Uppskrift að jólakortum

JólakortÞessa dagana eru jólakortin byrjuð að streyma inn um póstlúgurnar hjá fólki, ýmsir hafa þó af einhverjum ástæðum ekki hafið sig í skriftir og því þykir rétt að gefa út uppskrift að jólakorti.

JólakortÞessa dagana eru jólakortin byrjuð að streyma inn um póstlúgurnar hjá fólki, ýmsir hafa þó af einhverjum ástæðum ekki hafið sig í skriftir og því þykir rétt að gefa út uppskrift að jólakorti.

Hráefni: Góður penni, nokkur frímerki, dýr kort, miðlungs dýr,ódýr kort og einstaklega ljót kort.

Aðferð: Það er nokkur pólitík í að velja þá sem á að senda kortin, það er helst ekki afur snúið þegar það er búið að senda einu sinni. Eftir það heldur viðkomandi áfram að senda þér kort, og að sjálfsögðu þarftu að svara í sömu mynt. Þegar búið er að ákveða hverjum á að veita heiðurinn þarf að finna heimilsföng viðkomandi, og grafa upp helstu fjölskyldumeðlimi. Þannig hafa skapast ný vandamál eftir að þjóðskráin var lokuð, og ekki er lengur hægt að fletta upp heimilisfólki, þannig þarf að finna hvað nýfætt barn fjarskylds frænda var skýrt eða hvað nýi maki vinkonu úr menntaskóla heitir.

Þegar búið er að ákveða hverjum á að senda, þarf að ákveða hvernig kort á að senda viðkomandi. Velja þarf góð kort fyrir nána, svo aðeins síðri kort fyrir hina. Fyrir þá fjarskyldustu er nóg að velja einföld kort úr bónus. Ljótu kortin eru handa þeim leiðinlegu sem samt er nauðsynlegt að senda kort. Sumir ákveða og spara tíma og peninga með því að spíta út ópersónulegum kortum úr prenturum, þá er lágmark að kynna sér mail merge og skanna inn undirskriftina.

Næst er að ákveða hvað á að skrifa í kortin, hægt er að velja allt frá því að skrifa bara nafnið undir og upp í heilu ljóðabálkana um viðkomandi. Oftast er það gert með því að skoða kortið sem viðkomandi sendi árið á undan ef ekki eru hugmyndir um neitt annað. Lágmarkið er að skrifa smá jólakveðju undir.

Þegar búið er að senda kortin er bara að bíða eftir kortunum til þín, að sjálfsagt er að eiga kort og frímerki á lager ef neyðarástand verður og kemur í ljós og einhver gleymdist. Að sjálfsögðu eru líka margir sem baktryggja sig með því rífa upp öll kort sem koma og hlaupa með í pósthús eða hlaupa með heim til viðkomandi um leið og kort birtist inn um lúguna.

Jólakortin eru mjög skemmtileg og góð leið til að halda sambandi við fólk sem annars er lítið samband við. Auðvitað má finna nýja vini eins og nú er víst vinsælt en ef jólatíminnn er ekki tíminn sem allir eiga að vera vinir, hvaða tími þá? Nýjast er að fólk velji einn einstakling af handahófi úr símaskránni eða þjóðskránni og sendi fallegt jólakort. Svo er bara spurning hvort viðkomandi sendi til baka aftur að ári.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.