Segja fjölmiðlar okkur satt?

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er ólík því sem við eigum að venjast á Íslandi. Hún einkennist fyrst og fremst af skýrri afstöðu fjölmargra fjölmiðla og oft á tíðum ótrúlegu skítkasti þeirra út í frambjóðendur. Vandamálið sem kjósendur standa frammi fyrir er hverjum þeir eigi að treysta til að segja satt.

Láttu eins og þú sért heima hjá mér

Hér í Danmörku eru gefin út sérstök sjúkratryggingarskírteini. Þessi gulu myndalausu, plastspjöld með áletruðrum persónueinkennum eru sannkallaður lykill að samfélaginu. Gangi þeim vel sem heldur að hann geti leigt sér spólu án þeirra.

Á meðal feitustu í heimi

Íslendingum þykir ofsalega gaman að gera grín að því hvað Bandaríkjamenn eru feitir. Þeir gera sér líklega ekki grein fyrir því að við Íslendingar erum sjálfir á meðal feitustu þjóða í heimi.

Fækkun þingmanna?

Á Íslandi eru 63 þingmenn. Margir eru þeir sem vildu gjarnan sjá þá tölu lækka aðeins, t.d. niður í 51 eða 25. Þannig vonast menn til að ná niður kostnaði. En er fækkun þingmanna endilega frábær bara út af því að hún hefur færri stöðugildi í för með sér? Með þeim rökum væri langbest að hafa bara einn, alráðandi, þingmann. Eða engan bara ef því ber að skipta.

Feita Fólkið

Bandarískt afþreyingarsjónvarp tók enn eitt skrefið niðurávið í haust þegar þeir hófu sýningar á raunveruleikaþættinum “The biggest loser” þar sem tólf manneskjur keppast um að tapa eins mörgum kílóum og auðið er til að græða $250.000.

Þriðji borgarstjórinn á þremur árum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir var valinn borgarstjóri eftir enn einn darraðadansinn í samsteypustjórn vinstri flokkanna í borginni. Þetta er þriðji borgarstjórinn sem R-listinn býður Reykvíkingum upp á síðan borgarbúar kusu Ingibjörgu Sólrúnu í embættið fyrir tveimur og hálfu ári.

Bókastórtíðindi

sdfdÍ hámenningarlegu helgarnesti dagsins verður þeirri spurningu velt upp hvort að Íslendingar reyni í auknum mæli að synda undan jólabókaflóðinu.

Skítaredding

Það var í raun Framsóknarflokkurinn sem valdi nýjan borgarstjóra og ekki getur það talist gott veganesti fyrir Steinunni V. að samstarfsflokkar sætta sig við hana þar sem hún er lítil ógnun við þá í framtíðinni.

Þekkingarþorp á Keldnaholti

þekkingarþorpNýr skóli – Ný tækifæri

Nú stendur fyrir dyrum að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands, ljóst er að sameinaður háskóli þarf að byggja upp nýtt húsnæði, enda er húsnæði Tækniháskólans nú þegar of lítið.

Ekki staðið undir væntingum

Ár er liðið síðan breski Íhaldsflokkurinn skipti út Ian Duncan Smith, þáverandi formanni flokksins, og við forystunni tók hinn reynslumikli Michael Howard. Hlutverk hans var fyrst og fremst að gera Íhaldsflokkinn að trúverðugu stjórnmálaafli í augum almennings. Það virðist hins vegar hafa mistekist.

Morðóði diplómatinn

Ég horfði bandarískan spennuþátt nýlega. Plottið í þættinum gekk út á eftirfarandi: Lögreglumenn voru að eltast við siðspilltan morðingja sem var sonur einhvers merkismennis í þriðja heims smáríki, á ræðismannspassa og þar með ósnertanlegur.

Hillary Clinton 2008?

Fljótt á litið virðist sem næsta skref í áætlun Hillary um að verða forseti Bandaríkjanna eftir 4 ár hafi gengið eftir. Tap John Kerry þýðir að eftir fjögur ár verða tvö ný nöfn á kjörseðlunum. Líklegast tekst Hillary að ná endurkjöri til Öldungardeildar eftir tvö ár og getur þá notað feril sinn þar sem stökkpall inn í Hvíta húsið.

Verkfall – tækifæri til breytinga

Nú hafa kennarar kosið um það hvort þeir fallist á miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Allt útlit er fyrir að kennarar haldi áfram í verkfalli frá og með morgundeginum. Þetta ástand mála í íslensku skólakerfi er algjörlega óviðunandi. En jafnvel þótt samningsaðilar komist að einhvers konar samkomulagi í þetta sinn er ljóst að verulega róttækra breytinga er þörf til að ástandið verði ásættanlegt.

Manndráp í beinni

Ástandið í Írak síðasta ár hefur einkennst af sundrungu og eru framtíðarhorfur landsins alls ótryggar. Vopnaðir hryðjuverkahópar hafa verið í stöðugri baráttu gegn erlendu hernámsliði auk þess sem árásir á almenna borgara, þá sérstaklega erlenda, hafa færst í aukana.

Golíat

Af fjölmörgum risum á sviðið smásölu í heiminum, er eitt fyrirtæki sem ber höfuð og herðar yfir öll önnur – Wal-Mart.

Í hjartastað

sdfdUm þessar mundir stendur yfir landssöfnun fyrir hjartveika undir einkunnarorðunum í hjartastað.

Sniðgöngum sniðgönguna

sdfdÍ bréfi sem gengur manna á milli í tölvupósti þessa dagana er þess farið á leit við lesendur að þeir sniðgangi olíufélögin og beini viðskiptum sínum á nýlenduvörum annað.

Bush með meirihluta

Þó að það sé ekki endanlega staðfest þá lítur allt út fyrir að Georg W. Bush hafi verið endurkjörinn forseti til næstu fjögra ára í Bandaríkjunum. Tilfinningar margra evrópskra hægrimanna eru blendnar, enda þykir Bush hafa ekki hafa nýtt tækifærið sem hann fékk síðast nógu vel.

Heim klukkan tíu!

Það er ótrúlegt hve fljótir menn verða að gleyma hve íþyngjandi ýmsar aldurstengdar reglugerðir verða um leið og aldrinum er náð. Hvaða fertugur maður æsir sig ekki út af hvaða bannmerkingar eru settar á bíómyndir. Eins eru flestir sem ná áfengiskaupaaldri frelsinu fegnir og vilja ekki skemma móralinn á foreldrafundinum með því að vera á öndverðum meiði.

Lýðræðinu lífsnauðsynlegt

Í kringum kosningar verða skoðanakannanir oft milli varanna á fólki. Sumum finnst þær of margar. Sumir gagnrýna framkvæmd þeirra kannana sem falla illa að draumórum þeirra. Öðrum finnst þær of ráðandi í umræðunni eða skemma fyrir hinum og þessum. Einstaka þjóðfélagshönnuðir vilja setja hömlur á birtingu þeirra fyrir kosningar. Það er afar vond og kjánaleg hugmynd.