23 atriði og 95% áróður

Haft er eftir hagfræðingnum Ha-Joon Cang, frá S-Kóreu, í fyrirlestri sem hann hélt á Íslandi á dögunum, að 95% hagfræðinnar væri almenn skynsemi og 5% sé látin líta út fyrir að vera flókin. Það er nær að segja að 95% af bókinni hans, 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá, á lítið skylt við hagfræði heldur sver sig frekar í ætt við pólitískan áróður uppklæddan í sniðugan búning.

„Enn að væla út af Helförinni“

Stefán Ólafsson prófessor ritar undarlegt greinarkorn á vefsvæði sitt á Pressunni þar sem hann gerir sér mat úr því að fólk tali enn um það að kommúnisminn hafi verið vond stefna. Ég meina hvað er að fólki, það eru heilir tveir áratugir liðnir!

Að teygja hina guðlegu íslensku lopaeind

Tveir merkilegir en ólíkir atburðir prjónuðust saman í vikunni. Á meðan vísindamenn sannfærðust betur um tilurð og tilvist alheimsins með því að finna kenningu Higgs stoð skapaðist talsverð óvissa á Íslandi hvað væri íslensk lopapeysa og hvenær peysa úr lopa, samkvæmt eiginleikum Johnsen-lopaeindarinnar, væri framleidd af íslenskum konum á Íslandi. Samanlögð óvissa í heiminum minnkaði því lítið.

Árás á fjölskylduna

Um allan heim er ráðist á fjölskylduna. Verstu árasirnar koma frá fólki sem notar orð á borð við: „Um allan heim er ráðist á fjölskylduna.“

Hin tímabundna eilífa snilld

Á nokkurra ára fresti rekur upp á yfirborðið ný fyrirtæki sem virðast ósigrandi. Xerox var eitt sinn þannig fyrirtæki, IBM einnig. Síðan kom Microsoft. Síðan kemur Google og allt sem fyrirtækið snertir verður gagrandi snilld: Þeir eru með bestu leitarvélina, vinsælasta netfangaþjóninn og starfsmenn sem eyða tíma sínum í að hanna bíl sem keyrir sjálfur. Svo kemur Facebook, fyrirtæki sem virðist um stundir netinu stærra. En ekkert af þessu varir að eilífu.

Bara til að græða á því

Þeir sem gagnrýna aðra fyrir að gera eitthvað „bara“ til að að græða á því átta sig örugglega sjaldnast á því hve erfitt það getur verið að græða á einhverju.

Minnismerki um borgaralegt ofbeldi

Einhverjum kann að finnast það við hæfi að reisa skúlptur hjá Alþingi þar sem þingmenn eru minntir á að þeir verða lamdir ef þeir standa sig ekki í vinnunni. Mér finnst það ekki. Hvað gerum við þá?

Subbuskapurinn, subbuskapurinn

Líklegast hafa fleiri migið á vegg í miðbæ Reykjavíkur, brotið glös og hent áldósum gangstétt en vilja við það kannast. Án þess að slík hegðun sé endilega til eftirbreytni, þá hafa flestir einhvern tímann verið ungir, heimskir og fullir. Margt má betra við tímann en að hneykslast á því að drukkið fólk drasli oft út.

Sprotafyrirtæki halda sitt Iceland Airwaves

Þann 30. maí mun hópur íslenskra og erlendra frumkvöðla koma saman til skrafs og ráðagerða þar sem leitast verður svara við spurningunni: „hvernig búum við til frjósaman jarðveg fyrir sprotafyrirtæki?“. Ráðstefnan, sem heitir Startup Iceland (sem má bæði þýða sem „Ræsum Ísland“ eða „Sprotafyrirtækið Ísland“), er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en stefnt er að því að viðburðurinn verði árlegur að hætti Iceland airwaves.

Brjóta niður og byggja upp ?

Borgarskipulag þarf ekki alltaf að einkennast af vexti, þéttingu, niðurrifi og enduruppbyggingu, þó það virðist oft vera raunin. Heldur eru félagslegu þættir borga alveg jafn mikilvægir; hvað það er sem fær fólki til að líða vel í borg, hvað það er sem skapar lífsgæði og vellíðan á stað sem fólk býr eða dvelur á.

Hendum h******* Eplinu á haugana

Undanfarið hefur verið gríðarleg umræða um að Ipad-væða grunnskóla. Sú umræða er með öllu ótímabær og mun nær væri að huga að því hvernig hægt er að efla raunvísinda og tæknimenntun í skólunum.

