Lán í erlendri mynt IV

Er skynsamlegt að taka lán í erlendri mynt? Þeim mun hærra sem gengi krónunnar verður þeim mun minni líkur eru á því að hagstætt reynist að skulda í erlendri mynt í framtíðinni. Ef krónan hækkar mikið meira ættu þeir sem skulda í erlendri mynt að hugleiða það alvarlega að flytja hluta af erlendum lánum sínum aftur yfir í íslenskar krónur.

Af hverju danska?

Mikilvægi erlendra tungumála fyrir jafn fámenna þjóð og Íslendinga er gífurlegt. Næst á eftir því að læra að lesa og skrifa er enskan eitt það mikilvægasta sem við lærum. Undirrituð á hins vegar erfitt með að skilja af hverju við höldum enn í dönskuna.

11/12

Yfir ævina kynnast flestir fjölda fólks sem ýmist verða vinir eða kunningjar eða óvinir og andstæðingar. Sum vinátta er tímabundin en til eru þeir sem verða vinir allt til endalokanna.

Fokk!

Því miður er kominn upp sú staða að íslensk æska notast nær eingöngu við vond útlensk orð þegar kemur að því að blóta og móðga náungann. Hvernig gerðist það og hvað er til ráða? Íslensk blótsyrði fyrir íslenska þjóð!

Ókeypis leikskólar

Á vettvangi íslenskra stjórnmála hefur hugmyndinni um ókeypis leikskóla varla verið hreyft af nokkrum flokki nema vinstri grænum. Virðast menn líta á þetta málefni eins og hverja aðra vinstri villu, líkt og ríkisrekstur og haftakerfi. Það er því áhugavert að frjálshyggjutímaritið The Economist, sem meðal annars er hlynnt lögleiðingu fíkniefna, skuli hafa tekið þetta mál upp á sína arma.

Drekinn í austri

Ekki verður hjá því komist að beina sjónum að miklum hagvexti í Kína undanfarin ár. Er kommúnisminn þarna að sanna meint ágæti sitt eða er þetta bara dúlbúinn kapítalismi?

Kennitölu kaupmennska

kennitöluflakkSamtök Iðnaðarins hafa verið dugleg að benda á það sem betur má fara, og hafa nú vakið athygli á kennitöluflakki, sem þeir kalla „Nýja ræningjagrímu“. Nú hafa samtökin birt auglýsingar um efnið og vakið athygli á málinu.

Helvíti skapandi prófúrlausnir

sdfdÍ miðri jólaprófatörn er snjallráð að staldra við og dreifa huganum með því að setja sig í heimspekilegar stellingar.

Verður það D’Angleterre næst?

Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup á Íslendinga á 83% hlut í verslunarkeðjunni Magasin du Nord fyrir um 4,8 milljarða. Mikið hefur verið skrifað um kaupin í íslenskum og dönskum fjölmiðlum. Minna hefur hins vegar verið fjallað um fjárhagslega stöðu verslunarkeðjunnar

Slæm hugmynd

Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda, að lýsa yfir stuðningi við Bandaríkjamenn þegar þeir réðust gegn einræðisstjórn Saddams Hussein í Írak, hefur verið umdeild í samfélaginu. Hefur nú hópur manna tekið sig saman og ákveðið að birta auglýsingu í New York Times þar sem þessu er mótmælt í nafni allrar þjóðarinnar.

Lán í erlendri mynt III

Er skynsamlegt að taka lán í erlendri mynt? Mun áhættusamara er að taka skammtímalán í erlendri mynt en langtímalán. Fyrir þá sem ætla að taka lán til húsnæðiskaupa þá er það ekki heildarlántökutíminn sem skiptir máli heldur tíminn þar til skipt er um húsnæði.

Kastljósið á Kristjáni

Það hefur enginn farið varhluta af umræðu undanfarinna daga um framkomu Kristjáns Jóhannssonar á tónleikum langveikra barna sem og umfjöllun um mál hans í Íslandi í Bítið á Stöð 2 og Kastljósi Sjónvarpsins. Burtséð hvað fólki finnst um þetta tiltekna mál, er rétt að nota tækifærið og skoða þetta mál betur og í víðara samhengi.

1500 – talan sem lækkar

Í hvert skipti sem líður nær forsetakosningum á Íslandi og ákveðinn rugludallur stefnir á framboð verða þær raddir sterkari að hækka beri þann fjölda undirskrifta sem frambjóðendum ber að safna. Til eru margir hlutir í stjórnarskránni þarfnast breytinga en umrætt atriði er ekki eitt þeirra.

Afturhaldskommatittsflokkur

Í Helgarnestinu verður ekki fjallað um ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi í vikunni. Hins vegar verður ekki hjá því komist að gefa pistlinum þetta skemmtilega nafn sem verður eflaust lengi í minnum haft. Helgarnestið einbeitir sér að jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir.

Ólík vandamál ólíkra heima

4,15 eða 4,2% vaxtakjör, 80% eða 100% lánshlutfall, Sundabraut eða mislæg gatnamót, flugvöllinn burt eða ekki. Það er erfitt að vera Íslendingur í dag.

Áfengishamstur hindrað

Áfengisgjald var, eins og frægt er orðið, hækkað á sterku víni og tóbaki fyrr í vikunni. Aðdragandi hækkunarinnar var í meira lagi skondinn en frumvarp það sem kvað á um hækkun gjaldsins var lagt fram á Alþingi rétt eftir klukkan 18 á mánudag í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fólk myndi hamstra sterka vínið kortéri fyrir hækkun.

Langamma með netverslun

„20 ára gamall og kominn með eigin viðskipti!”

„Fjögurra barna móðir þrefaldaði ráðstöfunartekjur heimilisins”

„Eru mömmur orðnar verðmætasta aflið í viðskiptum?”

„Langamma með netverslun”

Þessar setningar eiga allar það sameiginlegt að hafa birst í kynningarefni fyrir sölu á fæðibótarefni. En hvers konar undralausnir er verið að bjóða upp á og standast þessar fullyrðingar nánari skoðun?

Heimtur á fullveldi

sdfdÁ fullveldisdaginn setur pistlahöfundur sig í þjóðlegar og drepleiðinlegar stellingar og veltir fyrir sér orðfæri í auglýsingum.

Áhyggjufullir trúnaðarmenn

Talsmenn nauðungarfélags opinberra starfsmanna lýstu á dögunum miklum áhyggjur yfir því að kjör félagsmanna væru að batna til jafns við aðra landsmenn, með skattalækkunum. Þetta er enn ein ályktunin þar sem menn framarlega í verkalýðsfélagi kjósa að nota félagið til að leggja lóð á vogaskálar pólitískrar baráttu sinnar fremur en að halda sér við málefni sem skipta máli.

Af hverju öryggisráðið?

Hvers vegna sækist íslenska ríkið eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? Er það vegna ástar íslenskra ráðamanna á velferð mannkyns eða vegna einhvers annars?