Í vikunni var kynnt frumvarp til nýrra jafnréttislaga. Ber þar ýmislegt á góma en grundvallarhugsunin og það sem mestu máli skiptir er að allir eru á einu máli um það að kynbundinn launamunur upp á 15,7% er óásættanlegur í lýðræðisríki á 21. öld. Þá virðast flestir sammála um það að réttlætanlegt sé að ríkið láti til sín taka til þess að jafna stöðuna.
Sérþekking Íslendinga á endurnýjanlegum orkulindum er orðin mikilvæg útflutningsvara. Aðrar þjóðir standa Íslendingum óralangt að baki, en samkvæmt nýlegri áætlun ESB er stefnt að því að 20% af orkunotkun sambandsins árið 2020 komi frá endurnýjanlegum orkulindum.
Í DV á dögunum birtist lítil frétt um bæjarmálafund Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og tillögu sem þar var borin upp. Tillagan gekk út á að bæjarfulltrúar flokksins gæfu upp afstöðu sína til fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Skemmst er frá því að segja að tillögunni var vísað frá fundinum.
Sumir eru seinheppnari en aðrir. Um þetta þarf víst ekkert sérstaklega að deila , enda þekkja flestir til einhvers/einhverra sem eru bara ekki eins heppnir í lífinu og aðrir.
Það eru merk tíðindi að réttindi þeirra sem nýta auðlindir sjávar, sem valdið hafa miklum og djúpstæðum deilum í íslensku samfélagi frá árinu 1990, skuli nú fá sérstaka vernd í stjórnarskránni, nái frumvarp til breytinga á stjórnarskránni fram að ganga. Mestu skiptir þó að málsmeðferðin tryggi að ákvæðið sé hafið yfir allan vafa.
Ný skýrsla um áhrif fæðingarorlofslaganna var kynnt á blaðamannafundi sem haldinn var á miðvikudaginn síðastliðinn. En á fundinum var einnig kynnt hið nýja frumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem vakið hefur mikla athygli.
Nýjar tillögur ríkisstjórnarinnar um endurskoðun örorkumats fela í sér grundvallarbreytingar á kjörum öryrkja. Nú skal tekið mið af starfsgetu en ekki örorku.
Á morgun hefst í Fífunni, Kópavogi, stórsýning tileinkuð tækniþróun og þekkingariðnaði sem nefnist Tækni og vit. Á sýningunni munu yfir 100 fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína. Þar sem mörg sprotafyrirtæki munu kynna starfsemi á sýningunni er ekki úr vegi að fjalla um stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi.
Margt stefnir í að grunnskólakennarar fari í verkfall í haust. Það er ekki hægt að bjóða nemendum, foreldrum eða kennurum upp á annað verkfall, þremur árum eftir að bundinn var endir á síðasta verkfall kennara með lögum árið 2004.
Ég byrja að taka mig til um klukkan 17, er komin niður í bæ klukkan 18 og sest inn á flottan veitingastað með góðum vinkonum, förum síðan í leikhús og sjáum einhvern frábæran söngleik. Eftir að sýningunni lýkur löbbum við um bæinn og öndum að okkur íslenska loftinu og setjumst svo inn á kaffihús. Eftir kaffið löbbum við niður Bankastrætið og njótum útsýnisins.
Margar verslanir á Íslandi, aðrar en matvöruverslanir, loka of snemma á virkum dögum og opnunartíminn um helgar er á stundum einfaldlega vandræðalegur.
Fjármálaráðherra setti nýlega reglugerð sem þrengir heimildir fyrirtækja til þess að gera upp í erlendri mynt. Þessi reglugerð er skólabókardæmi um óskynsamlega forsjárhyggju af hálfu stjórnvalda. Hvaða rök mæla gegn því að fyrirtæki hafi frelsi til þess að velja hvaða gjaldmiðil þau nota þegar þau færa bókhald og semja ársreikninga? Í stað þess að ætla sér að standa vörð um krónuna ætti stefna stjórnvalda að snúast um það að gera allt það sem þau geta til þess að viðskipti á Íslandi gangi eins greiðlega fyrir sig og unnt er.
Hagfræði fjallar um hegðun hins eigingjarna nytjahámarkara – Homo Economicus – sem stjórnast af markaðshvötum og miðar ávallt að því að hámarka eigin nytjar. En hver er þessi Homo Economicus?
Það er búið að bíða lengi eftir nýja náttúruverndarframboðinu og enn er beðið. Ef marka má umræður á blog-síðum og yfirlýsingar Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur, þá styttist óðum í að tilkynnt verði formlega um framboðið – því hefur meira að segja verið valið nafn.
Ef stjórnmálaflokkar væru reikniaðgerðir og ríkisstjórnin jafna, hvaða flokkur væri í hvaða hlutverki? Engar vísindalegar rannsóknir liggja að baki pistlinum, né stærðfræðilegar sannanir.
Útlitið er svart hjá íslensku fjárfestunum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í alvarlegri fallhættu og verði stig dregin af liðinu vegna misferlis fyrrverandi stjórnenda er liðið svo gott sem fallið.
Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi eru í besta falli örvæntingarfullir. Í versta falli bera aðgerðir þeirri nú í vikunni vott um lýðskrum af áður óþekktri stærðargráðu. Lagst var svo lágt í að reyna kaupa kjósendur að það var gert í bókstaflegri merkingu. Hvað fleira ætla Samfylkingin að bjóðast til að greiða næst á eftir veggjaldinu í Hvalfjarðargöngin til að kaupa sér fylgi?
Oft er því haldið fram að lögfræði sem fræðigrein sé innilokuð í beinhvítum fílabeinsturni og lögfræðingar séu ekkert annað en firrt fólk sem vitni til laga og fordæma og venja í stað þess bara að taka undir með samfélaginu um hvernig beita beri lögum og hvað eigi að vera lög.
Í gær var virðisauki á matvælum og fleiri vörum lækkaður. Einhver mesta kjarabót sem Íslenskir neytendur hafa fengið í mörg ár. Neytendur hafa sýnt vakningu í neytendamálum og verslanir hafa burgðist við með því að lækka vöruverð fyrir tímann. En hvað endist þetta lengi?
Upphlaup varð á Alþingi í gærmorgun þegar að stjórnarandstöðuþingmenn nokkrir ætluðu ekki á sér heilum að taka eftir ummæli Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Atvikið átti sér stað í umræðum um meðferðarstofnunina SÁÁ og sú ósvinna sem Pétur gerðist sekur um var að bera saman stjórnskipulega stöðu yfirlæknis SÁÁ við þá stöðu fyrrverandi forstöðumanns Byrgisins.