Fundurinn sem bjargaði bönkunum

Geir H. Haarde var í gær sýknaður af öllum efnislegum atriðum í landsdómsmálinu en dómurinn var ekki sáttur við tíðni funda. En það má ímynda sér heim þar sem ríkisstjórnarfundur hefði gert gæfumuninn um afdrif bankanna. Deiglan býður í dag upp á útfærslu í einum þætti.

Ferðalag hugmynda um samfélagið

Uppfinning er ný hugmynd sem hefur ekki verið tekin í notkun en nýsköpun er uppfinning sem er notuð. Þessi aðgerð, frá tilbúinni hugmynd, á markað, er oft gefin of lítill gaumur. Sumir telja að það eina sem skipti máli sé að búa til bestu vöruna og þá muni árangur koma af sjálfum sér. En er ferðalag nýrrar vöru, eða hvaða hugmyndar sem er, í gegnum samfélagið, að einhverju leyti þekkt?

Að labba Laugaveginn

Fyrsta uppsveiflan í Reykjavík byrjaði í seinni heimstyrjöldinni. Borgin stækkaði og bílaeign jókst hratt. Stuttu fyrir stríðið var bílaeign orðin umtalsverð og gatnagerðaplön frá þessum tíma marka upphafið að bílavæðingu Reykjavíkur. Mannlífi miðbæjarins hefur verið raskað nógu lengi með plássfrekri bíla’menningu’ en einungis um helmingur þeirra sem keyra niður Laugaveginn erindi á götunni, sem sagt um helmingur þeirra bíla sem keyra Laugaveginn eru einungis á rúntinum.

Hljómsveitin á Titanic

Sagan af hljómsveitinni á Titanic, sem stytti farþegunum stundir á meðan skipið hvarf hægt og bítandi í hafið, er flestum þekkt. Við álítum þessa menn vera hetjur, að minnsta kosti af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fórnuðu þeir lífi sínu. Í öðru lagi þá róaði spilamennska þeirra farþegana, veitti þeim huggun og kom í veg fyrir glundroða. Svona er sagan…

Vinalegi Íraninn í Memphis og illmennin í Teheran

Stöðugur fréttaflutningur af Íran bendir til þess að mjög styttist í að gerð verði árás á landið. Það virðist víða stemmning fyrir þessu meðal stjórnmálamanna og almenningur lætur sér víða fátt um finnast. Viðskiptaþvinganir eru fyrsta skrefið í þá átt. En hvorki sprenjgur né einangrun eru líklegar til þess að ná fram velviljuðum markmiðum um betri heim – nema síður sé.

Listin að sannfæra

Það munu fara fram forsetakosningar í lok júní líkt og flestum er kunnugt um. Sex frambjóðendur hafa tilkynnt um framboð sitt og hugsanlega eiga fleiri eftir að bætast í hópinn þó telja megi það frekar ólíklegt. Forsetakosningar eru einstaklingskosningar og því ekki um hefðbundna flokkapólitík að ræða og frambjóðendur eru því ekki mikið að kynna einhver sérstök stefnumál heldur fyrst og fremst að reyna að sannfæra kjósendur um eigið ágæti. Tvær aðferðir í fortölum (persuasion) eru einkar skemmtilegar í þessu samhengi.

Deiglan á páskum 2012

Boðskapur páskanna og kristinnar trúar þarf ekki að glatast þótt menn hafi efasemdir um að frásögnin af atburðum páskanna sé nákvæmlega rétt. Í páskahugvekju fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um sagnfræði guðfræðingsins Dr. Barts Ehrman.

Að vinna að framgangi lífsins

Í janúar 1942 vann fjölskyldan á Veturhúsum í Eskifirði mikla hetjudáð. Þá nótt bjargaði fjölskyldan 48 breskum hermönnum úr klóm íslensks vetrar. Það er viðeigandi að draga þessa sögu fram á páskum. Efni hennar rímar vel við boðskap þeirra.

Truflandi nýsköpun

Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að fyrirtæki eru oft hikandi við að koma fram með nýjar vörur sem keppa við eigið vöruframboð. Þessi tregða við að grípa til erfiðra aðgerða hefur oft leitt til þess hjá tæknifyrirtækjum að þau sitja hjá á meðan önnur fyrirtæki koma með nýjar vörur sem heilla viðskiptavinina og skilja hin eldri stöndugri fyrirtæki eftir.