„Jólaleg jól“

Jóla hvaðÉg er í svo miklu jólaskapi fyrir þessi jól að ég hef ákveðið að semja jólalag, eða að minnsta kosti jólatexta.

Jóla hvaðÉg er í svo miklu jólaskapi fyrir þessi jól að ég hef ákveðið að semja jólalag, eða að minnsta kosti jólatexta.

Ég held að þetta sé alls ekki óyfirstíganlegt verkefni, maður þarf bara að spinna í kringum nokkur lykilorð eins og „jól“ og e.t.v. „jólatré„. Það þarf bara allt að vera jóla-eitthvað og svo þurfa einhverjir „krakkar“ að vera einhvers staðar í kvæðinu sem „hlakka“ til að taka upp „pakka„. Þá held ég að þetta sé að mestu komið.

Ég gæti líka fengið að láni nokkrar ódauðlegar jólalínur, eins og til dæmis: „jólaleg jól, gleðileg jól„, rétt til þess að undirstrika jólaeiginleika jólanna rétt eins og áramót geta verið áramótaleg og páskar páskalegir. „Aðfangadagur er – dagur jólagjafa,“ svo honum sé örugglega ekki ruglað við aðra daga ársins, eða „Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld – í jólahátíðinni,“ til aðgreiningar frá öllum hinum aðfangadagskvöldunum á hverri jólahátíð. „Svona eru [nú] jólin,“ eða jólalögin öllu heldur, svo gæti ég kannski poppað þetta upp með „jólarokk, jólarokk, hátíðarrokk„, já, svona bara „Ef ég nenni.

Stórkvæðið, eða leirburðurinn, gæti verið eitthvað á þessa leið:Jóladagur er – dagur jólahjóla,

jólasveinninn er – alltaf að jóla sér

jólakrakkar fara – að hlakka, taka’ upp pakka

jóltréð er – eins og jólahné(og svo allir með)Svona er nú snjórinn,

svona er nú snjórinn,

svona er nú snjórinn,

svona er nú snjórinn

Það var eitt aðfangadagskvöld, og mamma vissi það

að ég kemst í hátíðarskap,

jafnvel þó nú sé Gunna á nýju skónum.

Afi var með snjáðan pípuhatt

á fyrsta degi jóla þegar Jónas færði mér

jólahjól í silfurpappír

þó úti séu snjór og krap.(og svo allir með)Ég fæ jólaöl

jóla-, jóla-, jólaöl.

Á jólaball við höldum í kvöld

Þar sem ég fæ bók og hún nál og tvinna!

Ef ég nenni.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)