Er aukin útgáfa hlutafjár merki um of hátt hlutabréfaverð?

Íslensk fyrirtæki hafa á árinu sem er að líða boðið út nýtt hlutafé fyrir gríðarlega fjármuni. Það er oft merki þess að hlutabréfaverð sé orðið of hátt þegar stjórnendur rótgróinna fyrirtækja ákveða að gefa út hlutabréf í auknum mæli.

Annar í jólum

Jólin vekja oft á tíðum blendnar tilfinningar í brjóstum okkar, eins og bent var á í jólahugvekjunni hér á Deiglunni í gær. Við erum stressuð og snortin, sorgmædd og sæl allt í senn eða til skiptis.

Jólahugvekja

Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson prestur á Landspitala – háskólasjúkrahúsi fjallar um þverstæðurnar í jólahaldinu og kraftaverkið sem rætist í hvert sinn sem nýtt barn fæðist í heiminn. Hann segir söguna af fæðingu Krists og atburðunum þar í kring ekki vera sagnfræði heldur tjáningu á hinu guðlega og himneska.

Gleðileg jól

Deiglan óskar lesendum sínum gleðilegra jóla

Lafþunnur Þorlákur

sdfdÍ snemmbúnu Þorláksmessuhelgarnesti dagsins verða jólaglögg, kaupæði og mannfagnaðir gerðir að umtalsefni.

Rómantík um jól

Þorláksmessa er runnin upp og í hönd er að fara sá tími ársins þar sem flestir keppast um að gleðja ástvini sína og eiga með þeim góðar stundir. Á öldum ljósvakans hefur á aðventunni hefur verið mikið talað um rómantík í tengslum við jólaundirbúninginn. Væntanlega hefur sú umræða að einhverju leyti farið fram í því skyni að telja pörum trú um að hægt sé að kaupa rómantíkina í sambandið svona rétt fyrir jólin. Aðrir hafa ef til vill sannarlega séð köllun sína í að hvetja annað fólk til rómantíkur. Hvort heldur sem er finnst mér rómantíkin tilvalið umfjöllunarefni á þorláksmessu.

Straumhvörf á raforkumarkaði

Nú um áramótin verða miklar breytingar þegar fyrirtækjum í raforkugeiranum verður gert skylt að greina á milli á framleiðslu, flutnings, dreifingar og svo sölu í bókhaldi. Auk þess munu fyrirtæki sem nota 100 kW eða meira geta valið sér raforkusala. Áramótin þar á eftir munu allir geta valið sér söluaðila og þar með er kominn grundvöllur fyrir alvöru samkeppni í raforkusölu til einstaklinga.

„Jólaleg jól“

Jóla hvaðÉg er í svo miklu jólaskapi fyrir þessi jól að ég hef ákveðið að semja jólalag, eða að minnsta kosti jólatexta.

Nafnleynd egg- og sæðisgjafa

Í gjafafári jólanna hefur umræðan um eggjagjafir undanfarna daga borið aðra gjafaumræðu ofurliði. Siðferðislegar spurningar um bein viðskipti með slíkar frumur hafa verið í kastljósinu. En hvað um nafnleyndir slíkra gjafa. Eiga þeir einstaklingar sem fæðast í þennan heim með hjálp tæknifrjóvgana ekki að eiga skýlausan rétt á að þekkja uppruna sinn?

Coka-Cola jólasveinn

Jólasveinninn eins og við þekkjum hann, feitur og kátur er ameríski “kók” jólasveinninn. Rauðu fötin, rauða húfan, svarta svera beltið, sótugu stígvélin, rjóðu kinnarnar, glaðværu augun, skæru hvítu tennurnar – allt er þetta hluti af auglýsingaherferð Coca-Cola fyrirtækisins í upp hafi fjórða áratugarins.

25 ára lán eða 40 ára lán?

