Það er sjaldnast svo að nemendur hrópi húrra yfir því að þurfa að læra nýja jöfnu. Þeir sem vinna við slíka hluti þakka þó fyrir það knappa og skýra form sem þær bjóða upp á við birtingu upplýsinga. En ef farið yrði að dæmi dægurfjölmiðlanna og vísindamenn í hverri fræðigrein yrðu beðnir að velja „jöfnu vikunnar“, hvernig ætli niðurstaðan yrði?
Category: Deiglupistlar
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að Knattspyrnufélag Reykjavíkur tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir að tveimur umferðum sé ólokið í mótinu þá hefur Vesturbæjarstórveldið það mikla forystu í deildinni að ekkert lið getur náð þeim að stigum. Munu þeir því væntanlega taka við Íslandsmeistarabikarnum í næstu umferð þann 14. september næstkomandi þar sem þeir taka á móti Vestmannaeyingum í Frostaskjólinu.
Hægri menn víða um heim töldu það sérstaka ástæðu til fagnaðar þegar repúblikaninn George W. Bush sigraði Al Gore í forsetakosningunum árið 2000. En nú eftir að reynsla hefur komið á störf hans í forsetaembætti er ljóst að hann átti þennan fögnuð lítið skilið.
John Snow mun í vikunni þrýsta á stjórnvöld í Kína og Japan að leyfa gjaldmiðlum sínum að hækka í verði. Þessi stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum er skammsýn og eigingjörn. Hún lýsir einstöku skilningsleysi á aðstæðum í Kína og Japan.
Fjárfestingafélagið Straumur er enn og aftur í eldlínunni, nú eftir að Landsbankinn og Samson hafa eignast samanlagt um 34% hlut. Staða félagsins í íslensku viðskiptalífi er með þeim hætti að valdaátök fara að miklu leyti fram í gegnum það.
Flestum er í fersku minni þegar stór hluti austur strandar Bandaríkjanna varð rafmagnslaus fyrir nákvæmlega tveimur vikum. Margir furðuðu sig á því hvernig svona lagað gæti gerst hjá einni af þróuðustu þjóðum veraldar og var kostnaðurinn metinn á milljarða dollara.
Af hverju er annað fólk en við á móti hvalveiðum? Eru allir Evrópubúar fórnarlömb gróðasjúkra umhverfisöfgamanna sem vilja Íslandi illt? Umræðan um hvalveiðar að undanförnu hefur því miður verið fulleinfeldnisleg og ekki skilað Íslendingum öðru en frústrjasjónum og pirringi í garð annara þjóða.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ákveðið að þyrma pólitísku lífi svila síns og samstarfsmanns til margra ára. En það þýðir ekki að hún hafi ákveðið að beina byssunni sinni eitthvað annað en að höfði formanns Samfylkingarinnar; hún hefur meira að segja tilkynnt hvenær hún hyggist taka í gikkinn.
Nú fer fram í París í Frakklandi heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum. Þetta er í 9. sinn sem heimsmeistaramótið fer fram en fyrsta mótið var haldið í Helsinki árið 1983. Til Parísar koma íþróttamenn frá öllum heimshornum, fylgifiskar þeirra, fréttamenn og áhorfendur. Heima í stofu sitja hundruð milljóna manna og fylgjast með mótinu. Áhorfendur vilja sjá íþróttamennina ná góðum árangri og svo vilja þeir sjá met, helst heimsmet.
Í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari skiptust breskir stjórnmálamenn í tvö horn. Annars vegar fylgdu menn stefnu Chamberlain um eftirlátssemi gagnvart Hitler og hins vegar stóðu þeir við hlið Churchill sem treysti nasistaforingjanum ekki fyrir horn. Churchill hafði rétt fyrir sér en Chamberlain ekki. Þeir stjórnmálamenn sem styðja stríð í Írak eru óragir við að rifja þetta upp.
Flestir telja vísast fráleitt að byggja jarðgöng til Vestmannaeyja. En jarðgöng til Eyja yrðu líklega mun arðbærari en flestir gera sér í hugarlund. Raunar er líklegt að slík göng gætu nokkurn vegin staðið undir sér.
Nú er skólinn að byrja og hvort sem menn fylgja mottóinu um að það sé „leikur að læra“, eða því sem bankastofnanir predika nú, að „nám sé vinna“, er ljóst að einhver þarf að borga fyrir herlegheitin. Og í þeirri umræðu sem fram hefur farið um þau mál að undanförnu, hefur framsetningin verið misvísandi á köflum.
Í liðnum mánuði varð ljóst að ein skærasta stjarna NBA deildarinnar í körfubolta, Kobe Bryant, yrði dreginn fyrir rétt fyrir meinta naugðun á konu sem vann á hóteli sem hann gisti á nú í sumar. Kobe hefur játað að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni en segir að mökin hafi verið með samþykki af beggja aðila.
Skattgreiðendum gefst ekki kostur á að koma beint að ákvörðunum varðandi ráðstöfun skattgreiðslna sinna heldur er aðkoma þeirra einungis með óbeinum hætti á nokkra ára fresti þegar kosið er. Vel má hugsa sér breytingar á skattkerfinu sem stuðla að meiri þátttöku skattgreiðenda í því hvernig skattgreiðslum þeirra er varið.
Mörgum var brugðið þegar fregnir bárust af því að höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna höfðu verið sprengdar í loft upp í Bagdad síðasta þriðjudag. Um hundrað manns særðust og talið er að 23 manns hafi látist, þar á meðal Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello, aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki verið að leita að tækifærum út fyrir landsteinana. Ódýrt vinnuafl, stöðugleiki í stjórnmálum og jákvæð efnahagsþróun gera Eystrasaltsríkin að spennandi kosti.
Póstvírusinn Sobig.F var á ferðinni í gær og lék mörg fyrirtæki grátt. Fyrirtækin hljóta að velta fyrir sér hvort það hefði ekki borgað sig að hafa réttar varnir. Ein af þessum vörnum er að vera öðruvísi og þora t.d. að nota Linux eða hætta með Outlook.
Ég er áhugamaður um “krummaskuð” – íslensk krummaskuð. Ef til vill er það kyrrðin í sveitunum, mannfólkið eða sú staðreynd að pistlahöfundur er alinn upp á landsbyggðinni Hvað sem veldur er fjársjóður fólginn í því að ferðast um landið, leyfa sér að vera ferðamaður og njóta þessara margbölvuðu byggðarlaga.
Eins og greint var frá í Deiglufréttum í gær verður Silfur Egils ekki á dagskrá Skjás eins í vetur. Deiglan kafaði ofan í málið og heyrði í Agli Helgasyni, stjórnanda Silfursins.
Það reynist mörgum þrautin léttari að tæta í sig tilverurétt Sinfóníuhljómsveitar Íslands með hefðbundnum frjálshyggjurökum. Allar hefðbundnu frumsetningarnar um óhagkvæmni ríkisreksturs falla fullkomlega að líkaninu og ekki skemmir fyrir að Hljómsveitin er dýr í rekstri og stór hluti fólks annaðhvort skilur ekki tónlistina sem hún flytur eða finnst hún leiðinleg.
