Fækkun þingmanna?

Á Íslandi eru 63 þingmenn. Margir eru þeir sem vildu gjarnan sjá þá tölu lækka aðeins, t.d. niður í 51 eða 25. Þannig vonast menn til að ná niður kostnaði. En er fækkun þingmanna endilega frábær bara út af því að hún hefur færri stöðugildi í för með sér? Með þeim rökum væri langbest að hafa bara einn, alráðandi, þingmann. Eða engan bara ef því ber að skipta.

Á Íslandi eru 63 þingmenn. Margir eru þeir sem vildu gjarnan sjá þá tölu lækka aðeins, t.d. niður í 51 eða 25. Þannig vonast menn til að ná niður kostnaði. En er fækkun þingmanna endilega frábær bara út af því að hún hefur færri stöðugildi í för með sér? Með þeim rökum væri langbest að hafa bara einn, alráðandi, þingmann. Eða engan bara ef því ber að skipta.

Þeir sem leggja til fækkun þingmanna niður í einhverja ákveðinna tölu hljóta að þurfa að hafa einhver rök fyrir því að sú tala sé betri en aðrar. Annars er ekkert því til fyrirstöðu að við höldum bara áfram að rýma til í Alþingishúsinu þangað til að jafnvel Guðjón Arnar getur sest niður án þess að hálf þriðja röðin þurfi að trítla út á undan.

Hve margir eiga þingmenn að vera? Reynslan hefur sýnt að þingmannatala lýðræðisríkja virðist vaxa eins og þriðja rót af íbúafjölda. Þetta er auðvitað misjafnt eftir löndum en virðist allavega vera ákveðin regla.

Það sem meira er má færa stærðfræðileg rök fyrir því að þetta sé besta talan. Ímyndum okkur að í ákveðnu landi búin P íbúar og að þar séu s þingmenn. Starf þingmanns felst í tvennu. Hann þarf að eiga samskipti við kjósendur og taka þátt í umræðum á þinginu. Reynum nú að telja allar samskiptarásirnar sem þingmaður þarf að halda utan um:

Ef við gerum ráðu fyrir að íbúarnir dreifist jafnt niður á þingmenn þá þarf hver þeirra að tala við P/s kjósendur að meðaltali.

Til að taka þátt í umræðum þarf þingmaðurinn að halda utan um samskipti sín við aðra þingmenn og einnig samskipti þeirra á milli. Það verða s*(s-1)/2 samskiptarásir. Við nálgum þessa stærð með s^2/2.

Heildarfjöldi samskiptarása verður því:

P/s+s^2/2

Við getum beitt stærðfræðigreiningu til að lágmarka þessa stærð og komist að því að hún verður einmitt lægst þegar s er jafnt þriðju rótinni af P, íbúafjöldanum. Menn geta nú dundað sér við að bera saman líkanið við raunveruleikann. Til dæmis ætti Danmörk að hafa 176 þingmenn samkvæmt líkaninu en þeir eru 179. Almennt gefur jafnan oft furðunákvæmar niðurstöður þótt vissulega eru til ríki, t.d. Svíþjóð eða Kúba, sem eru algjörlega úti að aka hvað þetta varðar.

Ef menn nú beita áðurnefndri jöfnu á íbúafjölda Íslands kemur í ljós að við ættum að hafa 66 þingmenn. Enn og aftur furðunákvæm niðurstaða. Samkvæmt líkaninu ætti því að ekki að fækka þingmönnum heldur fjölga þeim um þrjá. Annað sem kemur í ljós miðað, ef við tökum þetta líkan bókstaflega, er að sveitarstjórnir á Íslandi eru verulega undirmannaðar. Reykjavík ætti þannig að hafa vel yfir 40 borgarfulltrúa en hefur aðeins 15. Enda er það verulega skrýtið að fleiri Reykvíkingar séu um hvern borgarfulltrúa en þingmann.

Auðvitað á ekki að taka ofannefnt líkan bókstaflega. Menn ættu í raun að geta margfaldað þriðju rótina með heppilegum fasta, allt eftir því hvert þeir telja að eigi að vera eðlileg hlutföll milli kjördæmapots og þingrifrilda í starfi hvers þingmanns. En í öllu falli bendir útleiðslan til að eðlilegt er að þingmannafjöldi vaxi í takt við íbúafjöldann. Menn ættu því ekki að lækka þingmannafjöldann eða festa niður um aldur og ævi einungis til að ná fram sparnaði. Ef við á annað borð höfum fulltrúalýðræði á það að geta staðið fyrir sínu.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.