Margir virðast halda að óhagkvæmt sé að taka lengri lán þar sem heildargreiðslurnar séu þá hærri. Þetta er ekki ósvipað því að segja að það sé óhagkvæmara að leigja hótelherbergi til sex nátta en til þriggja þar sem heildargreiðslurnar eru hærri.

Félög í fjötrum

Hvaða skýringar eru á veikri stöðu íslenskra knattspyrnufélaga í evrópskum samanburði? Af hverju ættu íslensk knattspyrnufélög ekki að geta boðið þeim evrópsku byrginn með sama hætti og framsækinn og kröftug íslensk fyrirtæki eru að gera?

Hervald í Bandaríkjunum

Í ljósi alls hernaðarbrölts Bandaríkjanna í heiminum þessa dagana er vel þess virði að skoða hver fer með vald til að kalla út herinn og nota hervald í Bandaríkjunum? Á þessum fagra laugardegi er augljóst að brýnast er að skoða spurninguna út frá því hvað segir í bandarísku stjórnarskránni.

Skáldsögur og fyrirtækjagreiningar

Í gær kom út nýtt verðmat á Actavis frá KB-banka. Í því segir að verðmatsgengi Actavis sé 33,1 kr. á hlut og mælt með sölu á bréfum félagsins, væntanlega vegna þess að gengi þess á markaði í gær var 37,40 kr. á hlut eftir 3,61% lækkun yfir daginn, sem rakin er beint til verðmatsins.

Misvelkomnir til Íslands

Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita Bobby Fischer dvalarleyfi hérlendis hlýtur að teljast undarleg í meira lagi. Pólitískum flóttamönnum er venjulega vísað úr landi um leið og þeir koma, hvað þá að þeir séu sérstaklega boðnir velkomnir með skipunarbréfi frá ráðherra. Þá hafa reglur um dvalarleyfi útlendinga verið stórlega hertar í ár.

Meira um kalóríuneyslu landans

sykurskattur Hér á landi er sérstakt vörugjald, svo kallaður sykurskattur lagður á gosflöskur. Eftir að sódavatnið kom á markaðinn jókst neysla á hollari drykkjartegundum, en svo vill til að einnig er lagt vörugjald á þessar tegundir. Ef vörugjaldinu væri létt af ósykruðum gostegundum, þá myndi neysla á þessum vörum aukast enn meira. Getur verið að forvarninar standi í vegi fyrir betri neysluvenjum?

Ekki boðleg umræða

SkattsvikUmræða um skattsvik hefur komist á flug eftir að nefnd á vegum fjármálaráðherra skilaði nýverið af sér skýrslu um málefnið. Eins og vant er rjúka til ýmsir stjórnmálamenn með hæpnar fullyrðingar og upphrópanir, en öllu verra er þó þegar embættismenn hins opinbera og jafnvel yfirmenn stofnana sem í hlut eiga ganga ógætilega fram.

Uppskrift að jólakortum

JólakortÞessa dagana eru jólakortin byrjuð að streyma inn um póstlúgurnar hjá fólki, ýmsir hafa þó af einhverjum ástæðum ekki hafið sig í skriftir og því þykir rétt að gefa út uppskrift að jólakorti.

Ríkisstjórnin kaupir skopmyndir á 18 milljónir

Ef allt væri eðlilegt myndu líklega flestir líta á fyrirsögn þessa pistils sem grín og glens sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Annað er hins vegar uppi á teningnum því að nýverið bárust þau tíðindi að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið, að tillögu forsætisráðherra, að kaupa mikinn fjölda skopmynda eftir tiltekinn teiknara.

Menntun og skattsvik

Það var athyglisverð samlíking sem kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum Stöðvar tvö nýlega og þótti nógu merkileg til að verða tilefni fréttar sem spunnin var upp úr gagnrýnislausu viðtali við hana. Samlíkingin var sú að sú upphæð sem tapaðist vegna skattsvika, væri á við þá fjármuni sem færi í rekstur menntakerfisins. Með fréttinni fylgdi mynd af unglingum að leysa prófverkefni.