipti í sögu lýðveldissins. Miklar deilur eru óhjákvæmilegar í kjölfar slíkrar synjunar enda hafa fjölmiðlar nú sett í fluggírinn. En er allt að verða vitlaust?
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hann hyggðist leggja nýsamþykkt lög um fjölmiðla í dóm þjóðarinnar, skv. 26. gr. stjórnarskrá, var ljóst að í hönd fer eitt mesta umrótarsumar frá stofnun lýðveldisins. Áður bragðdauf kosningabarátta til forseta mun efalaust snúast um þessa embættisgjörð og mikill hamagangur er fyrirsjáanlegur í kringum væntanlega þjóðaatkvæðagreiðslu.
Gagnrýni á félagsmálaráðherra vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu hefur beinst að þeirri staðreynd að ríkið veitir fjármálafyrirtækjum aukina samkeppni á lánamarkaði með ríkistryggðum lánum. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar, úr húsnæðislánum í peningalán, á húsnæðismarkaðinn sjálfan?
Það styttist óðum í kosningar til Evrópuþingsins, en 10. júní næstkomandi ganga íbúar Evrópusambandsins að kjörborðinu og velja fulltrúa sína á þingið. Áhugi almennings á kosningunum virðist hins vegar vera takmarkaður.
Þverganga Venusar mun eiga sér stað 8. júní næstkomandi. Það sem menn kalla þvergöngu Venusar er þegar Venus gengur fyrir sólu, en þá sést plánetan sem lítill depill á sólinni. Þetta á sér stað á 122 ára fresti, og svo aftur 8 árum síðar.
Síðastliðin ár hafa ríki OECD, þ.á.m. Ísland, unnið að umbótum á opinberum rekstri, en verkefnið hefur verið kallað nýskipan í ríkisrekstri. Mikilar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu íslenska ríkisins frá því verkefnið fór af stað undir styrkri stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.
Ríkisstjórn Bush hætti við að afnema skatta á arðgreiðslur milli fyrirtækja þegar henni var bent á mikilvægi þeirra í því að koma í veg fyrir hringamyndun. Bush lækkaði þess í stað eingöngu skatta á arðgreiðslur til einstaklinga.
Nýlega hefur borið á umræðu um hvort heppilegt sé fyrir Íslendinga að halda áfram vísindaveiðum á hrefnu. Þar takast á tvenn andstæð sjónarmið. Annars vegar eru það aðilar í ferðamannaiðnaðinum sem telja að veiðarnar geti haft vond á áhrif á greinina og hins stuðningsmenn veiðanna sem vilja meina að með réttu átaki væri hægt að koma í veg fyrir skaðann og jafnframt að kynna hvalkjöt sem matvöru.
Í hugvekju á hvítasunnudegi fjallar sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um kirkjuna, réttlætið og friðinn. „Allir þeir sem leggja lífinu lið og verja hið smáa gegn vargi og vá, þeir hafa hlotið gjöf andans og leggja mennskunni lið,” segir hann meðal annars.
Skipan Öryggisráðsins endurspeglar valdahlutföll eins og þau voru í heiminum í lok seinni heimstyrjaldar. Heimurinn hefur hins vegar breyst mikið og sífellt fleiri ríki gera kröfur um breytta skipan ráðsins.
Margir hafa sagt málskotsrétt forseta vera mikilvægan öryggisventil. Ekki skal neita því að þörf er á tækjum til sem vernda eiga þjóðir gegn ofríki þingmeirihluta. Núverandi fyrirkomulag er því miður ófrágengið og því ólíklegt að það mundi vernda okkur gegn ógnarstjórn, ef til þess kæmi.
Nú hefur hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar verið samþykkt. Þjóðin bíður í ofvæni eftir ákvörðun forsetans, mun hann samþykkja frumvarpið eða mun hann synja því?
Kannski væri nærri lagi að Kauphöllin setti reglur um framsetningu ársreikninga þar sem farið væri fram á nánari sundurliðun kostnaðar og tekna til að endurspegla sem best mismunandi starfsemi bankanna?
Stefna framsóknarflokksins í menntamálum var nokkuð skýr fyrir síðustu kosningar og létu ungir frambjóðendur flokksins sitt ekki eftir liggja í að lofa hinu og þessu. Í ljós nýrra úthlutunarregla Lánasjóðs íslenskra námsmanna er vert að staldra við og skoða þessi loforð.
Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 töldu margir tíma lýðræðis, mannréttinda og alþjóðasamvinnu runninn upp í Rússlandi. En sú varð ekki raunin. En hvers vegna ekki?
Þegar kemur að bakteríusýkingum erum við næsta varnarlaus. Þær eru alls staðar, alltaf. Það er engu að síður heldur ógeðfelld tilhugsun að vita til þess að í 50% tilvika má finna gróðrastíu sjúkdómsvaldandi baktería í hálsbindum lækna.
Nú líður að lokum þinghalds og Alþingi kemur ekki saman á ný fyrr en í október. Oft gýs upp umræðan um að stytta eigi frítíma þingsins – en slík umræða byggist á þeim misskilningi að þingmenn framleiði verðmæti í vinnunni sinni. Oftast nær er hið gagnstæða staðreynd.
Síðastliðinn laugardag birti Fréttablaðið athyglisverða könnun sem sýndi að einungis þriðjungur þjóðarinnar styddu ríkisstjórnina en 69,1 prósent væru andvíg. Ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnuninni, fengi Sjálfstæðisflokkurinn einungis um 25 prósent fylgi sem myndi teljast til tíðinda í ljósi fyrri úrslita.